Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2025 11:03 Formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur segir að bæði Grindavíkurliðin muni spila aftur í Grindavík á komandi vetri. Vísir/Anton Brink Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur segir að körfuboltalið félagsins muni spila hluta af heimaleikjum sínum í Bónus deildinni í Grindavík á komandi tímabili. Grindavík hefur spilað í Smáranum í Kópavogi síðustu tvö tímabil vegna jarðhræringanna undir bænum og eldsumbrotanna í næsta nágrenni við hann. Nú er Grindavíkurliðið að snúa aftur heim. Það staðfestir og ítrekar Ingibergur í pistli á fésbókinni. Hann er mjög ósáttur með þá umræðu sem hann hefur orðið var við um það að Grindvíkingar eigi ekki að vera á leiðinni heim í körfuboltanum. „Mig langar ofsalega mikið til að slökkva á þessari ömurlegu umræðu eða draugasögu um það að Grindavík muni ekki spila heimaleiki í Grindavík í vetur,“ skrifar Ingibergur. „Það er hreint alveg ótrúlegt að lesa það á veraldarvefnum að það standi ekki til og jafnvel frá fólki sem veit betur eða hreinlega treystir okkur ekki þegar við segjumst ætla að spila leiki heima,“ skrifar Ingibergur. Óska eftir virðingu „Stjórn körfuknattleiksdeilar Grindavíkur óskar eftir virðingu fyrir það ótrúlega starf sem hefur unnist síðan 10.nóvember 2023 fyrir þá sálfræðiaðstoð sem við gátum veitt heilu samfélagi. Fyrir að hafa ekki lagt árar í bát og fyrir að skrifa söguna um liðin sem fóru aftur heim. Við erum á heimleið á okkar hraða, gert af skynsemi því við viljum ekki fórna starfinu fyrir bý með því að taka óþarfa óábyrga sjénsa,“ skrifar Ingibergur. „Virðingin er fólgin í því að sýna okkur traust í því sem við erum að gera og hætta að dreifa þessum "draugasögum",“ skrifar Ingibergur. Grindvíkingar mun ekki spila alla heimaleiki sína í Grindavík en vilja spila marga þeirra þar. Minnst átta heimaleikir í Grindavík „Þegar þessi pistill er ritaður þá hefur stjórnin óskað eftir því að spilaðir verða minnst átta heimaleikir í Grindavík í vetur og það geta allir sem viljað spurt KKÍ hvort það sé rétt,“ skrifar Ingibergur. Grindvíkingar vilja líka halda undirbúningsmót í Grindavík fyrir konurnar og fagna með því um leið endurkomu körfuboltans til bæjarins. „Ég sem formaður hef einnig sent póst á KKÍ og óskað eftir hjálp við að fá að halda mót fyrir kvennaliðin í deildinni í septembermánuði, mót sem er í anda Glacier mótsins sem haldið er í Þorlákshöfn á hverju ári áður en tímabilið byrjar. En okkur hefur fundist vanta að samskonar upphitunar mót sé haldið fyrir kvennaboltann og af hverju ekki að fara heim til Grindavíkur og halda það þar,“ skrifar Ingibergur. Sjáumst í heimaleik í Grindavík 2. október „Annars sjáumst við 2. október á heimaleik í Grindavík gegn Njarðvík þegar karlaliðið þeirra mætir í heimsókn og verður það fyrsti leikur síðan 9. nóvember 2023 sem spilaður hefur verið í nýja glæsilega salnum okkar,“ endar Ingibergur pistil sinn sem má sjá allan hér fyrir neðan. Bónus-deild karla UMF Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Sjá meira
Grindavík hefur spilað í Smáranum í Kópavogi síðustu tvö tímabil vegna jarðhræringanna undir bænum og eldsumbrotanna í næsta nágrenni við hann. Nú er Grindavíkurliðið að snúa aftur heim. Það staðfestir og ítrekar Ingibergur í pistli á fésbókinni. Hann er mjög ósáttur með þá umræðu sem hann hefur orðið var við um það að Grindvíkingar eigi ekki að vera á leiðinni heim í körfuboltanum. „Mig langar ofsalega mikið til að slökkva á þessari ömurlegu umræðu eða draugasögu um það að Grindavík muni ekki spila heimaleiki í Grindavík í vetur,“ skrifar Ingibergur. „Það er hreint alveg ótrúlegt að lesa það á veraldarvefnum að það standi ekki til og jafnvel frá fólki sem veit betur eða hreinlega treystir okkur ekki þegar við segjumst ætla að spila leiki heima,“ skrifar Ingibergur. Óska eftir virðingu „Stjórn körfuknattleiksdeilar Grindavíkur óskar eftir virðingu fyrir það ótrúlega starf sem hefur unnist síðan 10.nóvember 2023 fyrir þá sálfræðiaðstoð sem við gátum veitt heilu samfélagi. Fyrir að hafa ekki lagt árar í bát og fyrir að skrifa söguna um liðin sem fóru aftur heim. Við erum á heimleið á okkar hraða, gert af skynsemi því við viljum ekki fórna starfinu fyrir bý með því að taka óþarfa óábyrga sjénsa,“ skrifar Ingibergur. „Virðingin er fólgin í því að sýna okkur traust í því sem við erum að gera og hætta að dreifa þessum "draugasögum",“ skrifar Ingibergur. Grindvíkingar mun ekki spila alla heimaleiki sína í Grindavík en vilja spila marga þeirra þar. Minnst átta heimaleikir í Grindavík „Þegar þessi pistill er ritaður þá hefur stjórnin óskað eftir því að spilaðir verða minnst átta heimaleikir í Grindavík í vetur og það geta allir sem viljað spurt KKÍ hvort það sé rétt,“ skrifar Ingibergur. Grindvíkingar vilja líka halda undirbúningsmót í Grindavík fyrir konurnar og fagna með því um leið endurkomu körfuboltans til bæjarins. „Ég sem formaður hef einnig sent póst á KKÍ og óskað eftir hjálp við að fá að halda mót fyrir kvennaliðin í deildinni í septembermánuði, mót sem er í anda Glacier mótsins sem haldið er í Þorlákshöfn á hverju ári áður en tímabilið byrjar. En okkur hefur fundist vanta að samskonar upphitunar mót sé haldið fyrir kvennaboltann og af hverju ekki að fara heim til Grindavíkur og halda það þar,“ skrifar Ingibergur. Sjáumst í heimaleik í Grindavík 2. október „Annars sjáumst við 2. október á heimaleik í Grindavík gegn Njarðvík þegar karlaliðið þeirra mætir í heimsókn og verður það fyrsti leikur síðan 9. nóvember 2023 sem spilaður hefur verið í nýja glæsilega salnum okkar,“ endar Ingibergur pistil sinn sem má sjá allan hér fyrir neðan.
Bónus-deild karla UMF Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Sjá meira