Innlent

Sjálf­stæðis­flokkur sjaldan mælst minni

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum fjöllum við um glænýja könnun Maskínu um fylgi stjórnmálaflokkanna á þingi. 

Þar kemur glöggt í ljós að fylgi stjórnarandstöðuflokkanna Sjálfstæðis- og Miðflokks minnkaði umtalsvert á síðustu dögum þingsins, þegar umræðan um veiðigjöld stóð sem hæst. 

Sjálfstæðisflokkurinn hefur sjaldan mælst eins illa og nú um stundir og við ræðum við varaformann flokksins í fréttatímanum. 

Þá fjöllum við um verðbólguna sem hjaðnar lítið eitt í nýjustu mælingu Hagstofunar. Sérfræðingur segir þó engar líkur á því að stýrivextir verði lækkaðir á næstunni. 

Að auki fjöllum við um einmanaleikann og  um Gylfa Ægisson tónlistarmann sem er látinn, 78 ára að aldri. 

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 24. júlí 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×