Fótbolti

ÍR-ingar héldu út fyrir norðan

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Emil Nói Sigurhjartarson skoraði tvö mörk fyrir ÍR-inga á Húsavík.
Emil Nói Sigurhjartarson skoraði tvö mörk fyrir ÍR-inga á Húsavík. Vísir/ÓskarÓ

ÍR vann mikilvægan 2-3 sigur er liðið heimsótti Völsung norður á Húsavík í Lengjudeild karla í knattspyrnu í dag.

Eftir tap gegn Njarðvík í síðustu umferð þurftu ÍR-ingar að snúa genginu við til að endurheimta toppsætið.

Bergvin Fannar Helgason kom gestunum í ÍR yfir strax á 13. mínútu áður en Emil Nói Sigurhjartarson tvöfaldaði forystu liðsins á 38. mínútu.

Arnar Pálmi Kristjánsson minnkaði hins vegarm uninn fyrir Völsung fimm mínútum síðar, en Emil Nói var aftur á skotskónum á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Staðan því 1-3 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja.

Elmar Örn Guðmundsson minnkaði muninn á nýjan leik fyrir Völsung eftir klukkutíma leik, en fleiri urðu mörkin ekki og niðurstaðan því 2-3 sigur ÍR. 

Sigurinn lyftir ÍR aftur upp í toppsæti Lengjudeildarinnar. Liðið er nú með 28 stig eftir 13 leiki, einu stigi meir en Njarðvík sem situr í öðru sæti. Völsungur situr hins vegar í áttunda sæti með 14 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×