„Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. ágúst 2025 13:31 Martin Hermannsson naut sín með fjölskyldunni í sumar en nú tekur alvaran við. Vísir/Ívar „Líkamlega hef ég sjaldan verið betri á þessum tíma árs,“ segir Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, um standið á sér. Martin hefur glímt við meiðsli undanfarin ár en er klár í slaginn fyrir EM og hefur haldið sér vel við í sumar. „Auðvitað vantar upp á form og opna lungun og allt þetta. En ég er sáttur miðað við allt, fyrri störf og svoleiðis. Mér líður vel líkamlega en það vantar nokkra gíra upp að maður sé kominn í sitt besta stand. Sem betur fer eru nokkrir dagar í mót svo það er ennþá tími,“ segir Martin. Klippa: Fjölskyldan átti sumarið en nú tekur alvaran við Hefur hlakkað til æfinganna Hann naut sumarsins þá vel með fjölskyldunni og kom víða við á landinu í fríi hér heima. „Það var þessi týpíski Íslendingur. Maður fór upp í sumarbústað, í útilegu og aðeins erlendis. Fyrst og fremst að njóta þess með fjölskyldunni og vera heima. Maður var svolítið í faðmi fjölskyldunnar, en reyna að halda sér í formi líka. Með aldrinum verður þetta erfiðara og ég er eiginlega verri þegar ég stoppa – því lengur sem ég stoppa því verri verð ég – þannig að ég verð að halda mér gangandi á hverjum einasta degi,“ segir hinn háaldraði Martin, sem verður 31 árs í september. „Þetta hefur verið frábært sumar en verið tilhlökkun fyrir þessu augnabliki í dálítinn langan tíma. Maður hefur beðið eftir því að mæta á fyrstu æfinguna, skrýtið en líka spennandi að það sé komið að því.“ Vonar að fjölskyldan sé ekki orðin þreytt á sér Veturinn var aðeins frábrugðin þeim sem fyrir voru hjá kappanum. Kona hans og börn voru mestmegnis heima á Íslandi á meðan hann var í Berlín að stunda sína iðju. Það var því sérstök áhersla lögð á fjölskylduna í sumar. „Það var númer eitt, tvö og þrjú að koma heim og knúsa þau sem mest. Vonandi eru þau ekki orðin of pirruð á mér að ég sé svona mikið heima allt í einu. Ég er með einn eins árs og einn sjö ára svo það hefur verið mikið líf og fjör.“ Annað hlutverk í þetta skiptið „Maður er orðinn einn af eldri mönnunum núna í þessu liði. Það er skrýtið,“ segir Martin sem kom einnig inn á aldur sinn og fyrri störf að ofan. Hann er vissulega aðeins rétt skriðinn á fertugsaldurinn en er þrátt fyrir það á meðal eldri manna í landsliðinu. Hann var 23 ára síðast þegar Ísland fór á stórmót, og finnur fyrir breytingu á hlutverki innan hópsins frá því sem var á EM 2015 og 2017. „Allt í einu þarf ég að hugsa eitthvað núna. Ég var alltaf einn af þessum ungu gaurum sem kom bara og skaut og þurfti ekki að pæla í neinu. Nú er maður hinu megin við borðið að sýna gott fordæmi og vera fyrirmynd og sýna mönnum hvernig á að gera þetta. Á sama tíma eru það mikil forréttindi og virkilega spennandi að vera einn af fáum sem er að fara í þriðja skiptið,“ „Ég hélt þetta væri sjálfsagt mál 2015 og 2017, að ég væri að fara á tveggja ára fresti. En allt í einu eru komin átta ár núna og það á heldur betur að njóta,“ segir Martin. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild í spilaranum. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Félagið Ísland-Palestína skorar á Körfuknattleikssamband Íslands að sniðganga landsleik Íslands við Ísrael á komandi Evrópumóti karla í körfubolta, EuroBasket. Liðin eigast við 28. ágúst næstkomandi. 31. júlí 2025 11:54 Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer Acox segir að félagar hans í íslenska karlalandsliðinu í körfubolta hafi kallað eftir kröftum hans í einkasamtölum í sumar. Þeir hafi boðist til að eiga orð við landsliðsþjálfarann Craig Pedersen vegna stöðu hans. 27. júlí 2025 08:01 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Fótbolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sjá meira
