„Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. júlí 2025 21:31 Benedikt V. Warén skoraði og lagði upp í kvöld. Vísir/Diego „Það er bara geggjað að fá sigur. Þetta er búið að vera smá erfitt í síðustu leikjum,“ sagði Benedikt Waren, leikmaður Stjörnunnar, eftir 4-1 sigur liðsins gegn Aftureldingu í kvöld. „Það er bara gríðarlega mikilvægt að vinna hér, á okkar heimavelli og þetta eru bara frábær þrjú stig.“ Þetta var fyrsti deildarsigur Stjörnunnar í rúman mánuð, en liðið vann síðast deildarleik gegn ÍA þann 22. júní. „Þetta er búið að vera svolítð súrt núna, en við höldum bara áfram. Við erum búnir að eiga fína kafla núna í sumar og við ætlum að gera vel. Við erum með mjög gott lið og þurfum bara að halda áfram að gera vel,“ sagði Benedikt, sem lagði upp og skoraði í kvöld. Stjörnumenn áttu ekki eitt einasta skot á mark í fyrri hálfleik, en dæmið snérist við í seinni hálfleik eftir að Axel Óskar Andrésson fékk rautt spjald í liði Aftureldingar stuttu fyrir hlé. Benedikt vildi þó ekki meina að rauða spjaldið hafi haft of mikil áhrif. „Ég veit það nú ekki. Maður getur ekki sagt til um hvernig þetta hefði verið. En auðvitað breyta rauð spjöld leikjum.“ „En mér fannst við líka bara spila vel. Við vorum búnir að tala um það fyrir leikinn að ef þeir ætluðu að liggja niðri þá værum við með plan B. Mér fannst við gera það vel. Við vorum að finna sendingar á fjær og mér fannst þetta ganga bara mjög vel.“ Þá segir hann að Jökull Elísabetarson, þjálfari liðsins, hafi gefið skýr skilaboð í hálfleik. „Það var bara að vera þolinmóðir. Það voru enn 45 mínútur eftir og við þurftum ekkert að vera að drífa okkur. Bara fá boltann út í vænginn og reyna að koma honum inn í teig. Það er það sem virkar þegar liðin liggja svona neðarlega.“ Að lokum segir hann sigurinn gefa liðinu mikið. „Já klárlega. Það er smá í næsta leik og það gerir svo mikið að vinna leiki. Maður er í þessu fyrir þetta. Þetta var bara geggjað,“ sagði Benedikt að lokum. Besta deild karla Stjarnan Afturelding Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Sjá meira
„Það er bara gríðarlega mikilvægt að vinna hér, á okkar heimavelli og þetta eru bara frábær þrjú stig.“ Þetta var fyrsti deildarsigur Stjörnunnar í rúman mánuð, en liðið vann síðast deildarleik gegn ÍA þann 22. júní. „Þetta er búið að vera svolítð súrt núna, en við höldum bara áfram. Við erum búnir að eiga fína kafla núna í sumar og við ætlum að gera vel. Við erum með mjög gott lið og þurfum bara að halda áfram að gera vel,“ sagði Benedikt, sem lagði upp og skoraði í kvöld. Stjörnumenn áttu ekki eitt einasta skot á mark í fyrri hálfleik, en dæmið snérist við í seinni hálfleik eftir að Axel Óskar Andrésson fékk rautt spjald í liði Aftureldingar stuttu fyrir hlé. Benedikt vildi þó ekki meina að rauða spjaldið hafi haft of mikil áhrif. „Ég veit það nú ekki. Maður getur ekki sagt til um hvernig þetta hefði verið. En auðvitað breyta rauð spjöld leikjum.“ „En mér fannst við líka bara spila vel. Við vorum búnir að tala um það fyrir leikinn að ef þeir ætluðu að liggja niðri þá værum við með plan B. Mér fannst við gera það vel. Við vorum að finna sendingar á fjær og mér fannst þetta ganga bara mjög vel.“ Þá segir hann að Jökull Elísabetarson, þjálfari liðsins, hafi gefið skýr skilaboð í hálfleik. „Það var bara að vera þolinmóðir. Það voru enn 45 mínútur eftir og við þurftum ekkert að vera að drífa okkur. Bara fá boltann út í vænginn og reyna að koma honum inn í teig. Það er það sem virkar þegar liðin liggja svona neðarlega.“ Að lokum segir hann sigurinn gefa liðinu mikið. „Já klárlega. Það er smá í næsta leik og það gerir svo mikið að vinna leiki. Maður er í þessu fyrir þetta. Þetta var bara geggjað,“ sagði Benedikt að lokum.
Besta deild karla Stjarnan Afturelding Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Sjá meira