Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 23. júlí 2025 18:16 Sigurður Guðjón Gíslason er formaður Landeigendafélags Hrauns segir aðgengi ferðamanna að gosinu í miklu betri farvegi en í fyrri gosum. Egill Aðalsteinsson Rafmagnshliði verður á næstu dögum komið fyrir á slóðanum að eldstöðvunum á Sundhnúksgígaröðinni og einungis bílum viðbragðsaðila og ferðaþjónustufyrirtækisins Icelandia hleypt inn. Formaður Landeigendafélagsins Hrauns segir forgangsmál að viðbragðsaðilar geti verið með skjótt viðbragð og því skipti máli að bílaumferð um slóðann sé ekki of þung. Mikill fjöldi fólks leggur leið sína upp að gosstöðvunum þessa dagana. Í gær mættu nærri fjögur þúsund manns til að berja eldgosið augum. Þægilegasta leiðin að gosinu er sú að leggja á sama bílastæði og við eldgosið í Fagradalsfjalli árið 2021, sem er á gjaldsvæði P1, og ganga síðan slóða í eigu landeigenda á svæðinu að gosinu. Slóðinn er rúmlega þrír kílómetrar að lengd. Ganga og aka einbreiðan veg Sigurður Guðjón Gíslason formaður Landeigendafélagsins Hrauns segir í samtali við fréttastofu að litlu hefði mátt muna að bílastæðið fylltist í gær. Eigendur slóðans hafa gert samning við ferðaþjónustufyrirtækið Icelandia sem felur í sér að ferðamönnum er ekið með jeppum fyrirtækisins alveg upp að gosstöðvunum og til baka. „Það vilja allir komast inn á þennan slóða sem Icelandia er að keyra. Og vilja bara almennt komast nær þessu. Svo er nóg að gera á bílastæðinu sem verður til þess að við þurfum að uppfæra merkingar. Það er alltaf eitthvað nýtt,“ segir Sigurður í samtali við fréttastofu. Umferð eftir slóðanum sé þung, eftir honum aki jeppar Icelandia og viðbragðsaðilar meðan fjöldi vegfarenda gangi slóðann. Landeigendurnir hafi því brugðið á það ráð að koma upp rafmagnshliði til að stýra aðgangi að stöðvunum. „Ekki hugsaður fyrir gangandi umferð“ Einungis bílum Icelandia og viðbragðsaðilum er heimilaður aðgangur um slóðann. Fréttamenn og ljósmyndarar eru ekki meðal þeirra sem fá aðgang að slóðanum endurgjaldslaust en Sigurður heldur því til haga að hingað til hafi enginn greitt fyrir að aka hann. Eftir að rafmagnshliðinu verður komið upp verði möguleiki á að semja við aðra aðila í tengslum við sérhæfð verkefni, til að mynda kvikmyndaverkefni, um að fá aðgang að veginum en þó gegn umsýslugjaldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu kosta afnot af slóðanum í eitt skipti allt að 20 þúsund krónur. Sigurður segir meginmarkmiðið með samstarfinu með Icelandia sé að gefa fólki sem getur ekki gengið að stöðvunum tækifæri til að sjá eldgosið. „Þessi slóði var náttúrlega ekki hugsaður fyrir gangandi umferð. Þegar byrjaði að gjósa í Fagradalsfjalli á sínum tíma var þetta okkar tillaga að keyrsluleið upp fjallið,“ segir Sigurður. Sú tillaga hafi raungerst í núverandi gosi, það sé heppilega staðsett. „Þannig að þetta er svolítið vand með farið á einbreiðum vegi,“ segir Sigurður. Þrátt fyrir skilti og merkingar hafi vegfarendur undanfarna daga ekið slóðann sem nú er einungis ætlaður bílum á vegum Icelandia. Þess vegna sé mikilvægt að koma upp rafmagnshliði. Eigendurnir séu í stöðugu samtali við lögreglu og viðbragðsaðila um hversu mikla umferð vegurinn ræður við svo hann teljist öruggur. „Fyrst og síðast þurfa viðbragðsaðilar að treysta sér til að vera með gott viðbragð þarna uppi eftir. Það er mjög erfitt ef það eru þrír, fjórir bílar að keyra á móti þeim í hvert skipi sem þeir eru að fara upp eftir,“ útskýrir Sigurður. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Jörð með gjósandi eldfjalli fæst keypt fyrir rétt verð Núna er hægt að kaupa gjósandi eldfjall. Landeigendur gosstöðvanna í Fagradalsfjalli segja jörðina eða hluta hennar fala fyrir rétt verð og eru þegar komnir með tilboð. 