Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Agnar Már Másson skrifar 17. júlí 2025 11:41 Íbúi í húsinu segir að nágranni sinn hafi verið handtekinn á vettvangi vegna málsins. Slökkviliðið slökkti eld í heimahúsi á sunnudagsmorgun við Grænásbraut í Ásbrú í Reykjanesbæ. Samkvæmt heimildum fréttastofu leikur grunur á um að maður hafi kveikt í húsinu. Íbúi í nágrenninu segir að maður á fimmtugsaldri hafi verið handtekinn á vettvangi. Tilkynning um eldsvoða í íbúð barst brunavörnum á sunnudagsmorgun klukkan 04:40, að sögn Ingva Þórs Hákonarsonar, deildarstjóra útkallssviðs brunavarna Suðurnesja. Ingvi kvaðst ekki geta svarað hvort um íkveikju væri að ræða enda væri það á borði lögreglu að rannsaka það. Slökkviliðið fór á staðinn með dælubíl og einn sjúkrabíl en þegar slökkviliðið kom á staðinn voru allir komnir út úr íbúðinni, að sögn Ingva. Slökkviliðsmenn hafi strax farið inn og slökkt eldinn, sem hafi tekist hratt og örugglega. Reykur hafi aftur á móti borist inn á stigaganginn. Unnið var að reykhreinsun áður en íbúum var hleypt aftur inn. Enginn var fluttur á spítala en einhverjar skemmdir urðu á húsnæðinu, segir Ingvi. Þá var einnig töluvert af sóti í íbúðinni eftir eldinn. Ingvi sagðist ekki geta sagt nákvæmlega hvar í íbúðinni eldurinn kom upp. Íbúi í nágrenninu sem vill ekki láta nafns síns getið segir við fréttastofu að íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hafi verið handtekinn á vettvangi. Íbúinn heldur því fram að maðurinn hafi reynt að kveikja í húsinu, sem er úr timbri. Lögregla sér um rannsókn málsins en ekki hefur tekist að ná í lögregluna á Suðurnesjum vegna eldsvoðans. Slökkvilið Reykjanesbær Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Tilkynning um eldsvoða í íbúð barst brunavörnum á sunnudagsmorgun klukkan 04:40, að sögn Ingva Þórs Hákonarsonar, deildarstjóra útkallssviðs brunavarna Suðurnesja. Ingvi kvaðst ekki geta svarað hvort um íkveikju væri að ræða enda væri það á borði lögreglu að rannsaka það. Slökkviliðið fór á staðinn með dælubíl og einn sjúkrabíl en þegar slökkviliðið kom á staðinn voru allir komnir út úr íbúðinni, að sögn Ingva. Slökkviliðsmenn hafi strax farið inn og slökkt eldinn, sem hafi tekist hratt og örugglega. Reykur hafi aftur á móti borist inn á stigaganginn. Unnið var að reykhreinsun áður en íbúum var hleypt aftur inn. Enginn var fluttur á spítala en einhverjar skemmdir urðu á húsnæðinu, segir Ingvi. Þá var einnig töluvert af sóti í íbúðinni eftir eldinn. Ingvi sagðist ekki geta sagt nákvæmlega hvar í íbúðinni eldurinn kom upp. Íbúi í nágrenninu sem vill ekki láta nafns síns getið segir við fréttastofu að íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hafi verið handtekinn á vettvangi. Íbúinn heldur því fram að maðurinn hafi reynt að kveikja í húsinu, sem er úr timbri. Lögregla sér um rannsókn málsins en ekki hefur tekist að ná í lögregluna á Suðurnesjum vegna eldsvoðans.
Slökkvilið Reykjanesbær Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira