Fótbolti

Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast

Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar
Orri Sigurður stangar boltann í netið.
Orri Sigurður stangar boltann í netið. Vísir/Diego

„Við vorum ekki hræddir, þetta var gott lið og við náðum að loka vel á það sem við ætluðum að gera, en á sama tíma vorum við ekki nógu góðir.“ sagði markaskorarinn Orri Sigurður Ómarsson eftir súrt tap Vals fyrir Kauno Žalgiris í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu.

Eftir leik liðanna í Litáen var staðan 1-1 og því mikil spenna fyrir leik kvöldsins á Hlíðarenda. Þar reyndust gestirnir sterkari og eru komnir áfram.

„Mér fannst við taka yfir leikinn í seinni hálfleik, hefðum átt að gera betur bæði í föstum leikatriðum og krossunum okkar.“

Valur situr á toppi Bestu deildar karla með 33 stig og spila úrslitaleik Mjólkurbikarsins við Vestra þann 22. ágúst á Laugardalsvelli. Þó svo að evrópuævintýrið sé búið hjá Val á þessu ári, þá segir Orri að það sé nóg eftir af tímabilinu.

„Það er ekkert annað í boði en að setja alla orku í deildina og bikarinn. Við erum á toppi deildarinnar og það eru fullt af leikjum eftir. Það er ekki eins og heimurinn sé að farast, það þýðir ekki að hugsa um þetta lengur,“ sagði Orri Sigurður að endingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×