„Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 26. júlí 2025 12:46 Dóra Sif Tynes, sérfræðingur í Evrópurétti. vísir Sérfræðingur í Evrópurétti minnir á að Ísland tilheyri ekki tollabandalagi Evrópusambandsins þrátt fyrir EES-samninginn í ljósi mögulegra tolla á kísiljárn frá Íslandi. Óljóst sé hvort hægt sé að grípa til einhvers konar ráðstafana enda umfang og eðli tollanna óþekkt. Greint var frá því í gær að Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn, meðal annars frá Íslandi og öðrum EES-ríkjum. Endanleg ákvörðun hefur ekki verið tekin en formlegt samtal EES-ríkja við Evrópusambandið varðandi tollanna mun nú fara í hönd þegar að tillaga hefur verið lögð fram. Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem, eina framleiðanda kísiljárns hérlendis, sagði í samtali við Morgunblaðið að um væri að ræða gífurlega stefnubreytingu að láta EES-ríkin ekki tilheyra innri markaði Evrópusambandsins. „Of snemmt til að tala í fyrirsögnum“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega og fá fram nákvæmlega í hverju þessar aðgerðir felast. Tímalengdin, umfangið og svo framvegis. Ég held að það sé of snemmt til að tala í fyrirsögnum.“ Þetta segir Dóra Sif Tynes, sérfræðingur í Evrópurétti, spurð um yfirvofandi tolla. Hún bendir á að þó að það sé almennt óheimilt að leggja nýja tolla á innflutning og útflutning samkvæmt EES-samningnum sé undanþága til staðar. „Hins vegar felur samningurinn líka í sér heimild samningsaðila til að grípa til svokallaðra öryggisráðstafana við sérstakar aðstæður. Það er til dæmis samkvæmt 112. grein samningsins og það er ákvæði sem við beittum til dæmis þegar að við lögðum á gjaldeyrishöft,“ segir hún og vísar til gjaldheyrishafta sem Ísland lagði á í kjölfar efnahagshrunsins. Þurfi að gæta jafnræðis Aðspurð kveðst Dóra ekki muna eftir dæmi um að ESB nýti umrætt undanþáguákvæði. Hún segir óljóst með hvaða hætti sé hægt að bregðast við verði tollarnir að veruleika. „Það er rétt kannski að hafa það í huga að EES samningurinn nær ekki til tollabandalags Evrópusambandsins. Evrópusambandið er með tollabandalag og sameiginlega viðskiptastefnu. Þau svið falla ekki undir EES-samninginn. Það er í raun og veru útfærsluatriði hvort að það séu einhverjar ráðstafanir sem hægt er grípa til til að koma til móts við þessa sérstöku tolla sem við vitum ekki enn þá umfangið eða eðlið á.“ Spurð hvers vegna Evrópusambandið beini spjótum sínum að Íslandi og Noregi þegar að stærstur hluti framleiðslu á kísilmálmum fari fram í Kína segir Dóra: „Samkvæmt almennum reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar þá eru almenn ákvæði um að gæta jafnræðis. Menn gætu verið að horfa á það þannig að út frá öðrum fríverslunarsamningum sem ESB hefur gert þá sé erfitt fyrir þá að sleppa bara þessum tveimur löndum.“ Evrópusambandið EES-samningurinn Miðflokkurinn Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Greint var frá því í gær að Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn, meðal annars frá Íslandi og öðrum EES-ríkjum. Endanleg ákvörðun hefur ekki verið tekin en formlegt samtal EES-ríkja við Evrópusambandið varðandi tollanna mun nú fara í hönd þegar að tillaga hefur verið lögð fram. Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem, eina framleiðanda kísiljárns hérlendis, sagði í samtali við Morgunblaðið að um væri að ræða gífurlega stefnubreytingu að láta EES-ríkin ekki tilheyra innri markaði Evrópusambandsins. „Of snemmt til að tala í fyrirsögnum“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega og fá fram nákvæmlega í hverju þessar aðgerðir felast. Tímalengdin, umfangið og svo framvegis. Ég held að það sé of snemmt til að tala í fyrirsögnum.“ Þetta segir Dóra Sif Tynes, sérfræðingur í Evrópurétti, spurð um yfirvofandi tolla. Hún bendir á að þó að það sé almennt óheimilt að leggja nýja tolla á innflutning og útflutning samkvæmt EES-samningnum sé undanþága til staðar. „Hins vegar felur samningurinn líka í sér heimild samningsaðila til að grípa til svokallaðra öryggisráðstafana við sérstakar aðstæður. Það er til dæmis samkvæmt 112. grein samningsins og það er ákvæði sem við beittum til dæmis þegar að við lögðum á gjaldeyrishöft,“ segir hún og vísar til gjaldheyrishafta sem Ísland lagði á í kjölfar efnahagshrunsins. Þurfi að gæta jafnræðis Aðspurð kveðst Dóra ekki muna eftir dæmi um að ESB nýti umrætt undanþáguákvæði. Hún segir óljóst með hvaða hætti sé hægt að bregðast við verði tollarnir að veruleika. „Það er rétt kannski að hafa það í huga að EES samningurinn nær ekki til tollabandalags Evrópusambandsins. Evrópusambandið er með tollabandalag og sameiginlega viðskiptastefnu. Þau svið falla ekki undir EES-samninginn. Það er í raun og veru útfærsluatriði hvort að það séu einhverjar ráðstafanir sem hægt er grípa til til að koma til móts við þessa sérstöku tolla sem við vitum ekki enn þá umfangið eða eðlið á.“ Spurð hvers vegna Evrópusambandið beini spjótum sínum að Íslandi og Noregi þegar að stærstur hluti framleiðslu á kísilmálmum fari fram í Kína segir Dóra: „Samkvæmt almennum reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar þá eru almenn ákvæði um að gæta jafnræðis. Menn gætu verið að horfa á það þannig að út frá öðrum fríverslunarsamningum sem ESB hefur gert þá sé erfitt fyrir þá að sleppa bara þessum tveimur löndum.“
Evrópusambandið EES-samningurinn Miðflokkurinn Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira