Körfubolti

„Sýna að maður eigi það skilið“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Almar Orri vonast eftir sæti í lokahópnum.
Almar Orri vonast eftir sæti í lokahópnum. Sýn Sport

Almar Orri Atlason, leikmaður Bradley-háskóla í Bandaríkjunum, er bjartsýnn þegar kemur að sæti í lokahóp íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í körfubolta. Hann ræddi við Val Pál Eiríksson um landsliðsæfingar síðustu daga.

„Það er búið að vera mjög gaman, gott og gaman að fá þetta tækifæri. Maður er tilbúinn að nýta það eins vel og maður getur.“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hinn tvítugi Almar Orri æfir með A-landsliðinu.

„Er búinn að fá að vera með í nokkrum sumargluggum, það hentar mér ágætlega að þetta sé á sumrin núna varðandi skólann. Er búið að ganga mjög vel og er spenntur.“

„Það er mjög fínt. Búið að ganga mjög vel og líður vel þar. Maður verður þar allavega næstu tvö árin,“ sagði Almar Orri aðspurður hvernig lífið væri í Bandaríkjunum. Áður en hann fór í Bradley-háskólann árið 2030 lék hann með Sunrise Christian Academy í Kansas.

Klippa: Almar Orri: „Sýna að maður eigi það skilið“

Ertu vongóður um að fá sæti á Evrópumótinu sem er fram undan?

„Já já, það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn fyrir því, gera sitt besta og sýna að maður eigi það skilið. Þá getur maður ekkert annað gert.“

Er meiri harka komin í æfingarnar þar sem menn finna lyktina af sæti í EM hópnum?

„Held það sé goð blanda af hörku og mönnum að gera sitt. Svo bara bæta sig og gera sig klára fyrir leiki. Held það sé aðalatriðið, gera liðið eins tilbúið og það getur verið fyrir komandi verkefni.“

Hefur eitthvað komið á óvart?

„Nei nei, menn eru góðir og menn eru ferskir. Það er lítið annað í þessu.“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×