Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. júlí 2025 16:51 Tekist er á um andgyðingslega hegðun og stjórnarskrárvarinn rétt. EPA Fulltrúar ríkisstjórnar Bandaríkjanna og Harvard háskólans fóru fyrir alríkisdómara í dag vegna ákvörðunar stjórnarinnar um að frysta fjárframlög til skólans. Rökstuðningurinn er að fulltrúar Harvard hafi leyft andgyðingslega hegðun á skólalóð sinni. Málið fór fyrir alríkisdómara í Boston í dag en báðar hliðar óska eftir því að málið verði fellt niður þeim í hag og sleppa þannig við réttarhöld vegna málsins. Það hófst í lok mars þegar ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta sakaði fulltrúa Harvard um að leyfa andgyðingslega hegðun á skólalóð sinni eftir að nemendur mótmæltu árásum Ísraela á Gasaströndina. Ríkisstjórnin hótaði að endurskoða níu milljarða dollara framlag til skólans, sem samsvarar rúmri billjón íslenskra króna. Hún setti þá skólanum einnig skilyrði, líkt og að hætta að taka inn nemendur eftir aðferðum byggðum á jöfnu aðgengi nemenda af mismunandi kynþáttum. Auk þess áttu stjórnendur skólans að hætta öllum verkefnum sem tengjast fjölbreytni, jöfnuði og innlimun, sem eru sérstök verkefni í þágu minnihlutahópa, og tilkynna átti alla nemendur sem voru andsnúnir „bandarískum gildum.“ Harvard neitaði að fara að þessum skilyrðum og kærðu stjórnvöld vegna þess. Ríkisstjórnin frysti því framlag stjórnvalda sem nýtt er í rannsóknir og tóku úr gildi heimild hans til að taka við nemendum sem koma erlendis frá. Nemendurnir áttu að finna sér annan skóla eða eiga í hættu á að missa landvistarleyfi sitt. Alríkisdómari felldi ákvörðunina úr gildi með bráðabirgðaákvæði á meðan málið færi fyrir dómstóla. Samkvæmt umfjöllun New York Times getur úrskurður í málinu haft áhrif á hlutverk stjórnvalda Bandaríkjanna gagnvart háskólum landsins til frambúðar. Ekki liggur fyrir hvenær greint verði frá úrskurði dómarans en Harvard óskaði eftir niðurstöðu fyrir september þar sem að fylla þarf út ákveðin skjöl til að sækja um rannsóknarstyrki fyrir þann tíma. Stóra spurningin í málinu sé hvort að ríkisstjórnin hafi brotið einhverjar reglur með því að frysta framlagið til skólans eða hvort skólinn hafi í raun verið að leyfa andgyðingslega hegðun á skólalóðinni. Fyrir dómi sagði lögfræðingur háskólans að ríkisstjórnin væri að brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti þeirra, samkvæmt fyrstu grein stjórnarskrá Bandaríkjanna. Í henni segir meðal annars að bandaríska þingið megi ekki setja lög sem brjóti gegn málfrelsi einstaklingsins né rétt fólks til að koma friðsamlega saman og biðja stjórnvöld um úrbætur. Bandaríkin Háskólar Skóla- og menntamál Donald Trump Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Málið fór fyrir alríkisdómara í Boston í dag en báðar hliðar óska eftir því að málið verði fellt niður þeim í hag og sleppa þannig við réttarhöld vegna málsins. Það hófst í lok mars þegar ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta sakaði fulltrúa Harvard um að leyfa andgyðingslega hegðun á skólalóð sinni eftir að nemendur mótmæltu árásum Ísraela á Gasaströndina. Ríkisstjórnin hótaði að endurskoða níu milljarða dollara framlag til skólans, sem samsvarar rúmri billjón íslenskra króna. Hún setti þá skólanum einnig skilyrði, líkt og að hætta að taka inn nemendur eftir aðferðum byggðum á jöfnu aðgengi nemenda af mismunandi kynþáttum. Auk þess áttu stjórnendur skólans að hætta öllum verkefnum sem tengjast fjölbreytni, jöfnuði og innlimun, sem eru sérstök verkefni í þágu minnihlutahópa, og tilkynna átti alla nemendur sem voru andsnúnir „bandarískum gildum.“ Harvard neitaði að fara að þessum skilyrðum og kærðu stjórnvöld vegna þess. Ríkisstjórnin frysti því framlag stjórnvalda sem nýtt er í rannsóknir og tóku úr gildi heimild hans til að taka við nemendum sem koma erlendis frá. Nemendurnir áttu að finna sér annan skóla eða eiga í hættu á að missa landvistarleyfi sitt. Alríkisdómari felldi ákvörðunina úr gildi með bráðabirgðaákvæði á meðan málið færi fyrir dómstóla. Samkvæmt umfjöllun New York Times getur úrskurður í málinu haft áhrif á hlutverk stjórnvalda Bandaríkjanna gagnvart háskólum landsins til frambúðar. Ekki liggur fyrir hvenær greint verði frá úrskurði dómarans en Harvard óskaði eftir niðurstöðu fyrir september þar sem að fylla þarf út ákveðin skjöl til að sækja um rannsóknarstyrki fyrir þann tíma. Stóra spurningin í málinu sé hvort að ríkisstjórnin hafi brotið einhverjar reglur með því að frysta framlagið til skólans eða hvort skólinn hafi í raun verið að leyfa andgyðingslega hegðun á skólalóðinni. Fyrir dómi sagði lögfræðingur háskólans að ríkisstjórnin væri að brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti þeirra, samkvæmt fyrstu grein stjórnarskrá Bandaríkjanna. Í henni segir meðal annars að bandaríska þingið megi ekki setja lög sem brjóti gegn málfrelsi einstaklingsins né rétt fólks til að koma friðsamlega saman og biðja stjórnvöld um úrbætur.
Bandaríkin Háskólar Skóla- og menntamál Donald Trump Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira