Íslenski boltinn

Sjáðu sigur­mark Viktors og takta Hall­gríms fyrir norðan

Valur Páll Eiríksson skrifar
Viktor Karl tryggði Blikum sigur.
Viktor Karl tryggði Blikum sigur. Visir/ Hulda Margrét

Tveir leikir fóru fram í Bestu deild karla í fótbolta í gær. Breiðablik fór að hlið Víkings á toppi deildarinnar með sigri á Vestra og KA fór af fallsvæðinu með sigri í botnslag.

Viktor Karl Einarsson skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Breiðabliks á Vestra. Það var hans þriðja mark í tveimur leikjum en hann setti tvö í Evrópuleik Blika í vikunni.

Færeyingurinn Jóan Símun Edmundsson kom KA yfir gegn ÍA í uppgjöri botnliðanna eftir rosalega sendingu Hallgríms Mar Steingrímssonar sem sprengdi vörn gestanna upp. Hallgrímur skoraði sjálfur síðara mark KA í 2-0 sigri gegn heldur áhugalitlum varnarmönnum ÍA.

Aron Jóhannsson kom þá Aftureldingu yfir gegn Fram áður en Róbert Hauksson jafnaði. 1-1 fór í Mosfellbæ á fimmtudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×