„Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. júlí 2025 19:01 Unnar segir lögreglu fylgjast vel með leigubílamarkaðnum. Lögregla biðlar til almennings um að blanda sér ekki í mál lögreglu og treysta henni til þess að sinna sínum verkefnum. Tilefnið er hópur manna sem kennir sig við Skjöld Íslands sem segir yfirvöld sýna andvaraleysi þegar kemur að leigubílamarkaðnum og hælisleitendum. Greint var frá því í gær að hópur karlmanna sem sumir eiga að baki þunga dóma fyrir ofbeldi hafi tekið sig saman og stofnað samtökin Skjöld Íslands. Þeir segjast komnir með nóg af andvaraleysi stjórnvalda vegna hælisleitendamála og leigubílamarkaðarins og héldu þeir einkennisklæddir í eftirlitsgöngu um miðbæ Reykjavíkur á föstudagskvöld. Samnefndur Facebook hópur telur um 1200 meðlimi og er einn stjórnenda hópsins Sveinn Hjörtur Guðfinnsson fyrrum kosningastjóri Lýðræðisflokksins. Meðlimir hópsins hafa hafnað því að veita fréttastofu viðtöl þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Lögregla sagði í dag í svörum til fréttastofu að um varhugaverða þróun væri að ræða. s Fylgjast vel með stöðunni Unnar Már Ástþórsson varðstjóri segir lögreglu fylgjast vel með stöðunni á leigubílamarkaðnum. „Og við hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því. Það getur vel verið að fólk finnist það að við þurfum að gera eitthvað betur og þá bara tökum við það til okkar og reynum að gera betur.“ Lögregla geri auk þess ýmislegt sem ekki sé mikið í opinberri umfjöllun. „Í fyrra gerðum við tvær eftirlitsferðir á þessum hópi sem kom alveg í ljós að hlutirnir voru kannski ekki alveg eins og við vildum hafa þá og leigubílstjórar brugðust við því, flestir og lagfærðu sína hluti.“ Þá fullyrti hópurinn að meðlimir hans hefðu heyrt ótal sögur um brot leigubílstjóra sem aldrei hefðu ratað til lögreglu. Unnar hvetur fólk til að leita ávallt til lögreglu. „Af því við þurfum þá að vinna með það með öðrum stofnunum og útgefenda leyfis sem er þá Samgöngustofa.“ Þá lýstu þeir því að þeir hefðu tekið eftir manni með langt sverð á Ingólfstorgi og sögðu þeir lögreglu ekkert hafa aðhafst vegna mannsins, sem er af erlendu bergi brotinn. Unnar segir lögreglu hafa fylgst vel með manninum. „Hann var ekki með sverð, við getum staðfest það. Hann var hinsvegar með áhald sem hann var að leika listir sínar með, sem hann notaði ekki gegn neinum, áreitti ekki neinn og hafði ekki samskipti við neinn á meðan við vorum þarna og höfðum eftirlit með svæðinu sem hann var á.“ Lögreglumál Lögreglan Tengdar fréttir Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Baráttukonur fyrir réttindum minnihlutahópa eru þungt hugsi yfir hópi karlmanna sem ætli að standa vörð um framtíð Íslands. Þær óttast frekar um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur vitandi af dæmdum ofbeldismönnum á vappi um göturnar sem segist ætla að vernda fólk. 21. júlí 2025 16:56 Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það varhugaverða þróun ef einstaka hópar telja sig hafa umboð til þess að ganga í störf lögreglu. Afbrotafræðingur segir fréttir af stofnun hóps sem kennir sig við Skjöld Íslands sýna að útlendingaandúð fari vaxandi á Íslandi, slíkt geti aldrei endað vel. 22. júlí 2025 12:00 Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Hópur karlmanna sem sumir eiga að baki þunga dóma fyrir ofbeldi hafa tekið sig saman og stofnað samtökin Skjöld Íslands. Þeir segjast vera komnir með nóg af andvaraleysi stjórnvalda þegar komi að leigubílamarkaðnum og hælisleitendum. Þeir viti vel af fortíð sinni en vilji standa vaktina í að gæta að framtíð Íslands. 