6. maí 2021 21:41 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Mikill fjöldi fólks leggur leið sína upp að gosstöðvunum þessa dagana. Í gær mættu nærri fjögur þúsund manns til að berja eldgosið augum. Þægilegasta leiðin að gosinu er sú að leggja á sama bílastæði og við eldgosið í Fagradalsfjalli árið 2021, sem er á gjaldsvæði P1, og ganga síðan slóða í eigu landeigenda á svæðinu að gosinu. Slóðinn er rúmlega þrír kílómetrar að lengd. Ganga og aka einbreiðan veg Sigurður Guðjón Gíslason formaður Landeigendafélagsins Hrauns segir í samtali við fréttastofu að litlu hefði mátt muna að bílastæðið fylltist í gær. Eigendur slóðans hafa gert samning við ferðaþjónustufyrirtækið Icelandia sem felur í sér að ferðamönnum er ekið með jeppum fyrirtækisins alveg upp að gosstöðvunum og til baka. „Það vilja allir komast inn á þennan slóða sem Icelandia er að keyra. Og vilja bara almennt komast nær þessu. Svo er nóg að gera á bílastæðinu sem verður til þess að við þurfum að uppfæra merkingar. Það er alltaf eitthvað nýtt,“ segir Sigurður í samtali við fréttastofu. Umferð eftir slóðanum sé þung, eftir honum aki jeppar Icelandia og viðbragðsaðilar meðan fjöldi vegfarenda gangi slóðann. Landeigendurnir hafi því brugðið á það ráð að koma upp rafmagnshliði til að stýra aðgangi að stöðvunum. „Ekki hugsaður fyrir gangandi umferð“ Einungis bílum Icelandia og viðbragðsaðilum er heimilaður aðgangur um slóðann. Fréttamenn og ljósmyndarar eru ekki meðal þeirra sem fá aðgang að slóðanum endurgjaldslaust en Sigurður heldur því til haga að hingað til hafi enginn greitt fyrir að aka hann. Eftir að rafmagnshliðinu verður komið upp verði möguleiki á að semja við aðra aðila í tengslum við sérhæfð verkefni, til að mynda kvikmyndaverkefni, um að fá aðgang að veginum en þó gegn umsýslugjaldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu kosta afnot af slóðanum í eitt skipti allt að 20 þúsund krónur. Sigurður segir meginmarkmiðið með samstarfinu með Icelandia sé að gefa fólki sem getur ekki gengið að stöðvunum tækifæri til að sjá eldgosið. „Þessi slóði var náttúrlega ekki hugsaður fyrir gangandi umferð. Þegar byrjaði að gjósa í Fagradalsfjalli á sínum tíma var þetta okkar tillaga að keyrsluleið upp fjallið,“ segir Sigurður. Sú tillaga hafi raungerst í núverandi gosi, það sé heppilega staðsett. „Þannig að þetta er svolítið vand með farið á einbreiðum vegi,“ segir Sigurður. Þrátt fyrir skilti og merkingar hafi vegfarendur undanfarna daga ekið slóðann sem nú er einungis ætlaður bílum á vegum Icelandia. Þess vegna sé mikilvægt að koma upp rafmagnshliði. Eigendurnir séu í stöðugu samtali við lögreglu og viðbragðsaðila um hversu mikla umferð vegurinn ræður við svo hann teljist öruggur. „Fyrst og síðast þurfa viðbragðsaðilar að treysta sér til að vera með gott viðbragð þarna uppi eftir. Það er mjög erfitt ef það eru þrír, fjórir bílar að keyra á móti þeim í hvert skipi sem þeir eru að fara upp eftir,“ útskýrir Sigurður. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Jörð með gjósandi eldfjalli fæst keypt fyrir rétt verð Núna er hægt að kaupa gjósandi eldfjall. Landeigendur gosstöðvanna í Fagradalsfjalli segja jörðina eða hluta hennar fala fyrir rétt verð og eru þegar komnir með tilboð. 6. maí 2021 21:41 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Jörð með gjósandi eldfjalli fæst keypt fyrir rétt verð Núna er hægt að kaupa gjósandi eldfjall. Landeigendur gosstöðvanna í Fagradalsfjalli segja jörðina eða hluta hennar fala fyrir rétt verð og eru þegar komnir með tilboð. 6. maí 2021 21:41