„Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Jón Ísak Ragnarsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 27. júlí 2025 11:44 Kaleo á sviðinu í gær. Vísir/Viktor Freyr Hreiðar Hreiðarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir með ólíkindum hvað tónleikahátíð Kaleo í Vaglaskógi í gær gekk vel. Ekkert stórslys hafi orðið og önnur vandamál hafi verið minniháttar. Hljómsveitin Kaleo hélt sína fyrstu tónleika á Íslandi síðan 2015 með tónlistarhátíð í Vaglaskógi í gær. Fjöldinn allur af tónlistarmönnum kom fram á þéttri dagskrá allan daginn, en uppselt varð á tónleikana á örskotstundu. „Já, þetta fór algjörlega fram úr björtustu vonum, og gekk mjög vel, algjörlega slysalaust,“ segir Hreiðar aðalvarðstjóri um tónleikana í gær. „Þetta voru einhver tvö ölvunaratvik sem við þurftum að skipta okkur af , og einhver ágreiningur milli tveggja, þriggja aðila, annars var þetta með ólíkindum hvað þetta gekk vel.“ Hann segir að á svæðinu hafi á bilinu sjö til tíu þúsund manns verið samankomnir. Þar hafi verið fólk á öllum aldri, börn og ungmenni, foreldrar, afar og ömmur. „Það var alveg einstakt hvað þetta gekk vel og hvað fólk virtist koma í góðu. Það var svona góður andi yfir öllum, fólk kom greinilega og ætlaði að njóta dagsins, og það var náttúrulega það sem gerði þetta svona gott í bland við gott veður.“ Skipulagning tónleikanna hafi verið til fyrirmyndar og undirbúningur góður. Lögreglan hafi verið með um tuttugu manns á svæðinu, en fjöldi viðbragðsaðila með björgunarsveit, öryggisgæslu og öðrum meðtöldum hafi verið um hundrað. Hreiðar segir yndislegt þegar hlutirnir ganga svona vel, fólk komi að njóta og allt gangi upp. Kaleo Tónleikar á Íslandi Þingeyjarsveit Tónlist Menning Lögreglumál Tengdar fréttir Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Jakob Frímann Magnússon, einn aðalskipuleggjenda stórtónleika Kaleo í Vaglaskógi næsta laugardag, segir að allur undirbúningur hátíðarinnar hafi gengið vel. Stærsta áskorunin verði að koma öllum sjö þúsund tónleikagestum á svæðið í tæka tíð. 22. júlí 2025 13:21 Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Nú streymir fólk í Vaglaskóg, þar sem stórtónleikar hljómsveitarinnar Kaleo fara fram á morgun. Undirbúningur hefur gengið vel að sögn tónleikahaldara og allt er að verða tilbúið fyrir stóra daginn. 25. júlí 2025 22:26 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Fleiri fréttir Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Sjá meira
Hljómsveitin Kaleo hélt sína fyrstu tónleika á Íslandi síðan 2015 með tónlistarhátíð í Vaglaskógi í gær. Fjöldinn allur af tónlistarmönnum kom fram á þéttri dagskrá allan daginn, en uppselt varð á tónleikana á örskotstundu. „Já, þetta fór algjörlega fram úr björtustu vonum, og gekk mjög vel, algjörlega slysalaust,“ segir Hreiðar aðalvarðstjóri um tónleikana í gær. „Þetta voru einhver tvö ölvunaratvik sem við þurftum að skipta okkur af , og einhver ágreiningur milli tveggja, þriggja aðila, annars var þetta með ólíkindum hvað þetta gekk vel.“ Hann segir að á svæðinu hafi á bilinu sjö til tíu þúsund manns verið samankomnir. Þar hafi verið fólk á öllum aldri, börn og ungmenni, foreldrar, afar og ömmur. „Það var alveg einstakt hvað þetta gekk vel og hvað fólk virtist koma í góðu. Það var svona góður andi yfir öllum, fólk kom greinilega og ætlaði að njóta dagsins, og það var náttúrulega það sem gerði þetta svona gott í bland við gott veður.“ Skipulagning tónleikanna hafi verið til fyrirmyndar og undirbúningur góður. Lögreglan hafi verið með um tuttugu manns á svæðinu, en fjöldi viðbragðsaðila með björgunarsveit, öryggisgæslu og öðrum meðtöldum hafi verið um hundrað. Hreiðar segir yndislegt þegar hlutirnir ganga svona vel, fólk komi að njóta og allt gangi upp.
Kaleo Tónleikar á Íslandi Þingeyjarsveit Tónlist Menning Lögreglumál Tengdar fréttir Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Jakob Frímann Magnússon, einn aðalskipuleggjenda stórtónleika Kaleo í Vaglaskógi næsta laugardag, segir að allur undirbúningur hátíðarinnar hafi gengið vel. Stærsta áskorunin verði að koma öllum sjö þúsund tónleikagestum á svæðið í tæka tíð. 22. júlí 2025 13:21 Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Nú streymir fólk í Vaglaskóg, þar sem stórtónleikar hljómsveitarinnar Kaleo fara fram á morgun. Undirbúningur hefur gengið vel að sögn tónleikahaldara og allt er að verða tilbúið fyrir stóra daginn. 25. júlí 2025 22:26 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Fleiri fréttir Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Sjá meira
Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Jakob Frímann Magnússon, einn aðalskipuleggjenda stórtónleika Kaleo í Vaglaskógi næsta laugardag, segir að allur undirbúningur hátíðarinnar hafi gengið vel. Stærsta áskorunin verði að koma öllum sjö þúsund tónleikagestum á svæðið í tæka tíð. 22. júlí 2025 13:21
Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Nú streymir fólk í Vaglaskóg, þar sem stórtónleikar hljómsveitarinnar Kaleo fara fram á morgun. Undirbúningur hefur gengið vel að sögn tónleikahaldara og allt er að verða tilbúið fyrir stóra daginn. 25. júlí 2025 22:26