Fótbolti

„Þurftum að fá að­eins ferskt blóð inn í þetta“

Hörður Unnsteinsson skrifar
Túfa er með Valsmenn á toppi Bestu-deildarinnar.
Túfa er með Valsmenn á toppi Bestu-deildarinnar. Vísir/Anton

Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var gríðarlega ánægður með sína menn eftir langa viku. Valsmenn spiluðu á fimmtudagskvöld í Litháen og höfðu því lítinn tíma til að undirbúa sig fyrir leikinn gegn FH í kvöld.

„Mjög erfiður leikur. Mjög mikilvæg stig fyrir okkur og þvílíkur karakter í liðinu að ná að sigla þessu heim á endanum. Ég sagði við þig fyrir leikinn að það er alltaf erfitt að spila á móti FH og öll lið sem Heimir Guðjónsson þjálfar. 

Hann hrósaði einnig þrautsegju sinna manna, að hætta aldrei þótt oft hafi blásið á móti í leiknum. 

„Við hættum aldrei og héldum alltaf áfram, fórum í gegnum erfiðu kaflana þegar FH voru bara miklu betri og fengu góð færi sem Frederik varði til að halda okkur inn í leiknum. En yfirleitt þegar þú heldur áfram og við vinnum þetta saman eins og strákarnir gerðu í dag, þá færðu verðlaun fyrir það og ég held að við höfum fengið þau verðlaun.“ 

Lúkas Logi átti góðan leik í liði Vals í kvöld og setti mark og stoðsendingu. Tufa var mjög ánægður með hann og þá stráka sem komu inn í liðið eftir leikinn á fimmtudag. 

„Lúkas var frábær í dag. Við gerðum nokkrar breytingar og þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta. Adam Ægir, Jakob og Anti voru líka frábærir, leikmenn sem eru kannski ekki að spila reglulega viku eftir viku en eru samt að æfa vel og eru í góðu standi og þeir hjálpuðu liðinu helling í dag.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×