„Auðvitað vantar upp á form og opna lungun og allt þetta. En ég er sáttur miðað við allt, fyrri störf og svoleiðis. Mér líður vel líkamlega en það vantar nokkra gíra upp að maður sé kominn í sitt besta stand. Sem betur fer eru nokkrir dagar í mót svo það er ennþá tími,“ segir Martin. Klippa: Fjölskyldan átti sumarið en nú tekur alvaran við Hefur hlakkað til æfinganna Hann naut sumarsins þá vel með fjölskyldunni og kom víða við á landinu í fríi hér heima. „Það var þessi týpíski Íslendingur. Maður fór upp í sumarbústað, í útilegu og aðeins erlendis. Fyrst og fremst að njóta þess með fjölskyldunni og vera heima. Maður var svolítið í faðmi fjölskyldunnar, en reyna að halda sér í formi líka. Með aldrinum verður þetta erfiðara og ég er eiginlega verri þegar ég stoppa – því lengur sem ég stoppa því verri verð ég – þannig að ég verð að halda mér gangandi á hverjum einasta degi,“ segir hinn háaldraði Martin, sem verður 31 árs í september. „Þetta hefur verið frábært sumar en verið tilhlökkun fyrir þessu augnabliki í dálítinn langan tíma. Maður hefur beðið eftir því að mæta á fyrstu æfinguna, skrýtið en líka spennandi að það sé komið að því.“ Vonar að fjölskyldan sé ekki orðin þreytt á sér Veturinn var aðeins frábrugðin þeim sem fyrir voru hjá kappanum. Kona hans og börn voru mestmegnis heima á Íslandi á meðan hann var í Berlín að stunda sína iðju. Það var því sérstök áhersla lögð á fjölskylduna í sumar. „Það var númer eitt, tvö og þrjú að koma heim og knúsa þau sem mest. Vonandi eru þau ekki orðin of pirruð á mér að ég sé svona mikið heima allt í einu. Ég er með einn eins árs og einn sjö ára svo það hefur verið mikið líf og fjör.“ Annað hlutverk í þetta skiptið „Maður er orðinn einn af eldri mönnunum núna í þessu liði. Það er skrýtið,“ segir Martin sem kom einnig inn á aldur sinn og fyrri störf að ofan. Hann er vissulega aðeins rétt skriðinn á fertugsaldurinn en er þrátt fyrir það á meðal eldri manna í landsliðinu. Hann var 23 ára síðast þegar Ísland fór á stórmót, og finnur fyrir breytingu á hlutverki innan hópsins frá því sem var á EM 2015 og 2017. „Allt í einu þarf ég að hugsa eitthvað núna. Ég var alltaf einn af þessum ungu gaurum sem kom bara og skaut og þurfti ekki að pæla í neinu. Nú er maður hinu megin við borðið að sýna gott fordæmi og vera fyrirmynd og sýna mönnum hvernig á að gera þetta. Á sama tíma eru það mikil forréttindi og virkilega spennandi að vera einn af fáum sem er að fara í þriðja skiptið,“ „Ég hélt þetta væri sjálfsagt mál 2015 og 2017, að ég væri að fara á tveggja ára fresti. En allt í einu eru komin átta ár núna og það á heldur betur að njóta,“ segir Martin. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild í spilaranum.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Félagið Ísland-Palestína skorar á Körfuknattleikssamband Íslands að sniðganga landsleik Íslands við Ísrael á komandi Evrópumóti karla í körfubolta, EuroBasket. Liðin eigast við 28. ágúst næstkomandi. 31. júlí 2025 11:54 Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer Acox segir að félagar hans í íslenska karlalandsliðinu í körfubolta hafi kallað eftir kröftum hans í einkasamtölum í sumar. Þeir hafi boðist til að eiga orð við landsliðsþjálfarann Craig Pedersen vegna stöðu hans. 27. júlí 2025 08:01 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Fótbolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sjá meira
Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Félagið Ísland-Palestína skorar á Körfuknattleikssamband Íslands að sniðganga landsleik Íslands við Ísrael á komandi Evrópumóti karla í körfubolta, EuroBasket. Liðin eigast við 28. ágúst næstkomandi. 31. júlí 2025 11:54
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer Acox segir að félagar hans í íslenska karlalandsliðinu í körfubolta hafi kallað eftir kröftum hans í einkasamtölum í sumar. Þeir hafi boðist til að eiga orð við landsliðsþjálfarann Craig Pedersen vegna stöðu hans. 27. júlí 2025 08:01