Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. júlí 2025 22:32 Dagmar segir eigendur fyrirtækja í Grindavík hafa fengið nóg. Eigendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja í Grindavík ætla í skaðabótamál við ríkið. Eigandi gistihúss segir nýjustu lokanir í bænum þar sem gestum var meinaður aðgangur í tvo sólarhringa eftir eldgos hafa verið dropinn sem fyllti mælinn. Íbúar mótmæltu lokun Grindavíkur fyrir gestum í gær. Yfirvöld tilkynntu svo í gærkvöldi að bærinn yrði opinn fyrir gestum í dag. Ferðaþjónustuaðilar og eigendur lítilla og meðalstóra fyrirtækja segja málinu hinsvegar ekki lokið og ætla í skaðabótamál við ríkið. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum sagði í dag að ákvörðunin um að opnun hefði byggt á nýju áhættumati, hún hefði ekki látið undan þrýstingi íbúa. „Þrátt fyrir að ég hafi fullan skilning á gagnrýninni og skil að þetta er hjartans mál fyrir íbúa og okkur á Reykjanesinu þá hefur slíkur þrýstingur eða umræða engin áhrif á ákvarðanatöku lögreglunnar, svo það sé algjörlega skýrt.“ Dagmar Valsdóttir eigandi gistihúss í Grindavík er einn þeirra atvinnurekenda sem hafa rætt við lögmann og ætla nú í skaðabótamál við ríkið. Hún segist lengi hafa íhugað stöðu sína en aðgerðir yfirvalda í gær þar sem Bláa lóninu var haldið opnu fyrir gestum hafi gert útslagið. „Þetta er ekki réttlátt. Enn og aftur fá aðrir á Svartsengi að opna en ekki við og það kemur enginn með góðan rökstuðning um það af hverju það er. Allir benda á hvorn annan og enginn veit hver gerði hvað. Nú er það víst Grindavíkurnefndin sem hafði lokaorðið segir lögreglustjóri í einu viðtali, erum við að grínast hérna?“ Hún segist telja að sitt fyrirtæki hafi orðið af tekjum upp á rúmar sextíu milljónir króna. Forsvarsmenn fyrirtækjanna séu einhuga um að grípa til aðgerða, fjöldi hafi þegar gefist upp. „Það er ekkert annað í boði. Við erum búin að tapa mörgum milljónum á þessu eina og hálfa ári, næstum því tvö þar sem við höfum hvorki getað haft opið, ekki mátt hafa opið, ekki boðið gestum eða öðrum inn í bæinn og þetta er bara komið nóg.“ Er ekki einhver ógn í þessu að hér sé allt í sprungum? „Ég hef farið á fund með almannavörnum, Veðurstofunni, ég hef farið á marga fundi sem voru ætlaðir okkur sem erum hér áfram og öllum Grindvíkingum og okkur hefur verið tjáð að það er búið að skanna og mynda alla Grindavík, allar götur, aftur og aftur, um leið og það kemur einhver hreyfing þá er hún mynduð.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Settur lögreglustjóri á Suðurnesjum segist ekki hafa látið undan þrýstingi þegar hún ákvað að opna Grindavík almenningi á ný heldur hafi ákvörðunin alfarið byggt á áhættumati af svæðinu. 18. júlí 2025 13:39 Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Íbúar frá Grindavík lokuðu veginum sem liggur að Bláa lónin í mótmælaskyni. Þau eru óánægð með að Bláa lónið sé opið en Grindavíkurbær lokaður. Erlendir ferðamenn óttuðust að missa af flugferðum sínum. Flautað var á forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem kom í heimsókn til Grindavíkur í lögreglufylgd. 17. júlí 2025 12:55 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Íbúar mótmæltu lokun Grindavíkur fyrir gestum í gær. Yfirvöld tilkynntu svo í gærkvöldi að bærinn yrði opinn fyrir gestum í dag. Ferðaþjónustuaðilar og eigendur lítilla og meðalstóra fyrirtækja segja málinu hinsvegar ekki lokið og ætla í skaðabótamál við ríkið. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum sagði í dag að ákvörðunin um að opnun hefði byggt á nýju áhættumati, hún hefði ekki látið undan þrýstingi íbúa. „Þrátt fyrir að ég hafi fullan skilning á gagnrýninni og skil að þetta er hjartans mál fyrir íbúa og okkur á Reykjanesinu þá hefur slíkur þrýstingur eða umræða engin áhrif á ákvarðanatöku lögreglunnar, svo það sé algjörlega skýrt.“ Dagmar Valsdóttir eigandi gistihúss í Grindavík er einn þeirra atvinnurekenda sem hafa rætt við lögmann og ætla nú í skaðabótamál við ríkið. Hún segist lengi hafa íhugað stöðu sína en aðgerðir yfirvalda í gær þar sem Bláa lóninu var haldið opnu fyrir gestum hafi gert útslagið. „Þetta er ekki réttlátt. Enn og aftur fá aðrir á Svartsengi að opna en ekki við og það kemur enginn með góðan rökstuðning um það af hverju það er. Allir benda á hvorn annan og enginn veit hver gerði hvað. Nú er það víst Grindavíkurnefndin sem hafði lokaorðið segir lögreglustjóri í einu viðtali, erum við að grínast hérna?“ Hún segist telja að sitt fyrirtæki hafi orðið af tekjum upp á rúmar sextíu milljónir króna. Forsvarsmenn fyrirtækjanna séu einhuga um að grípa til aðgerða, fjöldi hafi þegar gefist upp. „Það er ekkert annað í boði. Við erum búin að tapa mörgum milljónum á þessu eina og hálfa ári, næstum því tvö þar sem við höfum hvorki getað haft opið, ekki mátt hafa opið, ekki boðið gestum eða öðrum inn í bæinn og þetta er bara komið nóg.“ Er ekki einhver ógn í þessu að hér sé allt í sprungum? „Ég hef farið á fund með almannavörnum, Veðurstofunni, ég hef farið á marga fundi sem voru ætlaðir okkur sem erum hér áfram og öllum Grindvíkingum og okkur hefur verið tjáð að það er búið að skanna og mynda alla Grindavík, allar götur, aftur og aftur, um leið og það kemur einhver hreyfing þá er hún mynduð.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Settur lögreglustjóri á Suðurnesjum segist ekki hafa látið undan þrýstingi þegar hún ákvað að opna Grindavík almenningi á ný heldur hafi ákvörðunin alfarið byggt á áhættumati af svæðinu. 18. júlí 2025 13:39 Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Íbúar frá Grindavík lokuðu veginum sem liggur að Bláa lónin í mótmælaskyni. Þau eru óánægð með að Bláa lónið sé opið en Grindavíkurbær lokaður. Erlendir ferðamenn óttuðust að missa af flugferðum sínum. Flautað var á forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem kom í heimsókn til Grindavíkur í lögreglufylgd. 17. júlí 2025 12:55 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Settur lögreglustjóri á Suðurnesjum segist ekki hafa látið undan þrýstingi þegar hún ákvað að opna Grindavík almenningi á ný heldur hafi ákvörðunin alfarið byggt á áhættumati af svæðinu. 18. júlí 2025 13:39
Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Íbúar frá Grindavík lokuðu veginum sem liggur að Bláa lónin í mótmælaskyni. Þau eru óánægð með að Bláa lónið sé opið en Grindavíkurbær lokaður. Erlendir ferðamenn óttuðust að missa af flugferðum sínum. Flautað var á forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem kom í heimsókn til Grindavíkur í lögreglufylgd. 17. júlí 2025 12:55
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent