Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 29. júlí 2025 17:46 Netþrjótar reyna oft að hafa peninga eða persónulegar upplýsingar af brotaþolum. Vísir/Arnar Halldórsson Fimm einstaklingar hafa orðið fyrir tegund af netglæp sem kallast ástarsvik. Það sem af er ári hafa flestir fallið fyrir fölskum fyrirframgreiðslum. Netglæpurinn ástarsvik er skilgreindur sem glæpur þegar gerandi byggir upp falskt samband á netinu til að öðlast traust og stela peningum eða persónulegum upplýsingum. Af þeim 110 manns sem urðu fyrir netglæpum frá byrjun árs til lok júní voru fimm einstaklingar blekktir með ástarsvik samkvæmt tölfræði frá ríkislögreglustjóra. Á þeim tíma hafa brotaþolar tapað yfir tvö hundruð milljónum króna í fjársvikum yfir netið. Netglæpunum er skipt í sjö flokka, þar á meðal ástarsvik. Flestir hafa fallið fyrir netglæp sem flokkast sem fyrirframgreiðslur, sem er þegar þolandi kaupir eða selur eitthvað á netinu, en varan eða peningarnir eru aldrei afhentir. 29 einstaklingar hafa tilkynnt þess konar brot til lögreglu á áðurnefndu tímabili sem samsvarar 26 prósentum glæpanna. Þar á eftir hafa 20 manns, eða átján prósent, hafa orðið fyrir fjárfestingarsvikum. Þess konar svik eru þegar þolandinn er blekktur í falskar og eða áhættusamar fjárfestingar með loforðum um háa ávöxtun. Fimmtán hafa tilkynnt lögreglu að einhver gefi sig út fyrir að vera stjórnandi fyrirtækis eða birgir og platar starfsfólk til að senda peninga eða upplýsingar. Slíkur glæpur er skilgreindur sem fölsk fyrirmæli. Svipaður glæpur kallast fjarskiptasvik en þá er haft samband símleiðis eða í gegnum skilaboð og þolandinn látinn halda að bankastarfsfólk, lögregla eða yfirvöld séu að hafa samband. Fjórtán manns hafa orðið fyrir þess konar svikum. Þá hafa aðrir fjórtán eða þrettán prósent orðið fyrir tölvupóstasvikum. Greint var frá í dag að embætti ríkislögreglustjóra berast enn tilkynningar um slíka svikapósta, en þykjast netþrjótarnir jafnvel vera Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Markmiðið með þess konar glæpum er að fá lykilorð eða bankaupplýsingar viðtakanda eða dreifa spilliforritum. Tólf prósent netglæpanna eru annars konar glæpir. Netglæpir Lögreglumál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Netglæpurinn ástarsvik er skilgreindur sem glæpur þegar gerandi byggir upp falskt samband á netinu til að öðlast traust og stela peningum eða persónulegum upplýsingum. Af þeim 110 manns sem urðu fyrir netglæpum frá byrjun árs til lok júní voru fimm einstaklingar blekktir með ástarsvik samkvæmt tölfræði frá ríkislögreglustjóra. Á þeim tíma hafa brotaþolar tapað yfir tvö hundruð milljónum króna í fjársvikum yfir netið. Netglæpunum er skipt í sjö flokka, þar á meðal ástarsvik. Flestir hafa fallið fyrir netglæp sem flokkast sem fyrirframgreiðslur, sem er þegar þolandi kaupir eða selur eitthvað á netinu, en varan eða peningarnir eru aldrei afhentir. 29 einstaklingar hafa tilkynnt þess konar brot til lögreglu á áðurnefndu tímabili sem samsvarar 26 prósentum glæpanna. Þar á eftir hafa 20 manns, eða átján prósent, hafa orðið fyrir fjárfestingarsvikum. Þess konar svik eru þegar þolandinn er blekktur í falskar og eða áhættusamar fjárfestingar með loforðum um háa ávöxtun. Fimmtán hafa tilkynnt lögreglu að einhver gefi sig út fyrir að vera stjórnandi fyrirtækis eða birgir og platar starfsfólk til að senda peninga eða upplýsingar. Slíkur glæpur er skilgreindur sem fölsk fyrirmæli. Svipaður glæpur kallast fjarskiptasvik en þá er haft samband símleiðis eða í gegnum skilaboð og þolandinn látinn halda að bankastarfsfólk, lögregla eða yfirvöld séu að hafa samband. Fjórtán manns hafa orðið fyrir þess konar svikum. Þá hafa aðrir fjórtán eða þrettán prósent orðið fyrir tölvupóstasvikum. Greint var frá í dag að embætti ríkislögreglustjóra berast enn tilkynningar um slíka svikapósta, en þykjast netþrjótarnir jafnvel vera Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Markmiðið með þess konar glæpum er að fá lykilorð eða bankaupplýsingar viðtakanda eða dreifa spilliforritum. Tólf prósent netglæpanna eru annars konar glæpir.
Netglæpir Lögreglumál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira