Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 26. júlí 2025 07:03 Fram kemur í samkomulagi við Evrópusambandið um sjávarútvegsmál sem Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og þingmaður Viðreisnar, undirritaði á dögunum að komið verði á nánu samstarfi við sambandið varðandi stjórn veiða úr deilistofnum. Enn fremur segir að í því felist einnig samstarf á vettvangi strandríkja og innan svæðisbundinna fiskveiðistofnana með samræmingu á afstöðu fyrir fundi fyrir augum og mögulegar sameiginlegar tillögur. Hvergi var minnzt á þetta í fréttatilkynningu atvinnuvegaráðuneytisins um samkomulagið. Ég hef bent á það í fyrri skrifum mínum um málið að með þessu fái Evrópusambandið aðkomu til að mynda að ákvarðanatöku Íslands um veiðar á makríl í íslenzku efnahagslögsögunni sem engir samningar eru til staðar um. Enn fremur að með samræmingu á afstöðu Íslands við afstöðu sambandsins fyrir milliríkjafundi felizt aðlögun að stefnu þess í þessum efnum. Viðbrögð atvinnuvegaráðuneytisins við skrifum mínum voru á þá leið að hafna því að um aðlögun væri að ræða þrátt fyrir það sem beinlínis segir í samkomulaginu. Athygli vekur að ekkert er þar minnzt á umræddan hluta þess. Þá segir ráðuneytið að um sé að ræða að mörgu leyti sambærilegt samkomulag og Ísland hafi haft við Bretland í nokkur ár. Hvergi er í því samkomulagi hins vegar minnzt á samræmingu á afstöðu fyrir milliríkjafundi eða sameiginlegar tillögur. Talsvert snúið gæti jú reynzt að samræma afstöðu Íslands bæði við afstöðu Evrópusambandsins og Bretlands sem gjarnan hafa deilt um skiptingu deilistofna. Með samkomulagi Hönnu Katrínu eru íslenzk stjórnvöld þannig í reynd að taka sér stöðu með Evrópusambandinu gegn öðrum strandríkjum við Norður-Atlantshaf. Þar á meðal í raun Íslandi enda höfum við Íslendingar að sama skapi iðulega átt í deilum við sambandið varðandi veiðar úr deilistofnum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Sjávarútvegur Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Fram kemur í samkomulagi við Evrópusambandið um sjávarútvegsmál sem Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og þingmaður Viðreisnar, undirritaði á dögunum að komið verði á nánu samstarfi við sambandið varðandi stjórn veiða úr deilistofnum. Enn fremur segir að í því felist einnig samstarf á vettvangi strandríkja og innan svæðisbundinna fiskveiðistofnana með samræmingu á afstöðu fyrir fundi fyrir augum og mögulegar sameiginlegar tillögur. Hvergi var minnzt á þetta í fréttatilkynningu atvinnuvegaráðuneytisins um samkomulagið. Ég hef bent á það í fyrri skrifum mínum um málið að með þessu fái Evrópusambandið aðkomu til að mynda að ákvarðanatöku Íslands um veiðar á makríl í íslenzku efnahagslögsögunni sem engir samningar eru til staðar um. Enn fremur að með samræmingu á afstöðu Íslands við afstöðu sambandsins fyrir milliríkjafundi felizt aðlögun að stefnu þess í þessum efnum. Viðbrögð atvinnuvegaráðuneytisins við skrifum mínum voru á þá leið að hafna því að um aðlögun væri að ræða þrátt fyrir það sem beinlínis segir í samkomulaginu. Athygli vekur að ekkert er þar minnzt á umræddan hluta þess. Þá segir ráðuneytið að um sé að ræða að mörgu leyti sambærilegt samkomulag og Ísland hafi haft við Bretland í nokkur ár. Hvergi er í því samkomulagi hins vegar minnzt á samræmingu á afstöðu fyrir milliríkjafundi eða sameiginlegar tillögur. Talsvert snúið gæti jú reynzt að samræma afstöðu Íslands bæði við afstöðu Evrópusambandsins og Bretlands sem gjarnan hafa deilt um skiptingu deilistofna. Með samkomulagi Hönnu Katrínu eru íslenzk stjórnvöld þannig í reynd að taka sér stöðu með Evrópusambandinu gegn öðrum strandríkjum við Norður-Atlantshaf. Þar á meðal í raun Íslandi enda höfum við Íslendingar að sama skapi iðulega átt í deilum við sambandið varðandi veiðar úr deilistofnum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun