Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Samúel Karl Ólason skrifar 29. júlí 2025 15:29 Embætti ríkislögreglustjóra segir erfitt að alhæfa um fjármögnun gereyðingarvopna hér á landi þar sem erfitt sé að greina slík brot. Vísir/Anton Ríkislögreglustjóri segir engar vísbendingar hafa fundist um það að fjármögnun fyrir gereyðingarvopn eigi sér stað hér á landi. Það sama eigi við um það hvort hér séu framin brot gegn alþjóðlegum þvingunaraðgerðum eða sniðganga á þeim. Þetta er samkvæmt nýju áhættumati embættisins á fjármögnun gereyðingarvopna sem birt var í dag. Um er að ræða viðbót við áhættumat um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem gefið var út í lok árs 2023. Markmið þessa mats er að greina og meta áhættu á fjármögnun gereyðingarvopna með heildstæðum hætti og er matið gert í samræmi við lög um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða og frystingu fjármuna. Mat þetta felur í sér greiningu á þremur flokkum ógna. Fyrsti flokkurinn eru ríki sem sæta þvingunaraðgerðum, eins og Norður-Kórea og Íran. Annar flokkurinn snýr að aðilum óháðum ríkjum og sá þriðji snýr að útflutningi á hlutum með tvíþætt notagildi. Það er að segja hluti sem hægt er að nota í bæði borgaralegum og hernaðarlegum tilgangi. Skjáskot úr mati ríkislögreglustjóra. Strax í upphafi matsins kemur fram að engar vísbendingar hafi fundist um að fjármögnun gereyðingarvopna hafi átt sér stað hér á landi. Það sama eigi við um brot gegn alþjóðlegum þvingunaraðgerðum eða sniðgöngu á þeim. Hins vegar segir að almennt sé viðurkennt að erfitt sé að greina slík brot og því sé ekki hægt að fullyrða að þau eigi sér ekki stað. „Ríki sem sæta þvingunaraðgerðum eru ávallt að leita nýrra leiða til að fjármagna gereyðingarvopn. Eftir því sem önnur ríki herða regluverk og auka eftirlit verður Ísland fýsilegri kostur fyrir slíka brotastarfsemi. Öflugar fyrirbyggjandi aðgerðir, reglulegt áhættumat, regluverk sem er uppfært eftir þörfum og skilvirkt eftirlit eru lykilþættir í að draga úr hættu á að Ísland verði nýtt sem milliliður eða skjól fyrir fjármögnun gereyðingarvopna,“ segir í matinu. Lögreglumál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Þetta er samkvæmt nýju áhættumati embættisins á fjármögnun gereyðingarvopna sem birt var í dag. Um er að ræða viðbót við áhættumat um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem gefið var út í lok árs 2023. Markmið þessa mats er að greina og meta áhættu á fjármögnun gereyðingarvopna með heildstæðum hætti og er matið gert í samræmi við lög um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða og frystingu fjármuna. Mat þetta felur í sér greiningu á þremur flokkum ógna. Fyrsti flokkurinn eru ríki sem sæta þvingunaraðgerðum, eins og Norður-Kórea og Íran. Annar flokkurinn snýr að aðilum óháðum ríkjum og sá þriðji snýr að útflutningi á hlutum með tvíþætt notagildi. Það er að segja hluti sem hægt er að nota í bæði borgaralegum og hernaðarlegum tilgangi. Skjáskot úr mati ríkislögreglustjóra. Strax í upphafi matsins kemur fram að engar vísbendingar hafi fundist um að fjármögnun gereyðingarvopna hafi átt sér stað hér á landi. Það sama eigi við um brot gegn alþjóðlegum þvingunaraðgerðum eða sniðgöngu á þeim. Hins vegar segir að almennt sé viðurkennt að erfitt sé að greina slík brot og því sé ekki hægt að fullyrða að þau eigi sér ekki stað. „Ríki sem sæta þvingunaraðgerðum eru ávallt að leita nýrra leiða til að fjármagna gereyðingarvopn. Eftir því sem önnur ríki herða regluverk og auka eftirlit verður Ísland fýsilegri kostur fyrir slíka brotastarfsemi. Öflugar fyrirbyggjandi aðgerðir, reglulegt áhættumat, regluverk sem er uppfært eftir þörfum og skilvirkt eftirlit eru lykilþættir í að draga úr hættu á að Ísland verði nýtt sem milliliður eða skjól fyrir fjármögnun gereyðingarvopna,“ segir í matinu.
Lögreglumál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira