Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. júlí 2025 14:30 Vilhjálmur Árnason er hugsi yfir alþjóðlegri vernd þeirra sem endurtekið komist í kast við lögin eða ógni öryggi og friði samborgara sinna. Vísir/Anton/Sigurjón Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að vísa ætti palestínskum karlmanni sem skvetti rauðri málningu á ljósmyndara í gær úr landi. Þingmaðurinn telur að fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um afturköllun alþjóðlegrar verndar vegna alvarlegra glæpa þurfi að ganga lengra og ná til þeirra sem ógni öryggi og friði samborgara sinna. Uppi varð fótur og fit við utanríkisráðuneytið þar sem mótmælandi úr hópnum Ísland-Palestína skvetti rauðri málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins sem var þar við störf. Ljósmyndarinn hyggst kæra skvettarann til lögreglu. „Ég reikna með því að kæra þetta mál. Prinsipplega getum við ekki látið þetta yfir okkur ganga sem stétt,“ segir Eyþór Árnason ljósmyndari í samtali við fréttastofu. Sá heitir Naji Asar og kom til Íslands frá Grikklandi sumarið 2021 þaðan sem hann flúði nokkru áður frá Palestínu. Fram kom í viðtali við hann í desember 2023 að hann flúði Gasa árið 2018 ásamt föður sínum og þremur frændum á grunnskólaaldri. Þá stóð hann fyrir tjaldbúðum ásamt fleiri Palestínumönnum á Austurvelli og kölluðu eftir því að stjórnvöld beittu sér fyrir því að fjölskyldumeðlimir hans, sem hefðu fengið dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar, kæmust til Íslands. Fjölmargir hafa fordæmt skvettu Asar í gær, samtökin Ísland-Palestína hafa harmað atvikið í yfirlýsingu auk þess sem Blaðamannafélag Íslands og Blaðaljósmyndarafélag Íslands hafa sagt gjörningin skelfilegan. Asar hefur sagt á Instagram að um brandara hafi verið að ræða hjá Palestínumanni, föstum á Íslandi, sem þrái ekkert heitar en að geta lifað eðlilegu lífi í Palestínu. Tilefni skvettunnar virðist hafa verið ósætti við umfjöllun Morgunblaðsins um ástandið á Gasa. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir grafalvarlegt þegar ráðist sé á fjölmiðlamenn. „Slík framkoma er árás á tjáningarfrelsið og það lýðræðissamfélag sem Ísland svo sannarlega er,“ segir Vilhjálmur. „Í þessu tilfelli er um að ræða palestínskan flóttamann sem hefur áður viðurkennt að hafa verið handtekinn í tengslum við mótmæli, og nú hefur hann aftur brotið alvarlega af sér. Slíkt er ekki aðeins brot á lögum, það er algjör vanvirðing við þau gildi sem við byggjum íslenskt samfélag á.“ Vísar Vilhjálmur til þess að Asar hefur áður verið handtekinn vegna mótmæla hér á landi. „Þegar fólk fær að njóta þeirra forréttinda að fá vernd í einu friðsælasta og frjálslyndasta samfélagi heims, þá fylgir því einnig sú skylda að virða lög og reglur og taka þátt í samfélaginu af ábyrgð. Þeir sem ekki treysta sér til þess, eiga ekki að njóta áframhaldandi verndar.“ Vilhjálmur telur ljóst að samfélagið þurfi að setja skýrari mörk, löggjöf og framkvæmd hennar þurfi að vera skýrari og ákveðnari. Vísar hann til væntanlegs frumvarps dómsmálaráðherra þess efnis að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd þegar fólk brjóti alvarlega af sér hér á landi. Það sé ekki nóg. „Við verðum að ganga lengra en fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra gerir ráð fyrir. Þegar Alþingi kemur saman að nýju verður að endurskoða reglur um dvalarleyfi þeirra sem brjóta af sér, þannig að hægt verði að vísa þeim úr landi. Ekki aðeins þegar um er að ræða verstu glæpi, heldur einnig þegar menn ógna öryggi og friði samborgara sinna. Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar.“ Lögreglumál Hælisleitendur Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Uppi varð fótur og fit við utanríkisráðuneytið þar sem mótmælandi úr hópnum Ísland-Palestína skvetti rauðri málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins sem var þar við störf. Ljósmyndarinn hyggst kæra skvettarann til lögreglu. „Ég reikna með því að kæra þetta mál. Prinsipplega getum við ekki látið þetta yfir okkur ganga sem stétt,“ segir Eyþór Árnason ljósmyndari í samtali við fréttastofu. Sá heitir Naji Asar og kom til Íslands frá Grikklandi sumarið 2021 þaðan sem hann flúði nokkru áður frá Palestínu. Fram kom í viðtali við hann í desember 2023 að hann flúði Gasa árið 2018 ásamt föður sínum og þremur frændum á grunnskólaaldri. Þá stóð hann fyrir tjaldbúðum ásamt fleiri Palestínumönnum á Austurvelli og kölluðu eftir því að stjórnvöld beittu sér fyrir því að fjölskyldumeðlimir hans, sem hefðu fengið dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar, kæmust til Íslands. Fjölmargir hafa fordæmt skvettu Asar í gær, samtökin Ísland-Palestína hafa harmað atvikið í yfirlýsingu auk þess sem Blaðamannafélag Íslands og Blaðaljósmyndarafélag Íslands hafa sagt gjörningin skelfilegan. Asar hefur sagt á Instagram að um brandara hafi verið að ræða hjá Palestínumanni, föstum á Íslandi, sem þrái ekkert heitar en að geta lifað eðlilegu lífi í Palestínu. Tilefni skvettunnar virðist hafa verið ósætti við umfjöllun Morgunblaðsins um ástandið á Gasa. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir grafalvarlegt þegar ráðist sé á fjölmiðlamenn. „Slík framkoma er árás á tjáningarfrelsið og það lýðræðissamfélag sem Ísland svo sannarlega er,“ segir Vilhjálmur. „Í þessu tilfelli er um að ræða palestínskan flóttamann sem hefur áður viðurkennt að hafa verið handtekinn í tengslum við mótmæli, og nú hefur hann aftur brotið alvarlega af sér. Slíkt er ekki aðeins brot á lögum, það er algjör vanvirðing við þau gildi sem við byggjum íslenskt samfélag á.“ Vísar Vilhjálmur til þess að Asar hefur áður verið handtekinn vegna mótmæla hér á landi. „Þegar fólk fær að njóta þeirra forréttinda að fá vernd í einu friðsælasta og frjálslyndasta samfélagi heims, þá fylgir því einnig sú skylda að virða lög og reglur og taka þátt í samfélaginu af ábyrgð. Þeir sem ekki treysta sér til þess, eiga ekki að njóta áframhaldandi verndar.“ Vilhjálmur telur ljóst að samfélagið þurfi að setja skýrari mörk, löggjöf og framkvæmd hennar þurfi að vera skýrari og ákveðnari. Vísar hann til væntanlegs frumvarps dómsmálaráðherra þess efnis að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd þegar fólk brjóti alvarlega af sér hér á landi. Það sé ekki nóg. „Við verðum að ganga lengra en fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra gerir ráð fyrir. Þegar Alþingi kemur saman að nýju verður að endurskoða reglur um dvalarleyfi þeirra sem brjóta af sér, þannig að hægt verði að vísa þeim úr landi. Ekki aðeins þegar um er að ræða verstu glæpi, heldur einnig þegar menn ógna öryggi og friði samborgara sinna. Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar.“
Lögreglumál Hælisleitendur Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira