Bátar brenna í Bolungarvík Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. júlí 2025 11:59 Tjónið virðist mikið. Jón Páll Hreinsson Eldur kviknaði í tveimur bátum í Bolungarvíkurhöfn í dag. Mikið viðbragð er á vettvangi og slökkvistarf stendur yfir. Þetta staðfestir Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, í samtali við fréttastofu en héraðsblaðið Bæjarins besta greindi fyrst frá. Hlynur segir lítið hægt að segja meira um málið að svo stöddu, en vinna standi enn yfir á vettvangi. „Nú fer í gang töluverð og annasöm rannsókn lögreglu, sem mun rannsaka eldsupptök og annað.“ Íbúi í Bolungarvík sem fréttastofa ræddi við sagði að verið væri að draga bátana upp á land svo þeir sykkju ekki. Veistu meira um málið? Áttu myndir eða myndbönd af vettvangi? Sendu okkur ábendingar eða myndefni á ritstjorn@visir.is Uppfært 13:01 Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, segir að kviknað hafi í bátnum Einari Hálfdáni og utan í honum hafi legið stálbáturinn Ragnar Þorsteinsson, og fljótlega hafi borist eldur í hann. Slökkvilið hafi verið sent á vettvang ásamt björgunarsveitum, og björgunarbáturinn Kobbi Láka hafi verið ræstur út. „Kannski var á einhverjum tímapunkti hætta á að þeir myndu slitna frá bryggju og reka í báta sem hefði getað valdið miklu eignatjóni, en það tókst að koma í veg fyrir það. Við erum heppin hér í Bolungarvík, þetta hefði getað farið verr. En það er alltaf leiðinlegt þegar menn missa eigur sínar í svona eldsvoða.“ Jón segir að tekin hafi verið ákvörðun um að draga Einar Hálfdán upp í sandinn, fjöruna í Bolungarvík, þar sem slökkt var í bátnum. „Hann er handónýtur núna, og mér finnst líklegt að Ragnar sé líka ónýtur. Einar er hérna á sandinum, búið að brjóta hann allan niður hérna í köku,“ segir Jón Páll bæjarstjóri Bolungarvíkur. Einar Hálfdán var dreginn upp á sand.Jón Páll Hreinsson Stálbáturinn Ragnar Þorsteinsson.Jón Páll Hreinsson Slökkvilið Bolungarvíkur og slökkvilið Ísafjarðar voru á vettvangi.Jón Páll Hreinsson Mikið sjónarspil.Sigurmar Gíslason Eldurinn barst yfir í dragnótarbátinn Ragnar Þorsteinsson.Aðsend Þykkan svartan reyk lagði yfir höfnina.Aðsend Bolungarvík Slökkvilið Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Þetta staðfestir Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, í samtali við fréttastofu en héraðsblaðið Bæjarins besta greindi fyrst frá. Hlynur segir lítið hægt að segja meira um málið að svo stöddu, en vinna standi enn yfir á vettvangi. „Nú fer í gang töluverð og annasöm rannsókn lögreglu, sem mun rannsaka eldsupptök og annað.“ Íbúi í Bolungarvík sem fréttastofa ræddi við sagði að verið væri að draga bátana upp á land svo þeir sykkju ekki. Veistu meira um málið? Áttu myndir eða myndbönd af vettvangi? Sendu okkur ábendingar eða myndefni á ritstjorn@visir.is Uppfært 13:01 Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, segir að kviknað hafi í bátnum Einari Hálfdáni og utan í honum hafi legið stálbáturinn Ragnar Þorsteinsson, og fljótlega hafi borist eldur í hann. Slökkvilið hafi verið sent á vettvang ásamt björgunarsveitum, og björgunarbáturinn Kobbi Láka hafi verið ræstur út. „Kannski var á einhverjum tímapunkti hætta á að þeir myndu slitna frá bryggju og reka í báta sem hefði getað valdið miklu eignatjóni, en það tókst að koma í veg fyrir það. Við erum heppin hér í Bolungarvík, þetta hefði getað farið verr. En það er alltaf leiðinlegt þegar menn missa eigur sínar í svona eldsvoða.“ Jón segir að tekin hafi verið ákvörðun um að draga Einar Hálfdán upp í sandinn, fjöruna í Bolungarvík, þar sem slökkt var í bátnum. „Hann er handónýtur núna, og mér finnst líklegt að Ragnar sé líka ónýtur. Einar er hérna á sandinum, búið að brjóta hann allan niður hérna í köku,“ segir Jón Páll bæjarstjóri Bolungarvíkur. Einar Hálfdán var dreginn upp á sand.Jón Páll Hreinsson Stálbáturinn Ragnar Þorsteinsson.Jón Páll Hreinsson Slökkvilið Bolungarvíkur og slökkvilið Ísafjarðar voru á vettvangi.Jón Páll Hreinsson Mikið sjónarspil.Sigurmar Gíslason Eldurinn barst yfir í dragnótarbátinn Ragnar Þorsteinsson.Aðsend Þykkan svartan reyk lagði yfir höfnina.Aðsend
Veistu meira um málið? Áttu myndir eða myndbönd af vettvangi? Sendu okkur ábendingar eða myndefni á ritstjorn@visir.is
Bolungarvík Slökkvilið Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira