Körfubolti

Grinda­vík fær leik­stjórnanda frá Grikk­landi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mun stýra sóknarleik Grindavíkur.
Mun stýra sóknarleik Grindavíkur. UMFG

Það er nóg um að vera á skrifstofunni hjá körfuboltanum í Grindavík. Nýverið var samið við Jordan Semple karla megin og nú hefur kvennalið félagsins sótt leikstjórnanda alla leið frá Grikklandi.

Sú heitir Savvina Karali og mun leika með liðinu á komandi tímabili í Bónus deild kvenna. Hún er 24 ára gömul og hefur síðustu tvö tímabil leikið í efstu deild Grikklands.

„Savvina býr yfir miklum hraða, góðum leiksskilningi og gefur aldrei tommu eftir í vörninni. Hennar hæfileikar á báðum endum vallarins munu væntanlega nýtast okkur vel á komandi vetri og hlökkum við til samstarfsins,“ segir í tilkynningu Grindavíkur.

Grindavík mætir Hamar/Þór á útivelli í 1. umferð Bónus deildar kvenna þann 30. september næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×