Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. júlí 2025 22:32 Dagmar segir eigendur fyrirtækja í Grindavík hafa fengið nóg. Eigendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja í Grindavík ætla í skaðabótamál við ríkið. Eigandi gistihúss segir nýjustu lokanir í bænum þar sem gestum var meinaður aðgangur í tvo sólarhringa eftir eldgos hafa verið dropinn sem fyllti mælinn. Íbúar mótmæltu lokun Grindavíkur fyrir gestum í gær. Yfirvöld tilkynntu svo í gærkvöldi að bærinn yrði opinn fyrir gestum í dag. Ferðaþjónustuaðilar og eigendur lítilla og meðalstóra fyrirtækja segja málinu hinsvegar ekki lokið og ætla í skaðabótamál við ríkið. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum sagði í dag að ákvörðunin um að opnun hefði byggt á nýju áhættumati, hún hefði ekki látið undan þrýstingi íbúa. „Þrátt fyrir að ég hafi fullan skilning á gagnrýninni og skil að þetta er hjartans mál fyrir íbúa og okkur á Reykjanesinu þá hefur slíkur þrýstingur eða umræða engin áhrif á ákvarðanatöku lögreglunnar, svo það sé algjörlega skýrt.“ Dagmar Valsdóttir eigandi gistihúss í Grindavík er einn þeirra atvinnurekenda sem hafa rætt við lögmann og ætla nú í skaðabótamál við ríkið. Hún segist lengi hafa íhugað stöðu sína en aðgerðir yfirvalda í gær þar sem Bláa lóninu var haldið opnu fyrir gestum hafi gert útslagið. „Þetta er ekki réttlátt. Enn og aftur fá aðrir á Svartsengi að opna en ekki við og það kemur enginn með góðan rökstuðning um það af hverju það er. Allir benda á hvorn annan og enginn veit hver gerði hvað. Nú er það víst Grindavíkurnefndin sem hafði lokaorðið segir lögreglustjóri í einu viðtali, erum við að grínast hérna?“ Hún segist telja að sitt fyrirtæki hafi orðið af tekjum upp á rúmar sextíu milljónir króna. Forsvarsmenn fyrirtækjanna séu einhuga um að grípa til aðgerða, fjöldi hafi þegar gefist upp. „Það er ekkert annað í boði. Við erum búin að tapa mörgum milljónum á þessu eina og hálfa ári, næstum því tvö þar sem við höfum hvorki getað haft opið, ekki mátt hafa opið, ekki boðið gestum eða öðrum inn í bæinn og þetta er bara komið nóg.“ Er ekki einhver ógn í þessu að hér sé allt í sprungum? „Ég hef farið á fund með almannavörnum, Veðurstofunni, ég hef farið á marga fundi sem voru ætlaðir okkur sem erum hér áfram og öllum Grindvíkingum og okkur hefur verið tjáð að það er búið að skanna og mynda alla Grindavík, allar götur, aftur og aftur, um leið og það kemur einhver hreyfing þá er hún mynduð.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Settur lögreglustjóri á Suðurnesjum segist ekki hafa látið undan þrýstingi þegar hún ákvað að opna Grindavík almenningi á ný heldur hafi ákvörðunin alfarið byggt á áhættumati af svæðinu. 18. júlí 2025 13:39 Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Íbúar frá Grindavík lokuðu veginum sem liggur að Bláa lónin í mótmælaskyni. Þau eru óánægð með að Bláa lónið sé opið en Grindavíkurbær lokaður. Erlendir ferðamenn óttuðust að missa af flugferðum sínum. Flautað var á forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem kom í heimsókn til Grindavíkur í lögreglufylgd. 17. júlí 2025 12:55 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Íbúar mótmæltu lokun Grindavíkur fyrir gestum í gær. Yfirvöld tilkynntu svo í gærkvöldi að bærinn yrði opinn fyrir gestum í dag. Ferðaþjónustuaðilar og eigendur lítilla og meðalstóra fyrirtækja segja málinu hinsvegar ekki lokið og ætla í skaðabótamál við ríkið. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum sagði í dag að ákvörðunin um að opnun hefði byggt á nýju áhættumati, hún hefði ekki látið undan þrýstingi íbúa. „Þrátt fyrir að ég hafi fullan skilning á gagnrýninni og skil að þetta er hjartans mál fyrir íbúa og okkur á Reykjanesinu þá hefur slíkur þrýstingur eða umræða engin áhrif á ákvarðanatöku lögreglunnar, svo það sé algjörlega skýrt.“ Dagmar Valsdóttir eigandi gistihúss í Grindavík er einn þeirra atvinnurekenda sem hafa rætt við lögmann og ætla nú í skaðabótamál við ríkið. Hún segist lengi hafa íhugað stöðu sína en aðgerðir yfirvalda í gær þar sem Bláa lóninu var haldið opnu fyrir gestum hafi gert útslagið. „Þetta er ekki réttlátt. Enn og aftur fá aðrir á Svartsengi að opna en ekki við og það kemur enginn með góðan rökstuðning um það af hverju það er. Allir benda á hvorn annan og enginn veit hver gerði hvað. Nú er það víst Grindavíkurnefndin sem hafði lokaorðið segir lögreglustjóri í einu viðtali, erum við að grínast hérna?“ Hún segist telja að sitt fyrirtæki hafi orðið af tekjum upp á rúmar sextíu milljónir króna. Forsvarsmenn fyrirtækjanna séu einhuga um að grípa til aðgerða, fjöldi hafi þegar gefist upp. „Það er ekkert annað í boði. Við erum búin að tapa mörgum milljónum á þessu eina og hálfa ári, næstum því tvö þar sem við höfum hvorki getað haft opið, ekki mátt hafa opið, ekki boðið gestum eða öðrum inn í bæinn og þetta er bara komið nóg.“ Er ekki einhver ógn í þessu að hér sé allt í sprungum? „Ég hef farið á fund með almannavörnum, Veðurstofunni, ég hef farið á marga fundi sem voru ætlaðir okkur sem erum hér áfram og öllum Grindvíkingum og okkur hefur verið tjáð að það er búið að skanna og mynda alla Grindavík, allar götur, aftur og aftur, um leið og það kemur einhver hreyfing þá er hún mynduð.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Settur lögreglustjóri á Suðurnesjum segist ekki hafa látið undan þrýstingi þegar hún ákvað að opna Grindavík almenningi á ný heldur hafi ákvörðunin alfarið byggt á áhættumati af svæðinu. 18. júlí 2025 13:39 Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Íbúar frá Grindavík lokuðu veginum sem liggur að Bláa lónin í mótmælaskyni. Þau eru óánægð með að Bláa lónið sé opið en Grindavíkurbær lokaður. Erlendir ferðamenn óttuðust að missa af flugferðum sínum. Flautað var á forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem kom í heimsókn til Grindavíkur í lögreglufylgd. 17. júlí 2025 12:55 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Settur lögreglustjóri á Suðurnesjum segist ekki hafa látið undan þrýstingi þegar hún ákvað að opna Grindavík almenningi á ný heldur hafi ákvörðunin alfarið byggt á áhættumati af svæðinu. 18. júlí 2025 13:39
Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Íbúar frá Grindavík lokuðu veginum sem liggur að Bláa lónin í mótmælaskyni. Þau eru óánægð með að Bláa lónið sé opið en Grindavíkurbær lokaður. Erlendir ferðamenn óttuðust að missa af flugferðum sínum. Flautað var á forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem kom í heimsókn til Grindavíkur í lögreglufylgd. 17. júlí 2025 12:55