Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Agnar Már Másson skrifar 17. júlí 2025 16:20 Von der Leyen tekur í hönd Fannars Jónassonar, bæjarstjóra Grindavíkur. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins Atvinnurekendur í Grindavík eru margir verulega ósáttir með takmarkað aðgengi að bænum. Einn slíkur segir það vanvirðingu við heimamenn að hleypa „ferðamanninum“ Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í skoðunarferð um svæðið meðan rekstraraðilar fá margir ekki að starfa vegna eldgossins sem stendur yfir nálægt bænum. Lögreglustjóri á Suðurnesjum ákvað í gær að takmarka aðgengi að Grindavík alfarið við heimamenn sem eru alls ósáttir og telja sig til að mynda ekki sitja við sama borð og rekstraraðilar Bláa lónsins sem þó er staðsett töluvert nær eldsumbrotunum. Flautað var á von der Leyen sem kom í heimsókn til Grindavíkur í lögreglufylgd í dag meðan heimamenn mótmæltu að Bláa lónið væri opið en aðgengi að annarra rekstraraðila að Grindavík væri afar takmarkað. „Á meðan Grindavík stendur lokuð fyrir ferðamönnum og fyrirtækjunum blæðir út kemur Kristrún Frostadóttir með yfirmann Evrópusambandssins sem er „notabene“ ferðamaður til Grindavíkur nánast eingöngu til að gefa okkur fingurinn,“ skrifar Ómar Davíð Ólafsson, atvinnurekandi í Grindavík, á Facebook. Ómar, sem er eigandi Vélsmiðju Grindavíkur, kallar þetta að „míga innum bréfalúguna og dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“. Sigurbjörn Daði Dagbjartsson, íbúi í Grindavík og blaðamaður á Víkurfréttum, var hluti af mótmælaöldu á þriðja tímanum á veginum inn til Grindavíkur. „Vonandi fara yfirvöld að vakna. Þetta gengur ekki lengur,“ sagði Sigurbjörn, sem gagnrýndi það einnig að von der Leyen fengi að fara inn í bæinn. „Það er ekki hægt að skrifa svona handrit. Þetta er galið.“ Bæjarráð Grindavíkur hvetur Margréti Kristínu Pálsdóttur lögreglustjóra á Suðurnesjum til að endurskoða nú þegar ákvörðun gærdagsins um takmörkun á aðgengi að Grindavík, samkvæmt yfirlýsingu ráðsins. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Íbúar frá Grindavík lokuðu veginum sem liggur að Bláa lónin í mótmælaskyni. Þau eru óánægð með að Bláa lónið sé opið en Grindavíkurbær lokaður. Erlendir ferðamenn óttuðust að missa af flugferðum sínum. Flautað var á forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem kom í heimsókn til Grindavíkur í lögreglufylgd. 17. júlí 2025 12:55 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi Sjá meira
Lögreglustjóri á Suðurnesjum ákvað í gær að takmarka aðgengi að Grindavík alfarið við heimamenn sem eru alls ósáttir og telja sig til að mynda ekki sitja við sama borð og rekstraraðilar Bláa lónsins sem þó er staðsett töluvert nær eldsumbrotunum. Flautað var á von der Leyen sem kom í heimsókn til Grindavíkur í lögreglufylgd í dag meðan heimamenn mótmæltu að Bláa lónið væri opið en aðgengi að annarra rekstraraðila að Grindavík væri afar takmarkað. „Á meðan Grindavík stendur lokuð fyrir ferðamönnum og fyrirtækjunum blæðir út kemur Kristrún Frostadóttir með yfirmann Evrópusambandssins sem er „notabene“ ferðamaður til Grindavíkur nánast eingöngu til að gefa okkur fingurinn,“ skrifar Ómar Davíð Ólafsson, atvinnurekandi í Grindavík, á Facebook. Ómar, sem er eigandi Vélsmiðju Grindavíkur, kallar þetta að „míga innum bréfalúguna og dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“. Sigurbjörn Daði Dagbjartsson, íbúi í Grindavík og blaðamaður á Víkurfréttum, var hluti af mótmælaöldu á þriðja tímanum á veginum inn til Grindavíkur. „Vonandi fara yfirvöld að vakna. Þetta gengur ekki lengur,“ sagði Sigurbjörn, sem gagnrýndi það einnig að von der Leyen fengi að fara inn í bæinn. „Það er ekki hægt að skrifa svona handrit. Þetta er galið.“ Bæjarráð Grindavíkur hvetur Margréti Kristínu Pálsdóttur lögreglustjóra á Suðurnesjum til að endurskoða nú þegar ákvörðun gærdagsins um takmörkun á aðgengi að Grindavík, samkvæmt yfirlýsingu ráðsins.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Íbúar frá Grindavík lokuðu veginum sem liggur að Bláa lónin í mótmælaskyni. Þau eru óánægð með að Bláa lónið sé opið en Grindavíkurbær lokaður. Erlendir ferðamenn óttuðust að missa af flugferðum sínum. Flautað var á forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem kom í heimsókn til Grindavíkur í lögreglufylgd. 17. júlí 2025 12:55 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi Sjá meira
Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Íbúar frá Grindavík lokuðu veginum sem liggur að Bláa lónin í mótmælaskyni. Þau eru óánægð með að Bláa lónið sé opið en Grindavíkurbær lokaður. Erlendir ferðamenn óttuðust að missa af flugferðum sínum. Flautað var á forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem kom í heimsókn til Grindavíkur í lögreglufylgd. 17. júlí 2025 12:55
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent