„Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. júlí 2025 16:03 Helgi segir kylfinga ekki hafa neitt að óttast á Golfvelli Grindavíkur. skjáskot Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur, segir kjöraðstæður á golfvelli bæjarins þar sem meistaramót hófst í dag, degi á eftir áætlun. Enn eitt eldgosið hafi engin áhrif enda völlurinn ekki lengur á hættusvæði. Kylfingar lentu ekki í neinum vandræðum þrátt fyrir að vegurinn að vellinum sé lokaður. „Við erum með mót hérna í dag, föstudag og laugardag. Við þurftum að slaufa fyrsta deginum út af nýjasta eldgosinu en eins og þið sjáið þá lítur þetta vel út. Kjöraðstæður, fullt af fólki að spila, þetta gæti bara ekki verið betra“ segir Helgi. „Þetta hefur lítil sem engin áhrif á okkur. Við erum ekki á neinu hættusvæði þannig að það er bara bjart framundan. Búið að vera rosalega gott sumar, frábært veður, gríðarlega mikil aðsókn að vellinum og fjölgun í klúbbnum. Við gætum ekki verið glaðari“ hélt hann svo áfram. Vegurinn að golfvellinum í Grindavík er lokaður öllum sem ekki búa í bænum, það hefur engin áhrif á meistaramótið en gæti valdið vandræðum þegar mótið klárast og venjuleg vallarstarfsemi hefst aftur opin öllum. „Nú eru þetta bara heimamenn sem eru að spila og það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða. En við verðum að sjá bara hvernig sunnudagurinn verður ef þeir halda áfram, en vonandi taka þeir bara þessa lokunarpósta og þá geta allir heimsótt okkur án vandræða.“ Golfvöllurinn sjálfur er hins vegar ekki lokaður og fólk gæti því farið lengri leiðina, hringinn í kringum Reykjanesið. „Já það er vel hægt, enginn lokunarpóstur þá leiðina en það er aukatími sem ég veit ekki hvort fólk er tilbúið að leggja á sig. Það er mjög skemmtileg leið, ég fer hana oft sjálfur því ég bý í Reykjanesbæ. Ég hvet fólk sem vill heimsækja okkur að fara þá leið, annað hvort á heimleiðinni eða þegar þau eru að koma.“ Helgi segir kylfinga því ekki þurfa að hætta við komur sínar á golfvöllinn í Grindavík. „Alls ekki, við verðum hérna brosandi og tókum á móti öllum.“ Golf Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
„Við erum með mót hérna í dag, föstudag og laugardag. Við þurftum að slaufa fyrsta deginum út af nýjasta eldgosinu en eins og þið sjáið þá lítur þetta vel út. Kjöraðstæður, fullt af fólki að spila, þetta gæti bara ekki verið betra“ segir Helgi. „Þetta hefur lítil sem engin áhrif á okkur. Við erum ekki á neinu hættusvæði þannig að það er bara bjart framundan. Búið að vera rosalega gott sumar, frábært veður, gríðarlega mikil aðsókn að vellinum og fjölgun í klúbbnum. Við gætum ekki verið glaðari“ hélt hann svo áfram. Vegurinn að golfvellinum í Grindavík er lokaður öllum sem ekki búa í bænum, það hefur engin áhrif á meistaramótið en gæti valdið vandræðum þegar mótið klárast og venjuleg vallarstarfsemi hefst aftur opin öllum. „Nú eru þetta bara heimamenn sem eru að spila og það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða. En við verðum að sjá bara hvernig sunnudagurinn verður ef þeir halda áfram, en vonandi taka þeir bara þessa lokunarpósta og þá geta allir heimsótt okkur án vandræða.“ Golfvöllurinn sjálfur er hins vegar ekki lokaður og fólk gæti því farið lengri leiðina, hringinn í kringum Reykjanesið. „Já það er vel hægt, enginn lokunarpóstur þá leiðina en það er aukatími sem ég veit ekki hvort fólk er tilbúið að leggja á sig. Það er mjög skemmtileg leið, ég fer hana oft sjálfur því ég bý í Reykjanesbæ. Ég hvet fólk sem vill heimsækja okkur að fara þá leið, annað hvort á heimleiðinni eða þegar þau eru að koma.“ Helgi segir kylfinga því ekki þurfa að hætta við komur sínar á golfvöllinn í Grindavík. „Alls ekki, við verðum hérna brosandi og tókum á móti öllum.“
Golf Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira