Bátar brenna í Bolungarvík Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. júlí 2025 11:59 Tjónið virðist mikið. Jón Páll Hreinsson Eldur kviknaði í tveimur bátum í Bolungarvíkurhöfn í dag. Mikið viðbragð er á vettvangi og slökkvistarf stendur yfir. Þetta staðfestir Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, í samtali við fréttastofu en héraðsblaðið Bæjarins besta greindi fyrst frá. Hlynur segir lítið hægt að segja meira um málið að svo stöddu, en vinna standi enn yfir á vettvangi. „Nú fer í gang töluverð og annasöm rannsókn lögreglu, sem mun rannsaka eldsupptök og annað.“ Íbúi í Bolungarvík sem fréttastofa ræddi við sagði að verið væri að draga bátana upp á land svo þeir sykkju ekki. Veistu meira um málið? Áttu myndir eða myndbönd af vettvangi? Sendu okkur ábendingar eða myndefni á ritstjorn@visir.is Uppfært 13:01 Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, segir að kviknað hafi í bátnum Einari Hálfdáni og utan í honum hafi legið stálbáturinn Ragnar Þorsteinsson, og fljótlega hafi borist eldur í hann. Slökkvilið hafi verið sent á vettvang ásamt björgunarsveitum, og björgunarbáturinn Kobbi Láka hafi verið ræstur út. „Kannski var á einhverjum tímapunkti hætta á að þeir myndu slitna frá bryggju og reka í báta sem hefði getað valdið miklu eignatjóni, en það tókst að koma í veg fyrir það. Við erum heppin hér í Bolungarvík, þetta hefði getað farið verr. En það er alltaf leiðinlegt þegar menn missa eigur sínar í svona eldsvoða.“ Jón segir að tekin hafi verið ákvörðun um að draga Einar Hálfdán upp í sandinn, fjöruna í Bolungarvík, þar sem slökkt var í bátnum. „Hann er handónýtur núna, og mér finnst líklegt að Ragnar sé líka ónýtur. Einar er hérna á sandinum, búið að brjóta hann allan niður hérna í köku,“ segir Jón Páll bæjarstjóri Bolungarvíkur. Einar Hálfdán var dreginn upp á sand.Jón Páll Hreinsson Stálbáturinn Ragnar Þorsteinsson.Jón Páll Hreinsson Slökkvilið Bolungarvíkur og slökkvilið Ísafjarðar voru á vettvangi.Jón Páll Hreinsson Mikið sjónarspil.Sigurmar Gíslason Eldurinn barst yfir í dragnótarbátinn Ragnar Þorsteinsson.Aðsend Þykkan svartan reyk lagði yfir höfnina.Aðsend Bolungarvík Slökkvilið Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira
Þetta staðfestir Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, í samtali við fréttastofu en héraðsblaðið Bæjarins besta greindi fyrst frá. Hlynur segir lítið hægt að segja meira um málið að svo stöddu, en vinna standi enn yfir á vettvangi. „Nú fer í gang töluverð og annasöm rannsókn lögreglu, sem mun rannsaka eldsupptök og annað.“ Íbúi í Bolungarvík sem fréttastofa ræddi við sagði að verið væri að draga bátana upp á land svo þeir sykkju ekki. Veistu meira um málið? Áttu myndir eða myndbönd af vettvangi? Sendu okkur ábendingar eða myndefni á ritstjorn@visir.is Uppfært 13:01 Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, segir að kviknað hafi í bátnum Einari Hálfdáni og utan í honum hafi legið stálbáturinn Ragnar Þorsteinsson, og fljótlega hafi borist eldur í hann. Slökkvilið hafi verið sent á vettvang ásamt björgunarsveitum, og björgunarbáturinn Kobbi Láka hafi verið ræstur út. „Kannski var á einhverjum tímapunkti hætta á að þeir myndu slitna frá bryggju og reka í báta sem hefði getað valdið miklu eignatjóni, en það tókst að koma í veg fyrir það. Við erum heppin hér í Bolungarvík, þetta hefði getað farið verr. En það er alltaf leiðinlegt þegar menn missa eigur sínar í svona eldsvoða.“ Jón segir að tekin hafi verið ákvörðun um að draga Einar Hálfdán upp í sandinn, fjöruna í Bolungarvík, þar sem slökkt var í bátnum. „Hann er handónýtur núna, og mér finnst líklegt að Ragnar sé líka ónýtur. Einar er hérna á sandinum, búið að brjóta hann allan niður hérna í köku,“ segir Jón Páll bæjarstjóri Bolungarvíkur. Einar Hálfdán var dreginn upp á sand.Jón Páll Hreinsson Stálbáturinn Ragnar Þorsteinsson.Jón Páll Hreinsson Slökkvilið Bolungarvíkur og slökkvilið Ísafjarðar voru á vettvangi.Jón Páll Hreinsson Mikið sjónarspil.Sigurmar Gíslason Eldurinn barst yfir í dragnótarbátinn Ragnar Þorsteinsson.Aðsend Þykkan svartan reyk lagði yfir höfnina.Aðsend
Veistu meira um málið? Áttu myndir eða myndbönd af vettvangi? Sendu okkur ábendingar eða myndefni á ritstjorn@visir.is
Bolungarvík Slökkvilið Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira