Fótbolti

Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálf­leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stefán Ingi Sigurðarson var sjóðandi heitur í fyrri háfleiknum.
Stefán Ingi Sigurðarson var sjóðandi heitur í fyrri háfleiknum. @sfjfotball

Stefán Ingi Sigurðarson var í miklu stuði með Sandefjord í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Sandefjord er 4-0 yfir í hálfleik og Stefán Ingi er kominn með þrennu.

Stefán var búinn að skora fimm mörk í fyrstu tíu leikjum sínum á tímabilinu en hafði ekki skorað síðan 11. maí.

Það fór allt inn hjá honum í fyrri hálfleiknum en tvö fyrstu mörkin hans voru skallamörk.

Stefán kom Sandefjord í 1-0 með skalla út teignum á áttundu mínútu og fimmtán mínútum síðar var hann búinn að skora annað skallamark úr markteignum.

Þriðja markið hans kom síðan á 39. mínútu með vinstri fótar skoti utarlega úr teignum. Sandefjord bætti síðan fjórða markinu fyrir hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×