Fótbolti

Sæ­var Atli kom Brann yfir en niður­staðan slæmur skellur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sævar Atli Magnússon var á skotskónum með Brann í Sambandsdeildinni.
Sævar Atli Magnússon var á skotskónum með Brann í Sambandsdeildinni. Getty/Alex Nicodim

Íslendingaliðið Brann er í slæmum málum í undankeppni Meistaradeildarinnar eftir slæmt tap á heimavelli í kvöld.

Brann tapaði 1-4 á móti austurríska félaginu Salzburg.

Sævar Atli Magnússon kom Brann yfir í fyrri hálfleik en Salzburg sneri leiknum með tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla eftir um klukkutíma leik.

Austurríkismennirnir bættu síðan við tveimur mörkum á lokamínútum leiksins og eru komnir með annan fótinn í næstu umferð.

Freyr Alexandersson, þjálfari Brann, þarf að kafa djúpt til að finna lausnir fyrir seinni leikinn í Austurríki.

Hann var með tvo Íslendinga í byrjunarliði sínu eða þá Eggert Aron Guðmundsson og Sævar Atla.

Sævar Atli var tekinn af velli á 76. mínútu en Eggert spilaði allan leikinn.

Sævar skoraði markið sitt á tuttugustu mínútu með hægri fótar skoti fyrir utan teig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×