Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer, Snorri Hallgrímsson, Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir, Jóhanna Malen Skúladóttir, Ida Karólína Harris, Antonia Hamann og Julien Nayet-Pelletier skrifa 1. ágúst 2025 15:10 Upp á síðkastið hafa verið milli tannanna á fólki ýmsar hugleiðingar um tækifæri til olíuleitar á drekasvæðinu. Núna síðast sagði Jóhann Páll, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, aðspurður að ríkisstjórnin hafi hvorki hug á að ýta undir né leggja bann við olíuleit. Slík afstaða er ekki hlutlaus – hún viðheldur möguleikum á starfsemi sem gengur gegn loftslagsmarkmiðum Íslands, alþjóðlegum skuldbindingum og náttúruvernd. Þetta telja undirrituð vera óvarlega stefnu og kalla eftir því að ráðherra og ríkisstjórn standi við yfirlýst loforð síns flokks og leggi fram bann við leit og nýtingu á jarðefnaeldsneyti í lögsögu Íslands. Slíkt bann er einmitt stefnu- og kosningamál Samfylkingarinnar. Það sama gildir um stefnu annarra flokka í ríkisstjórn. Ísland er aðili að Parísarsamkomulaginu og hefur skuldbundið sig til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með það að markmiði að halda hlýnun jarðar innan við 2°C og eins nálægt 1,5°C og hægt er. Jafnframt hefur það að kolefnishlutleysi skuli náð eigi síðar en 2040 verið bundið í lög. IPCC, milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, hefur ítrekað varað við því að meirihluti jarðefnaeldsneytis verði að haldast neðanjarðar til þess að hlýnun jarðar fari ekki fram úr 1,5°C. Að halda dyrunum opnum fyrir olíuiðnaði er bein ógn við þau markmið. Drekasvæðið er vistfræðilega viðkvæmt svæði sem ber að vernda. Þar er að finna fjölbreytt vistkerfi, fjallgarða og kóralla. Í greinargerð sem fylgdi eldra frumvarpi til laga um bann við olíuleit segir að „á svæðinu er jafnframt að finna fjölbreytt vistkerfi og margslungna náttúru sem verðskuldar friðlýsingu sjálfrar sín vegna“. Loftslagsráðherra á að vera í fararbroddi loftslagsbaráttunnar. Við eigum að standa við skuldbindingar okkar og leiða Ísland inn í framtíðina, ekki gefa kost á iðnaði sem ýtir undir loftslagsbreytingar og grefur undan trúverðugleika landsins á alþjóðavettvangi. Við minnum einnig á nýlegt álit Alþjóðadómstólsins (ICJ), þar sem kemur skýrt fram að ríki sem láta hjá líða að bregðast við loftslagsbreytingum, meðal annars með því að veita leyfi fyrir olíuleit eða styðja við framleiðslu jarðefnaeldsneytis, kunni að gerast brotleg við alþjóðalög. Við krefjumst þess að ráðherra og ríkisstjórnin geri það sem rétt er: Lögfesti skýrt og óafturkræft bann við olíuleit og vinnslu jarðefnaeldsneytis í íslenskri lögsögu. Taki virkan þátt í að leiða orkuskipti með áherslu á hreina og sjálfbæra orkuframleiðslu. Standi við alþjóðlegar skuldbindingar og eigin kosningaloforð — án undanbragða. Við berum siðferðilega og lagalega skyldu gagnvart komandi kynslóðum, náttúrunni og heiminum öllum að taka loftslagsvána alvarlega. Núna þurfa orð að verða að aðgerðum. Virðingarfyllst, stjórn Ungra umhverfissinna Laura Sólveig Lefort Scheefer, Forseti Snorri Hallgrímsson, Varaforseti Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir, Gjaldkeri Jóhanna Malen Skúladóttir, Náttúruverndarfulltrúi Ida Karólína Harris, Loftslagsfulltrúi Antonia Hamann, Hringrásarfulltrúi