Innlent

Leik­rit ríkis­stjórnarinnar og hnífa­maður flúði í strætó

Bjarki Sigurðsson skrifar
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld.
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Boðað hefur verið til fundar í utanríkismálanefnd Alþingis á mánudaginn eftir ósk stjórnarandstöðunnar þar um. Formaður Miðflokksins telur fundinn leikrit og segir allar aðgerðir ráðamanna snúast um að troða Íslandi inn í ESB. Fjallað verður um málið, og rætt við stjórnmálafræðiprófessor í beinni útsendingu. 

Karlmaður var handtekinn í dag, grunaður um að hafa stungið annan mann á Austurvelli. Þegar lögregla mætti á svæðið ásamt sérsveit var hinn grunaði á bak og burt. Hann hafði flúið af vettvangi í strætisvagni en var síðar handtekinn í Kringlunni.

Yfirvöld í Ísrael og Sýrlandi eru sögð hafa komist að samkomulagi um vopnahlé. Ísraelsher blandaði sér í átök sýrlenska stjórnarhersins við vígahópa fyrr í vikunni.

Í það minnsta þrjátíu eru slasaðir, þar af þrettán alvarlega eftir að bíl var ekið inn í hóp fólks í Los Angeles í Bandaríkjunum. Flestir þeirra slösuðu stóðu í röð fyrir utan skemmtistað í Austur-Hollywood þegar atvikið átti sér stað.

Miðaldadagar á Gásum við mynni Hörgár í Eyjafirði hófust í dag. Boðið var upp á sögugöngu um Gásir, bogfimi og fræðslu um vopn og bardagalist miðalda auk þess sem Gásverjar brugðu á leik.

Við verðum í beinni úr Vatnsmýrinni þar sem upp er komið stærðarinnar sirkustjald en þar er í gangi fjölskyldusýning Sirkus Íslands og fjölmargir listamenn koma þar fram.

Kvöldfréttir má sjá í heild sinni hér að neðan:

Klippa: Kvöldfréttir 19. júlí 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×