„Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Jón Ísak Ragnarsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 27. júlí 2025 11:44 Kaleo á sviðinu í gær. Vísir/Viktor Freyr Hreiðar Hreiðarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir með ólíkindum hvað tónleikahátíð Kaleo í Vaglaskógi í gær gekk vel. Ekkert stórslys hafi orðið og önnur vandamál hafi verið minniháttar. Hljómsveitin Kaleo hélt sína fyrstu tónleika á Íslandi síðan 2015 með tónlistarhátíð í Vaglaskógi í gær. Fjöldinn allur af tónlistarmönnum kom fram á þéttri dagskrá allan daginn, en uppselt varð á tónleikana á örskotstundu. „Já, þetta fór algjörlega fram úr björtustu vonum, og gekk mjög vel, algjörlega slysalaust,“ segir Hreiðar aðalvarðstjóri um tónleikana í gær. „Þetta voru einhver tvö ölvunaratvik sem við þurftum að skipta okkur af , og einhver ágreiningur milli tveggja, þriggja aðila, annars var þetta með ólíkindum hvað þetta gekk vel.“ Hann segir að á svæðinu hafi á bilinu sjö til tíu þúsund manns verið samankomnir. Þar hafi verið fólk á öllum aldri, börn og ungmenni, foreldrar, afar og ömmur. „Það var alveg einstakt hvað þetta gekk vel og hvað fólk virtist koma í góðu. Það var svona góður andi yfir öllum, fólk kom greinilega og ætlaði að njóta dagsins, og það var náttúrulega það sem gerði þetta svona gott í bland við gott veður.“ Skipulagning tónleikanna hafi verið til fyrirmyndar og undirbúningur góður. Lögreglan hafi verið með um tuttugu manns á svæðinu, en fjöldi viðbragðsaðila með björgunarsveit, öryggisgæslu og öðrum meðtöldum hafi verið um hundrað. Hreiðar segir yndislegt þegar hlutirnir ganga svona vel, fólk komi að njóta og allt gangi upp. Kaleo Tónleikar á Íslandi Þingeyjarsveit Tónlist Menning Lögreglumál Tengdar fréttir Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Jakob Frímann Magnússon, einn aðalskipuleggjenda stórtónleika Kaleo í Vaglaskógi næsta laugardag, segir að allur undirbúningur hátíðarinnar hafi gengið vel. Stærsta áskorunin verði að koma öllum sjö þúsund tónleikagestum á svæðið í tæka tíð. 22. júlí 2025 13:21 Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Nú streymir fólk í Vaglaskóg, þar sem stórtónleikar hljómsveitarinnar Kaleo fara fram á morgun. Undirbúningur hefur gengið vel að sögn tónleikahaldara og allt er að verða tilbúið fyrir stóra daginn. 25. júlí 2025 22:26 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
Hljómsveitin Kaleo hélt sína fyrstu tónleika á Íslandi síðan 2015 með tónlistarhátíð í Vaglaskógi í gær. Fjöldinn allur af tónlistarmönnum kom fram á þéttri dagskrá allan daginn, en uppselt varð á tónleikana á örskotstundu. „Já, þetta fór algjörlega fram úr björtustu vonum, og gekk mjög vel, algjörlega slysalaust,“ segir Hreiðar aðalvarðstjóri um tónleikana í gær. „Þetta voru einhver tvö ölvunaratvik sem við þurftum að skipta okkur af , og einhver ágreiningur milli tveggja, þriggja aðila, annars var þetta með ólíkindum hvað þetta gekk vel.“ Hann segir að á svæðinu hafi á bilinu sjö til tíu þúsund manns verið samankomnir. Þar hafi verið fólk á öllum aldri, börn og ungmenni, foreldrar, afar og ömmur. „Það var alveg einstakt hvað þetta gekk vel og hvað fólk virtist koma í góðu. Það var svona góður andi yfir öllum, fólk kom greinilega og ætlaði að njóta dagsins, og það var náttúrulega það sem gerði þetta svona gott í bland við gott veður.“ Skipulagning tónleikanna hafi verið til fyrirmyndar og undirbúningur góður. Lögreglan hafi verið með um tuttugu manns á svæðinu, en fjöldi viðbragðsaðila með björgunarsveit, öryggisgæslu og öðrum meðtöldum hafi verið um hundrað. Hreiðar segir yndislegt þegar hlutirnir ganga svona vel, fólk komi að njóta og allt gangi upp.
Kaleo Tónleikar á Íslandi Þingeyjarsveit Tónlist Menning Lögreglumál Tengdar fréttir Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Jakob Frímann Magnússon, einn aðalskipuleggjenda stórtónleika Kaleo í Vaglaskógi næsta laugardag, segir að allur undirbúningur hátíðarinnar hafi gengið vel. Stærsta áskorunin verði að koma öllum sjö þúsund tónleikagestum á svæðið í tæka tíð. 22. júlí 2025 13:21 Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Nú streymir fólk í Vaglaskóg, þar sem stórtónleikar hljómsveitarinnar Kaleo fara fram á morgun. Undirbúningur hefur gengið vel að sögn tónleikahaldara og allt er að verða tilbúið fyrir stóra daginn. 25. júlí 2025 22:26 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Jakob Frímann Magnússon, einn aðalskipuleggjenda stórtónleika Kaleo í Vaglaskógi næsta laugardag, segir að allur undirbúningur hátíðarinnar hafi gengið vel. Stærsta áskorunin verði að koma öllum sjö þúsund tónleikagestum á svæðið í tæka tíð. 22. júlí 2025 13:21
Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Nú streymir fólk í Vaglaskóg, þar sem stórtónleikar hljómsveitarinnar Kaleo fara fram á morgun. Undirbúningur hefur gengið vel að sögn tónleikahaldara og allt er að verða tilbúið fyrir stóra daginn. 25. júlí 2025 22:26