Julien Nayet-Pelletier, Fræðslufulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Orkumál Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Upp á síðkastið hafa verið milli tannanna á fólki ýmsar hugleiðingar um tækifæri til olíuleitar á drekasvæðinu. Núna síðast sagði Jóhann Páll, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, aðspurður að ríkisstjórnin hafi hvorki hug á að ýta undir né leggja bann við olíuleit. Slík afstaða er ekki hlutlaus – hún viðheldur möguleikum á starfsemi sem gengur gegn loftslagsmarkmiðum Íslands, alþjóðlegum skuldbindingum og náttúruvernd. Þetta telja undirrituð vera óvarlega stefnu og kalla eftir því að ráðherra og ríkisstjórn standi við yfirlýst loforð síns flokks og leggi fram bann við leit og nýtingu á jarðefnaeldsneyti í lögsögu Íslands. Slíkt bann er einmitt stefnu- og kosningamál Samfylkingarinnar. Það sama gildir um stefnu annarra flokka í ríkisstjórn. Ísland er aðili að Parísarsamkomulaginu og hefur skuldbundið sig til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með það að markmiði að halda hlýnun jarðar innan við 2°C og eins nálægt 1,5°C og hægt er. Jafnframt hefur það að kolefnishlutleysi skuli náð eigi síðar en 2040 verið bundið í lög. IPCC, milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, hefur ítrekað varað við því að meirihluti jarðefnaeldsneytis verði að haldast neðanjarðar til þess að hlýnun jarðar fari ekki fram úr 1,5°C. Að halda dyrunum opnum fyrir olíuiðnaði er bein ógn við þau markmið. Drekasvæðið er vistfræðilega viðkvæmt svæði sem ber að vernda. Þar er að finna fjölbreytt vistkerfi, fjallgarða og kóralla. Í greinargerð sem fylgdi eldra frumvarpi til laga um bann við olíuleit segir að „á svæðinu er jafnframt að finna fjölbreytt vistkerfi og margslungna náttúru sem verðskuldar friðlýsingu sjálfrar sín vegna“. Loftslagsráðherra á að vera í fararbroddi loftslagsbaráttunnar. Við eigum að standa við skuldbindingar okkar og leiða Ísland inn í framtíðina, ekki gefa kost á iðnaði sem ýtir undir loftslagsbreytingar og grefur undan trúverðugleika landsins á alþjóðavettvangi. Við minnum einnig á nýlegt álit Alþjóðadómstólsins (ICJ), þar sem kemur skýrt fram að ríki sem láta hjá líða að bregðast við loftslagsbreytingum, meðal annars með því að veita leyfi fyrir olíuleit eða styðja við framleiðslu jarðefnaeldsneytis, kunni að gerast brotleg við alþjóðalög. Við krefjumst þess að ráðherra og ríkisstjórnin geri það sem rétt er: Lögfesti skýrt og óafturkræft bann við olíuleit og vinnslu jarðefnaeldsneytis í íslenskri lögsögu. Taki virkan þátt í að leiða orkuskipti með áherslu á hreina og sjálfbæra orkuframleiðslu. Standi við alþjóðlegar skuldbindingar og eigin kosningaloforð — án undanbragða. Við berum siðferðilega og lagalega skyldu gagnvart komandi kynslóðum, náttúrunni og heiminum öllum að taka loftslagsvána alvarlega. Núna þurfa orð að verða að aðgerðum. Virðingarfyllst, stjórn Ungra umhverfissinna Laura Sólveig Lefort Scheefer, Forseti Snorri Hallgrímsson, Varaforseti Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir, Gjaldkeri Jóhanna Malen Skúladóttir, Náttúruverndarfulltrúi Ida Karólína Harris, Loftslagsfulltrúi Antonia Hamann, Hringrásarfulltrúi Julien Nayet-Pelletier, Fræðslufulltrúi
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar