Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 23. júlí 2025 22:12 Kári og Stefán Einar ræddu bókina 1984 í bókaklúbbi Spursmála á dögunum. Kári segir orð sem hann lét falla um meintar njósnir Amgen óheiðarleg. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson segir orð sem hann lét falla í bókaklúbbi Spursmála, stýrðum af Stefáni Einari Stefánssyni blaðamanni á dögunum, þar sem hann gaf í skyn að Amgen væri að njósna um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar, óvarleg og óheiðarleg. Stefán Einar stóð fyrir svokölluðum bókaklúbbi Spursmála fyrr í mánuðinum þar sem bókin 1984 eftir George Orwell var umfjöllunarefnið. Hann fékk til sín Kára Stefánsson fyrrverandi forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar til að ræða bókina. Misheppnaðar gríntilraunir og óheppilegt orðalag Síðan þá hafa birst fréttir á vef Mbl.is, þar sem haft er eftir Kára á bókaklúbbskvöldinu. Síðast í dag birtist frétt með fyrirsögninni „Óttast að Amgen njósni um starfsfólk sitt“. Amgen er móðurfyrirtæki Íslenskrar erfðagreiningar, en Kári lauk þar óvænt störfum í maí. Kári rekur málið í yfirlýsingu sem birtist sem skoðunargrein á Vísi í kvöld, þar sem hann segist meðal annars ekki hafa vitað að Stefán myndi „skreyta mbl.is með bitum af bókspjallinu á hverjum degi í heila viku.“ Hann segist hafa fallist á að koma í bókaklúbbinn vegna þess að hann grunaði að vettvangurinn yrði nýttur til að gagnrýna sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda á tímum Covid 19, sem varð síðar raunin. Umræðurnar hafi verið skemmtilegar og áhorfendur kurteisir. „Umræðurnar voru býsna málefnalegar fyrir utan nokkrar misheppnaðar tilraunir undirritaðs til þess að vera fyndinn og óheppilegt orðalag mitt þegar ég reyndi að beina athyglinni að þeim möguleikum sem fyrirtæki og stofnanir hafa til þess að fylgjast með starfsmönnum sínum á þann máta að líkist því sem lýst er í 1984,“ skrifar Kári. Segir þaggað niður í sér „Í hita umræðunnar um ráðstjórnina sem er lýst í bókinni sagði ég frá því að Amgen krafðist þess að allir starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar væru með fartölvu sem þeir útvega, svo kallaða Amgen tölvu. Þegar ég á sínum tíma spurði hvaða eiginleika Amgen tölvan hefði umfram aðrar tölvur fékk ég engin svör.“ Kári segist hafa dregið í efa að slík tölva myndi til að mynda gagnast starfsfólki eldhússins en mætt þöggun og honum sagt að allir starfsmenn, án undantekningar yrðu að eiga Amgen-tölvu. „Það var óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt í annars góðum samræðum að gefa það í skyn að Amgen gæti notað tölvurnar til þess að njósna. Ég hef ekkert í höndunum sem bendir til þess að Amgen hafi notað tölvurnar til þess að njósna eða hafi slíkt í huga og ég er handviss um að þeir standi í þeirri trú að svona tölva geri jafnvel kótiletturnar betri á bragið,“ skrifar Kári. Þá segist hann ekki hafa verið meðvitaður um að tal hans í bókaklúbbnum yrði að umfjöllunarefni á Mbl.is og að Stefán Einar hafi ekki borið neina af fréttunum sem hann skrifaði undir hann. Þá áréttir Kári að Amgen hafi gert mjög vel við starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar og hagað sér eins og fyrirtæki með háa siðferðisstaðla og mikla samfélagslega ábyrgð. Hann nefnir nokkur dæmi sér til stuðnings í lok greinarinnar. Íslensk erfðagreining Fjölmiðlar Bókmenntir Tengdar fréttir Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Kári Stefánsson segir það ekki hafa komið flatt upp á hann að honum skyldi vera sagt upp sem forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Spenna hefði ríkt milli hans og stjórnenda móðurfyrirtækisins um tíma. Hann segist ekki stefna að því að setjast í helgan stein og segir mörg verkefni bíða hans, þeirra á meðal að læra að prjóna sokka. 5. maí 2025 19:43 Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Kári Stefánsson, stofnandi og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur látið af störfum sem forstjóri hjá fyrirtækinu. Unnur Þorsteinsdóttir og Patrik Sulem taka við sem nýir framkvæmdastjórar Íslenskrar erfðagreiningar. 