Bátar brenna í Bolungarvík Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. júlí 2025 11:59 Tjónið virðist mikið. Jón Páll Hreinsson Eldur kviknaði í tveimur bátum í Bolungarvíkurhöfn í dag. Mikið viðbragð er á vettvangi og slökkvistarf stendur yfir. Þetta staðfestir Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, í samtali við fréttastofu en héraðsblaðið Bæjarins besta greindi fyrst frá. Hlynur segir lítið hægt að segja meira um málið að svo stöddu, en vinna standi enn yfir á vettvangi. „Nú fer í gang töluverð og annasöm rannsókn lögreglu, sem mun rannsaka eldsupptök og annað.“ Íbúi í Bolungarvík sem fréttastofa ræddi við sagði að verið væri að draga bátana upp á land svo þeir sykkju ekki. Veistu meira um málið? Áttu myndir eða myndbönd af vettvangi? Sendu okkur ábendingar eða myndefni á ritstjorn@visir.is Uppfært 13:01 Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, segir að kviknað hafi í bátnum Einari Hálfdáni og utan í honum hafi legið stálbáturinn Ragnar Þorsteinsson, og fljótlega hafi borist eldur í hann. Slökkvilið hafi verið sent á vettvang ásamt björgunarsveitum, og björgunarbáturinn Kobbi Láka hafi verið ræstur út. „Kannski var á einhverjum tímapunkti hætta á að þeir myndu slitna frá bryggju og reka í báta sem hefði getað valdið miklu eignatjóni, en það tókst að koma í veg fyrir það. Við erum heppin hér í Bolungarvík, þetta hefði getað farið verr. En það er alltaf leiðinlegt þegar menn missa eigur sínar í svona eldsvoða.“ Jón segir að tekin hafi verið ákvörðun um að draga Einar Hálfdán upp í sandinn, fjöruna í Bolungarvík, þar sem slökkt var í bátnum. „Hann er handónýtur núna, og mér finnst líklegt að Ragnar sé líka ónýtur. Einar er hérna á sandinum, búið að brjóta hann allan niður hérna í köku,“ segir Jón Páll bæjarstjóri Bolungarvíkur. Einar Hálfdán var dreginn upp á sand.Jón Páll Hreinsson Stálbáturinn Ragnar Þorsteinsson.Jón Páll Hreinsson Slökkvilið Bolungarvíkur og slökkvilið Ísafjarðar voru á vettvangi.Jón Páll Hreinsson Mikið sjónarspil.Sigurmar Gíslason Eldurinn barst yfir í dragnótarbátinn Ragnar Þorsteinsson.Aðsend Þykkan svartan reyk lagði yfir höfnina.Aðsend Bolungarvík Slökkvilið Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Þetta staðfestir Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, í samtali við fréttastofu en héraðsblaðið Bæjarins besta greindi fyrst frá. Hlynur segir lítið hægt að segja meira um málið að svo stöddu, en vinna standi enn yfir á vettvangi. „Nú fer í gang töluverð og annasöm rannsókn lögreglu, sem mun rannsaka eldsupptök og annað.“ Íbúi í Bolungarvík sem fréttastofa ræddi við sagði að verið væri að draga bátana upp á land svo þeir sykkju ekki. Veistu meira um málið? Áttu myndir eða myndbönd af vettvangi? Sendu okkur ábendingar eða myndefni á ritstjorn@visir.is Uppfært 13:01 Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, segir að kviknað hafi í bátnum Einari Hálfdáni og utan í honum hafi legið stálbáturinn Ragnar Þorsteinsson, og fljótlega hafi borist eldur í hann. Slökkvilið hafi verið sent á vettvang ásamt björgunarsveitum, og björgunarbáturinn Kobbi Láka hafi verið ræstur út. „Kannski var á einhverjum tímapunkti hætta á að þeir myndu slitna frá bryggju og reka í báta sem hefði getað valdið miklu eignatjóni, en það tókst að koma í veg fyrir það. Við erum heppin hér í Bolungarvík, þetta hefði getað farið verr. En það er alltaf leiðinlegt þegar menn missa eigur sínar í svona eldsvoða.“ Jón segir að tekin hafi verið ákvörðun um að draga Einar Hálfdán upp í sandinn, fjöruna í Bolungarvík, þar sem slökkt var í bátnum. „Hann er handónýtur núna, og mér finnst líklegt að Ragnar sé líka ónýtur. Einar er hérna á sandinum, búið að brjóta hann allan niður hérna í köku,“ segir Jón Páll bæjarstjóri Bolungarvíkur. Einar Hálfdán var dreginn upp á sand.Jón Páll Hreinsson Stálbáturinn Ragnar Þorsteinsson.Jón Páll Hreinsson Slökkvilið Bolungarvíkur og slökkvilið Ísafjarðar voru á vettvangi.Jón Páll Hreinsson Mikið sjónarspil.Sigurmar Gíslason Eldurinn barst yfir í dragnótarbátinn Ragnar Þorsteinsson.Aðsend Þykkan svartan reyk lagði yfir höfnina.Aðsend
Veistu meira um málið? Áttu myndir eða myndbönd af vettvangi? Sendu okkur ábendingar eða myndefni á ritstjorn@visir.is
Bolungarvík Slökkvilið Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira