„Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Haraldur Örn Haraldsson skrifar 25. júlí 2025 20:48 Guðni Eiríksson er að gera mjög flotta hluti með FH-liðið. Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var ánægður með úrslit kvöldsins eftir 3-1 sigur gegn Fram í Bestu deild kvenna í fótbolta en hann hefði viljað fá fleiri mörk úr færunum sem FH skapaði sér. „Þetta var upp og ofan, fullt af jákvæðum hlutum, svo líka eitthvað sem var ekki nógu gott. Mér fannst við löngum köflum ráða lögum og lofum í þessum leik. Við stýrðum honum algjörlega og ótrúlegt að við skyldum ekki klára hann fyrr,“ sagði Guðni. „Það er jákvætt að koma sér í allar þessar stöður, en ekki nægilega gott á síðasta þriðjung vallarins. Fast leikatriði sem við fáum á okkur og þær komast inn í leikinn, sem var algjör óþarfi. Fram að því var þetta algjörlega í okkar höndum, en það er eins og það er,“ sagði Guðni. „Það er stundum smá púsl að fara aftur af stað eftir pásu, nýir leikmenn í liðinu og það er aðlögun og allt það. Þrjú stig og annað sætið, áfram gakk,“ sagði Guðni. Maya Lauren Hansen skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og hana langaði greinilega að skora þriðja markið. Guðni skipti henni hins vegar út af á 74. mínútu. „Það er bara að nýta bekkinn, og láta leikmenn fá mínútur í kroppinn. Það er stutt í næsta leik og hún skiptir FH liðinu gríðarlega miklu máli. Þannig við þurfum líka að hugsa út í það,“ sagði Guðni. FH fær mark á sig seint í leiknum úr aukaspyrnu þar sem varnarleikur þeirra leit ekki vel út. „Við töluðum um það fyrir leik, að halda fókus í föstum leikatriðum. Við vissum að Fram væri hættulegar úr föstum leikatriðum, og þær skora markið sitt þannig,“ sagði Guðni. „Þær fóru nú ekki oft í gegnum okkur, við vissum að þegar þær fá föst leikatriði þá koma þær boltanum svo sannarlega inn í teig. Þá þurftum við að vera vakandi og áttum að gera betur. Við áttum að vera löngu búnar að klára þennan leik, þannig það er eitthvað sem við skoðum og lögum fyrir næsta leik,“ sagði Guðni. FH er í öðru sæti deildarinnar eftir sigurinn aðeins þremur stigum á eftir Breiðablik sem er í toppsætinu. „Það er bara frábært að það skuli vera spenna í toppbaráttu kvenna megin. Það er svolítið langt síðan það hefur verið, og að það séu fleiri lið að slást um þetta en Breiðablik og Valur er jákvæð þróun. Vonandi verður það bara um ókomin ár,“ sagði Guðni. Besta deild kvenna FH Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Fleiri fréttir Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Sjá meira
„Þetta var upp og ofan, fullt af jákvæðum hlutum, svo líka eitthvað sem var ekki nógu gott. Mér fannst við löngum köflum ráða lögum og lofum í þessum leik. Við stýrðum honum algjörlega og ótrúlegt að við skyldum ekki klára hann fyrr,“ sagði Guðni. „Það er jákvætt að koma sér í allar þessar stöður, en ekki nægilega gott á síðasta þriðjung vallarins. Fast leikatriði sem við fáum á okkur og þær komast inn í leikinn, sem var algjör óþarfi. Fram að því var þetta algjörlega í okkar höndum, en það er eins og það er,“ sagði Guðni. „Það er stundum smá púsl að fara aftur af stað eftir pásu, nýir leikmenn í liðinu og það er aðlögun og allt það. Þrjú stig og annað sætið, áfram gakk,“ sagði Guðni. Maya Lauren Hansen skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og hana langaði greinilega að skora þriðja markið. Guðni skipti henni hins vegar út af á 74. mínútu. „Það er bara að nýta bekkinn, og láta leikmenn fá mínútur í kroppinn. Það er stutt í næsta leik og hún skiptir FH liðinu gríðarlega miklu máli. Þannig við þurfum líka að hugsa út í það,“ sagði Guðni. FH fær mark á sig seint í leiknum úr aukaspyrnu þar sem varnarleikur þeirra leit ekki vel út. „Við töluðum um það fyrir leik, að halda fókus í föstum leikatriðum. Við vissum að Fram væri hættulegar úr föstum leikatriðum, og þær skora markið sitt þannig,“ sagði Guðni. „Þær fóru nú ekki oft í gegnum okkur, við vissum að þegar þær fá föst leikatriði þá koma þær boltanum svo sannarlega inn í teig. Þá þurftum við að vera vakandi og áttum að gera betur. Við áttum að vera löngu búnar að klára þennan leik, þannig það er eitthvað sem við skoðum og lögum fyrir næsta leik,“ sagði Guðni. FH er í öðru sæti deildarinnar eftir sigurinn aðeins þremur stigum á eftir Breiðablik sem er í toppsætinu. „Það er bara frábært að það skuli vera spenna í toppbaráttu kvenna megin. Það er svolítið langt síðan það hefur verið, og að það séu fleiri lið að slást um þetta en Breiðablik og Valur er jákvæð þróun. Vonandi verður það bara um ókomin ár,“ sagði Guðni.
Besta deild kvenna FH Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Fleiri fréttir Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Sjá meira