2. maí 2025 08:34 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Stefán Einar stóð fyrir svokölluðum bókaklúbbi Spursmála fyrr í mánuðinum þar sem bókin 1984 eftir George Orwell var umfjöllunarefnið. Hann fékk til sín Kára Stefánsson fyrrverandi forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar til að ræða bókina. Misheppnaðar gríntilraunir og óheppilegt orðalag Síðan þá hafa birst fréttir á vef Mbl.is, þar sem haft er eftir Kára á bókaklúbbskvöldinu. Síðast í dag birtist frétt með fyrirsögninni „Óttast að Amgen njósni um starfsfólk sitt“. Amgen er móðurfyrirtæki Íslenskrar erfðagreiningar, en Kári lauk þar óvænt störfum í maí. Kári rekur málið í yfirlýsingu sem birtist sem skoðunargrein á Vísi í kvöld, þar sem hann segist meðal annars ekki hafa vitað að Stefán myndi „skreyta mbl.is með bitum af bókspjallinu á hverjum degi í heila viku.“ Hann segist hafa fallist á að koma í bókaklúbbinn vegna þess að hann grunaði að vettvangurinn yrði nýttur til að gagnrýna sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda á tímum Covid 19, sem varð síðar raunin. Umræðurnar hafi verið skemmtilegar og áhorfendur kurteisir. „Umræðurnar voru býsna málefnalegar fyrir utan nokkrar misheppnaðar tilraunir undirritaðs til þess að vera fyndinn og óheppilegt orðalag mitt þegar ég reyndi að beina athyglinni að þeim möguleikum sem fyrirtæki og stofnanir hafa til þess að fylgjast með starfsmönnum sínum á þann máta að líkist því sem lýst er í 1984,“ skrifar Kári. Segir þaggað niður í sér „Í hita umræðunnar um ráðstjórnina sem er lýst í bókinni sagði ég frá því að Amgen krafðist þess að allir starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar væru með fartölvu sem þeir útvega, svo kallaða Amgen tölvu. Þegar ég á sínum tíma spurði hvaða eiginleika Amgen tölvan hefði umfram aðrar tölvur fékk ég engin svör.“ Kári segist hafa dregið í efa að slík tölva myndi til að mynda gagnast starfsfólki eldhússins en mætt þöggun og honum sagt að allir starfsmenn, án undantekningar yrðu að eiga Amgen-tölvu. „Það var óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt í annars góðum samræðum að gefa það í skyn að Amgen gæti notað tölvurnar til þess að njósna. Ég hef ekkert í höndunum sem bendir til þess að Amgen hafi notað tölvurnar til þess að njósna eða hafi slíkt í huga og ég er handviss um að þeir standi í þeirri trú að svona tölva geri jafnvel kótiletturnar betri á bragið,“ skrifar Kári. Þá segist hann ekki hafa verið meðvitaður um að tal hans í bókaklúbbnum yrði að umfjöllunarefni á Mbl.is og að Stefán Einar hafi ekki borið neina af fréttunum sem hann skrifaði undir hann. Þá áréttir Kári að Amgen hafi gert mjög vel við starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar og hagað sér eins og fyrirtæki með háa siðferðisstaðla og mikla samfélagslega ábyrgð. Hann nefnir nokkur dæmi sér til stuðnings í lok greinarinnar.
Íslensk erfðagreining Fjölmiðlar Bókmenntir Tengdar fréttir Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Kári Stefánsson segir það ekki hafa komið flatt upp á hann að honum skyldi vera sagt upp sem forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Spenna hefði ríkt milli hans og stjórnenda móðurfyrirtækisins um tíma. Hann segist ekki stefna að því að setjast í helgan stein og segir mörg verkefni bíða hans, þeirra á meðal að læra að prjóna sokka. 5. maí 2025 19:43 Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Kári Stefánsson, stofnandi og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur látið af störfum sem forstjóri hjá fyrirtækinu. Unnur Þorsteinsdóttir og Patrik Sulem taka við sem nýir framkvæmdastjórar Íslenskrar erfðagreiningar. 2. maí 2025 08:34 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Kári Stefánsson segir það ekki hafa komið flatt upp á hann að honum skyldi vera sagt upp sem forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Spenna hefði ríkt milli hans og stjórnenda móðurfyrirtækisins um tíma. Hann segist ekki stefna að því að setjast í helgan stein og segir mörg verkefni bíða hans, þeirra á meðal að læra að prjóna sokka. 5. maí 2025 19:43
Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Kári Stefánsson, stofnandi og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur látið af störfum sem forstjóri hjá fyrirtækinu. Unnur Þorsteinsdóttir og Patrik Sulem taka við sem nýir framkvæmdastjórar Íslenskrar erfðagreiningar. 2. maí 2025 08:34