21. júlí 2025 15:24 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Greint var frá því í gær að hópur karlmanna sem sumir eiga að baki þunga dóma fyrir ofbeldi hafi tekið sig saman og stofnað samtökin Skjöld Íslands. Þeir segjast komnir með nóg af andvaraleysi stjórnvalda vegna hælisleitendamála og leigubílamarkaðarins og héldu þeir einkennisklæddir í eftirlitsgöngu um miðbæ Reykjavíkur á föstudagskvöld. Samnefndur Facebook hópur telur um 1200 meðlimi og er einn stjórnenda hópsins Sveinn Hjörtur Guðfinnsson fyrrum kosningastjóri Lýðræðisflokksins. Meðlimir hópsins hafa hafnað því að veita fréttastofu viðtöl þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Lögregla sagði í dag í svörum til fréttastofu að um varhugaverða þróun væri að ræða. s Fylgjast vel með stöðunni Unnar Már Ástþórsson varðstjóri segir lögreglu fylgjast vel með stöðunni á leigubílamarkaðnum. „Og við hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því. Það getur vel verið að fólk finnist það að við þurfum að gera eitthvað betur og þá bara tökum við það til okkar og reynum að gera betur.“ Lögregla geri auk þess ýmislegt sem ekki sé mikið í opinberri umfjöllun. „Í fyrra gerðum við tvær eftirlitsferðir á þessum hópi sem kom alveg í ljós að hlutirnir voru kannski ekki alveg eins og við vildum hafa þá og leigubílstjórar brugðust við því, flestir og lagfærðu sína hluti.“ Þá fullyrti hópurinn að meðlimir hans hefðu heyrt ótal sögur um brot leigubílstjóra sem aldrei hefðu ratað til lögreglu. Unnar hvetur fólk til að leita ávallt til lögreglu. „Af því við þurfum þá að vinna með það með öðrum stofnunum og útgefenda leyfis sem er þá Samgöngustofa.“ Þá lýstu þeir því að þeir hefðu tekið eftir manni með langt sverð á Ingólfstorgi og sögðu þeir lögreglu ekkert hafa aðhafst vegna mannsins, sem er af erlendu bergi brotinn. Unnar segir lögreglu hafa fylgst vel með manninum. „Hann var ekki með sverð, við getum staðfest það. Hann var hinsvegar með áhald sem hann var að leika listir sínar með, sem hann notaði ekki gegn neinum, áreitti ekki neinn og hafði ekki samskipti við neinn á meðan við vorum þarna og höfðum eftirlit með svæðinu sem hann var á.“
Lögreglumál Lögreglan Tengdar fréttir Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Baráttukonur fyrir réttindum minnihlutahópa eru þungt hugsi yfir hópi karlmanna sem ætli að standa vörð um framtíð Íslands. Þær óttast frekar um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur vitandi af dæmdum ofbeldismönnum á vappi um göturnar sem segist ætla að vernda fólk. 21. júlí 2025 16:56 Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það varhugaverða þróun ef einstaka hópar telja sig hafa umboð til þess að ganga í störf lögreglu. Afbrotafræðingur segir fréttir af stofnun hóps sem kennir sig við Skjöld Íslands sýna að útlendingaandúð fari vaxandi á Íslandi, slíkt geti aldrei endað vel. 22. júlí 2025 12:00 Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Hópur karlmanna sem sumir eiga að baki þunga dóma fyrir ofbeldi hafa tekið sig saman og stofnað samtökin Skjöld Íslands. Þeir segjast vera komnir með nóg af andvaraleysi stjórnvalda þegar komi að leigubílamarkaðnum og hælisleitendum. Þeir viti vel af fortíð sinni en vilji standa vaktina í að gæta að framtíð Íslands. 21. júlí 2025 15:24 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Baráttukonur fyrir réttindum minnihlutahópa eru þungt hugsi yfir hópi karlmanna sem ætli að standa vörð um framtíð Íslands. Þær óttast frekar um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur vitandi af dæmdum ofbeldismönnum á vappi um göturnar sem segist ætla að vernda fólk. 21. júlí 2025 16:56
Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það varhugaverða þróun ef einstaka hópar telja sig hafa umboð til þess að ganga í störf lögreglu. Afbrotafræðingur segir fréttir af stofnun hóps sem kennir sig við Skjöld Íslands sýna að útlendingaandúð fari vaxandi á Íslandi, slíkt geti aldrei endað vel. 22. júlí 2025 12:00
Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Hópur karlmanna sem sumir eiga að baki þunga dóma fyrir ofbeldi hafa tekið sig saman og stofnað samtökin Skjöld Íslands. Þeir segjast vera komnir með nóg af andvaraleysi stjórnvalda þegar komi að leigubílamarkaðnum og hælisleitendum. Þeir viti vel af fortíð sinni en vilji standa vaktina í að gæta að framtíð Íslands. 21. júlí 2025 15:24