Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2025 09:37 Donald Trump Bandaríkjaforseti og stuðningsmenn brasilíska landsliðsins. Getty/ Bradley Kanaris Ef það er eitthvað sem er hægt að ganga að vísu þá er það að Brasilíumenn mæta í stórum og litríkum hópum til að styðja við bakið á sínu liði á heimsmeistaramótunum í fótbolta. Kannski þó ekki mikið lengur. Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins gætu orðið fórnarlamb þess slæma milliríkjasambands sem ríkir nú á milli Donald Trump Bandaríkjaforseta og núverandi leiðtoga Brasilíu. CNN í Brasilíu slær því upp að svo gæti hreinlega farið að Trump bannaði Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta í Bandaríkjunum næsta sumar. Stuðningsmennirnir yrðu samt ekki beint skotmark hjá Trump heldur myndi hann banna öll brasilísk vegabréf í Bandaríkjunum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur þegar sagt að hann ætli að leggja fimmtíu prósenta tolla á vörur framleiddar í Brasilíu, meðal annars vegna „nornaveiða“ á fyrrverandi forseta Brasilíu. Hann tilkynnti áformin í tollabréfi sem hann deilir á samfélagsmiðlum, en í færslunni sakaði han stjórnvöld í Brasilíu um „árásir“ á bandarísk tæknifyrirtæki og sögðu stjórnvöld þar standa fyrir „nornaveiðum“ gegn fyrrverandi forsetanum Jair Bolsonaro, sem er bandamaður Trumps of bendlaður við öfga hægrið. Svo gæti farið að deilurnar stigmagnist eins og er oft sagan með Trump og Brasilíumenn óttast núna að þeim verði meinuð innganga í Bandaríkin. CNN leitaði eftir viðbrögðum frá Alþjóða knattspyrnusambandinu FIFA og forseta þess Gianni Infantino en fékk engin svör. Infantino og Trump eru miklir mátar og Bandaríkjaforseti var heiðursgestur á úrslitaleik heimsmeistarakeppni félagsliða á dögunum. Brasilía hefur verið með á öllum heimsmeistaramótum sögunnar í karlaflokki og unnið oftast allra þjóða eða fimm sinnum (1958, 1962, 1970, 1994 og 2002). View this post on Instagram A post shared by CNN Esportes (@cnnesportes) HM 2026 í fótbolta Donald Trump Brasilía Bandaríkin Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Sjá meira
Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins gætu orðið fórnarlamb þess slæma milliríkjasambands sem ríkir nú á milli Donald Trump Bandaríkjaforseta og núverandi leiðtoga Brasilíu. CNN í Brasilíu slær því upp að svo gæti hreinlega farið að Trump bannaði Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta í Bandaríkjunum næsta sumar. Stuðningsmennirnir yrðu samt ekki beint skotmark hjá Trump heldur myndi hann banna öll brasilísk vegabréf í Bandaríkjunum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur þegar sagt að hann ætli að leggja fimmtíu prósenta tolla á vörur framleiddar í Brasilíu, meðal annars vegna „nornaveiða“ á fyrrverandi forseta Brasilíu. Hann tilkynnti áformin í tollabréfi sem hann deilir á samfélagsmiðlum, en í færslunni sakaði han stjórnvöld í Brasilíu um „árásir“ á bandarísk tæknifyrirtæki og sögðu stjórnvöld þar standa fyrir „nornaveiðum“ gegn fyrrverandi forsetanum Jair Bolsonaro, sem er bandamaður Trumps of bendlaður við öfga hægrið. Svo gæti farið að deilurnar stigmagnist eins og er oft sagan með Trump og Brasilíumenn óttast núna að þeim verði meinuð innganga í Bandaríkin. CNN leitaði eftir viðbrögðum frá Alþjóða knattspyrnusambandinu FIFA og forseta þess Gianni Infantino en fékk engin svör. Infantino og Trump eru miklir mátar og Bandaríkjaforseti var heiðursgestur á úrslitaleik heimsmeistarakeppni félagsliða á dögunum. Brasilía hefur verið með á öllum heimsmeistaramótum sögunnar í karlaflokki og unnið oftast allra þjóða eða fimm sinnum (1958, 1962, 1970, 1994 og 2002). View this post on Instagram A post shared by CNN Esportes (@cnnesportes)
HM 2026 í fótbolta Donald Trump Brasilía Bandaríkin Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Sjá meira