Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 19. júlí 2025 08:02 Forystumönnum Evrópusambandsins var fullljóst hvert markmið íslenzkra stjórnvalda var með bréfi sem Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, sendi til þeirra vorið 2015 og var ætlað að draga til baka umsókn fyrri stjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um inngöngu í sambandið. Ekki sízt þar sem uppkast að bréfinu var samið í samstarfi embættismanna utanríkisráðuneytisins og embættismanna Evrópusambandsins auk þess sem sambandið var og er með sendiskrifstofu á Íslandi sem fylgist vel með stjórnmálaumræðunni hérlendis. Fullyrt var við Gunnar Braga, bæði af embættismönnum utanríkisráðuneytisins og Evrópusambandsins, að bréfið fæli í sér að umsóknin yrði dregin til baka. Þar sagði að íslenzk stjórnvöld litu svo á að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki. Hins vegar var notað hugtakið „candidate country“ í enskri útgáfu bréfsins sem embættismennirnir sömdu uppkastið að en ekki „applicant country“. Þegar ríki sendir inn umsókn verður það „applicant country“ og verður síðan „candidate country“ ef umsóknin er samþykkt. Á íslenzku er hins vegar talað um umsóknarríki í báðum tilfellum. Vitanlega hljóta bæði umræddir embættismenn utanríkisráðuneytisins og Evrópusambandsins að hafa verið vel meðvitaðir um það að strangt til tekið væri ekki verið að nota rétt hugtak. Afar ólíklegt verður þannig að telja að þeir hafi ekki þekkt hvernig umsóknarferlið virkaði. Annað hefði auðvitað verið til marks um stórkostlega vanhæfni. Stuttu eftir að bréfið var sent í góðri trú lýstu embættismenn sambandsins því hins vegar yfir aðspurðir í fjölmiðlum að umsóknin hefði alls ekki verið dregin til baka með því. Þvert á það sem þeir höfðu fullvissað Gunnar Braga um skömmu áður. Vert er að rifja upp í þessum efnum að eftir að bréf Gunnars Braga var sent til Evrópusambandsins hvatti þáverandi formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, þingflokk jafnaðarmanna á þingi sambandsins til þess að þrýsta á framkvæmdastjórn þess að líta áfram á Ísland sem umsóknarríki og hunza þannig vilja íslenzkra stjórvalda. Ljóst er að orðið hefur verið við því. Framganga Evrópusambandsins í þessum efnum er vitanlega fyrir neðan allar hellur. Það er einu sinni svo að þegar sambandið hefur læst klónum í eitthvað sleppir það ekki takinu svo auðveldlega aftur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Forystumönnum Evrópusambandsins var fullljóst hvert markmið íslenzkra stjórnvalda var með bréfi sem Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, sendi til þeirra vorið 2015 og var ætlað að draga til baka umsókn fyrri stjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um inngöngu í sambandið. Ekki sízt þar sem uppkast að bréfinu var samið í samstarfi embættismanna utanríkisráðuneytisins og embættismanna Evrópusambandsins auk þess sem sambandið var og er með sendiskrifstofu á Íslandi sem fylgist vel með stjórnmálaumræðunni hérlendis. Fullyrt var við Gunnar Braga, bæði af embættismönnum utanríkisráðuneytisins og Evrópusambandsins, að bréfið fæli í sér að umsóknin yrði dregin til baka. Þar sagði að íslenzk stjórnvöld litu svo á að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki. Hins vegar var notað hugtakið „candidate country“ í enskri útgáfu bréfsins sem embættismennirnir sömdu uppkastið að en ekki „applicant country“. Þegar ríki sendir inn umsókn verður það „applicant country“ og verður síðan „candidate country“ ef umsóknin er samþykkt. Á íslenzku er hins vegar talað um umsóknarríki í báðum tilfellum. Vitanlega hljóta bæði umræddir embættismenn utanríkisráðuneytisins og Evrópusambandsins að hafa verið vel meðvitaðir um það að strangt til tekið væri ekki verið að nota rétt hugtak. Afar ólíklegt verður þannig að telja að þeir hafi ekki þekkt hvernig umsóknarferlið virkaði. Annað hefði auðvitað verið til marks um stórkostlega vanhæfni. Stuttu eftir að bréfið var sent í góðri trú lýstu embættismenn sambandsins því hins vegar yfir aðspurðir í fjölmiðlum að umsóknin hefði alls ekki verið dregin til baka með því. Þvert á það sem þeir höfðu fullvissað Gunnar Braga um skömmu áður. Vert er að rifja upp í þessum efnum að eftir að bréf Gunnars Braga var sent til Evrópusambandsins hvatti þáverandi formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, þingflokk jafnaðarmanna á þingi sambandsins til þess að þrýsta á framkvæmdastjórn þess að líta áfram á Ísland sem umsóknarríki og hunza þannig vilja íslenzkra stjórvalda. Ljóst er að orðið hefur verið við því. Framganga Evrópusambandsins í þessum efnum er vitanlega fyrir neðan allar hellur. Það er einu sinni svo að þegar sambandið hefur læst klónum í eitthvað sleppir það ekki takinu svo auðveldlega aftur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun