Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. júlí 2025 22:14 Jón Trausti Reynisson segir viðbrögð Bjarnheiðar Hallsdóttur við umfjöllun Heimildarinnar um íslenska ferðaþjónustu vekja óþægilegar minningar frá fyrir-Hruns-árunum. Aðsend/Heiða Helgudóttir Framkvæmdastjóri Heimildarinnar hefur svarað gagnrýni fyrrverandi formanns SAF á umfjöllun Heimildarinnar og segir ferðaþjónustuna ekki einkamál þeirra sem starfræki hana. Engum gagnist að umræðan sé kæfð og viðbrögðin veki upp óþægilegar minningar. Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimildarinnar og ritstjóri Mannlífs, birti Facebook-færslu fyrr í kvöld þar sem hann svarar gagnrýni Bjarnheiðar Hallsdóttur, fyrrverandi formanns Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), sem sagði umfjöllun Heimildarinnar um íslenska ferðaþjónustu vera „rætna herferð“ og „lélega blaðamennsku“. Jón segir í færslunni að umræða um ferðaþjónustu sé gjarnan jákvæð enda skapi hún mörgum tekjur og hagkerfinu gjaldeyristekjur. Áhrif hennar séu hins vegar ekki eingöngu jákvæð, mörgum Íslendingum líði eins og útlendingum í eigin landi og upplifi margir skert aðgengi að náttúrunni. „Ísland hefur breyst mikið á síðustu árum. Ferðaþjónustunni hefur fylgt gríðarleg fólksfjölgun, sem skapar álag á innviði, húsnæðismarkaðinn og samfélagið almennt. Áhrifin eru ótalmörg, sum góð, önnur verri og enn önnur eru spurning um upplifun frekar en rök, kannski einhverja nostalgíu, rof eða firringu,“ skrifar hann í færslunni. „Viðbrögð fyrrverandi formanns Samtaka ferðaþjónustunnar eru að saka Heimildina um að hafa annarlega hagsmuni. Að það „geti ekki verið tilviljun“ að Heimildin hafi farið í „herferð“ sem stýrist af „hatri á atvinnulífinu“,“ skrifar Jón Trausti í færslunni. „Engum er í hag að kæfa umræðuna niður“ Viðbrögð Bjarnheiðar veki að sögn Jóns Trausta „óþægilegar minningar um viðbrögð við gagnrýninni umræðu árin 2006 til 2008“ í aðdraga efnahagshrunsins. Jafnframt segir hann að krafan um að blaðamenn eigi að skapa sátt í samfélaginu og spila með tilteknum hagsmunum sé skaðleg þjóðfélaginu. „Ferðaþjónusta er ekki einkamál þeirra sem starfrækja hana og hafa hagnað af henni. Hún hefur hliðaráhrif á landið og landsmenn. Það þarf að vera mikið svigrúm og andrými fyrir gagnrýna umræðu, jafnvel þótt áhrifin kunni að vera í heildina jákvæð, ekki síst þau hagrænu,“ skrifar Jón í færslunni. „Engum er í hag að kæfa umræðuna niður þar til það verður of seint og raunverulega fer að vaxa hatur í samfélaginu gagnvart ferðaþjónustu, eins og hefur gerst víða þar sem hlutfall ferðamanna af íbúafjölda er nánast jafnhátt og hér,“ skrifar hann að lokum. Færslu Jóns Trausta má lesa í heild sinni hér að neðan: Ferðaþjónusta Fjölmiðlar Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Rotþróin í Vík í Mýrdal ræður ekki við fjölda ferðamanna og því lyktar stundum í bænum. Þar að auki þurfa heimamenn, þeir sem eftir eru, stundum að aka alla leið til Selfoss til að versla í matinn vegna þess að úrval matvöruverslunar bæjarins tekur aðallega mið af ferðamönnum. 30. júlí 2025 08:27 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Sjá meira
Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimildarinnar og ritstjóri Mannlífs, birti Facebook-færslu fyrr í kvöld þar sem hann svarar gagnrýni Bjarnheiðar Hallsdóttur, fyrrverandi formanns Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), sem sagði umfjöllun Heimildarinnar um íslenska ferðaþjónustu vera „rætna herferð“ og „lélega blaðamennsku“. Jón segir í færslunni að umræða um ferðaþjónustu sé gjarnan jákvæð enda skapi hún mörgum tekjur og hagkerfinu gjaldeyristekjur. Áhrif hennar séu hins vegar ekki eingöngu jákvæð, mörgum Íslendingum líði eins og útlendingum í eigin landi og upplifi margir skert aðgengi að náttúrunni. „Ísland hefur breyst mikið á síðustu árum. Ferðaþjónustunni hefur fylgt gríðarleg fólksfjölgun, sem skapar álag á innviði, húsnæðismarkaðinn og samfélagið almennt. Áhrifin eru ótalmörg, sum góð, önnur verri og enn önnur eru spurning um upplifun frekar en rök, kannski einhverja nostalgíu, rof eða firringu,“ skrifar hann í færslunni. „Viðbrögð fyrrverandi formanns Samtaka ferðaþjónustunnar eru að saka Heimildina um að hafa annarlega hagsmuni. Að það „geti ekki verið tilviljun“ að Heimildin hafi farið í „herferð“ sem stýrist af „hatri á atvinnulífinu“,“ skrifar Jón Trausti í færslunni. „Engum er í hag að kæfa umræðuna niður“ Viðbrögð Bjarnheiðar veki að sögn Jóns Trausta „óþægilegar minningar um viðbrögð við gagnrýninni umræðu árin 2006 til 2008“ í aðdraga efnahagshrunsins. Jafnframt segir hann að krafan um að blaðamenn eigi að skapa sátt í samfélaginu og spila með tilteknum hagsmunum sé skaðleg þjóðfélaginu. „Ferðaþjónusta er ekki einkamál þeirra sem starfrækja hana og hafa hagnað af henni. Hún hefur hliðaráhrif á landið og landsmenn. Það þarf að vera mikið svigrúm og andrými fyrir gagnrýna umræðu, jafnvel þótt áhrifin kunni að vera í heildina jákvæð, ekki síst þau hagrænu,“ skrifar Jón í færslunni. „Engum er í hag að kæfa umræðuna niður þar til það verður of seint og raunverulega fer að vaxa hatur í samfélaginu gagnvart ferðaþjónustu, eins og hefur gerst víða þar sem hlutfall ferðamanna af íbúafjölda er nánast jafnhátt og hér,“ skrifar hann að lokum. Færslu Jóns Trausta má lesa í heild sinni hér að neðan:
Ferðaþjónusta Fjölmiðlar Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Rotþróin í Vík í Mýrdal ræður ekki við fjölda ferðamanna og því lyktar stundum í bænum. Þar að auki þurfa heimamenn, þeir sem eftir eru, stundum að aka alla leið til Selfoss til að versla í matinn vegna þess að úrval matvöruverslunar bæjarins tekur aðallega mið af ferðamönnum. 30. júlí 2025 08:27 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Sjá meira
Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Rotþróin í Vík í Mýrdal ræður ekki við fjölda ferðamanna og því lyktar stundum í bænum. Þar að auki þurfa heimamenn, þeir sem eftir eru, stundum að aka alla leið til Selfoss til að versla í matinn vegna þess að úrval matvöruverslunar bæjarins tekur aðallega mið af ferðamönnum. 30. júlí 2025 08:27