Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Agnar Már Másson skrifar 16. júlí 2025 21:00 Frá Grindavík. Mynd úr safnið. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur ákveðið að færa almannavarnastig af neyðarstigi á hættustig vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Opnað hefur verið fyrir aðgang íbúa Grindavíkur að bænum. Gróðureldar eru nú mesta hættan í byggð. Unnið er að hækkun varnargarða. Þetta kemur fram í tilkynningu ríkislögreglustjóra. Opnað hefur verið fyrir aðgang íbúa Grindavíkur að bænum, segir í tilkynningunni. Íbúar og starfsmenn fyrirtækja dvelji inn á hættusvæði á eigin ábyrgð. Hver og einn verði að bera ábyrgð á eigin athöfnum eða athafnaleysi. Grindvíkingar mótmæltu lokun bæjarins í dag, eins og kom fram í kvöldfréttum Sýnar. Lögreglustjóri mælir með því að fólk skoði hættumatskort Veðurstofu Íslands. Þá mælir hann með því að fólk kynni sér efni fréttatilkynningar ríkislögreglustjóra dags. 16. júlí. Unnið hafi verið að mótvægisaðgerðum innan hættusvæða sem felist m.a. í hækkun varnargarða, í kortlagningu, jarðkönnun, jarðsjármælingum og sjónskoðun. Þá hafa sprungur verið girtar af. Opið er í Bláa lónið og Northern Light Inn, segir enn fremur í tilkynningunni. Flóttaleiðir eru um Bláalónsveg og Grindavíkurveg. Samkvæmt mælum á gosóróa hefur dregið úr krafti gossins síðan í morgun, að sögn Veðurstofu Íslands. Gróðureldarnir í nágreninu eru nú metnir mesta hættan í byggð, skrifa almannavarnir, en mengun frá þeim mælist ekki á brennisteinsdíoxíðmælum og endurspeglast ekki í núverandi mengunarspá. Samhæfingarstöð almannavarna var virkjuð upp úr miðnætti og neyðarstigi síðar lýst yfir. Gosið er norðan við upptök skjálftahrinunnar á milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells. Búið er að rýma tjaldsvæðið í Grindavík og Bláa Lónið og samkvæmt almannavörnum hefur rýming gengið vel í Grindavíkurbæ. Tólfta eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni hófst klukkan 03:55 fyrr í morgun þann 16. júlí. Eldgosið átti upptök suðaustan við Litla-Skógfell. Athuganir í dag sýna að gosið er ekki lengur bundið við eina sprungu. Stærri sprungan við Sundhnúkagígaröðina er metin um 2,4 km löng. Þá hefur einnig opnast minni sprunga vestar við Fagradalsfjall. Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni heldur áfram en samkvæmt mælingum á gosóróa hefur dregið úr krafti þess síðan í morgun. Veðurstofan uppfærði fyrirliggjandi hættumat fyrir svæðið fyrr í dag. Hættumatið gildir til klukkan 15.00 á morgun, 18. júlí, að öllu óbreyttu. Hætta í Grindavík og Svartsengi er metin nokkur. Hættan fyrir Voga er metin lítil eða mjög lítil. Hættan fyrir Reykjanesbæ, Keflavíkurflugvöll og Reykjanesvirkjun er einnig metin nokkur. Hættumatskortið lýsir hættum sem eru nú þegar til staðar á svæðinu, sem og þeim sem gætu skapast við áframhaldandi virkni í Svartsengiskerfinu. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu ríkislögreglustjóra. Opnað hefur verið fyrir aðgang íbúa Grindavíkur að bænum, segir í tilkynningunni. Íbúar og starfsmenn fyrirtækja dvelji inn á hættusvæði á eigin ábyrgð. Hver og einn verði að bera ábyrgð á eigin athöfnum eða athafnaleysi. Grindvíkingar mótmæltu lokun bæjarins í dag, eins og kom fram í kvöldfréttum Sýnar. Lögreglustjóri mælir með því að fólk skoði hættumatskort Veðurstofu Íslands. Þá mælir hann með því að fólk kynni sér efni fréttatilkynningar ríkislögreglustjóra dags. 16. júlí. Unnið hafi verið að mótvægisaðgerðum innan hættusvæða sem felist m.a. í hækkun varnargarða, í kortlagningu, jarðkönnun, jarðsjármælingum og sjónskoðun. Þá hafa sprungur verið girtar af. Opið er í Bláa lónið og Northern Light Inn, segir enn fremur í tilkynningunni. Flóttaleiðir eru um Bláalónsveg og Grindavíkurveg. Samkvæmt mælum á gosóróa hefur dregið úr krafti gossins síðan í morgun, að sögn Veðurstofu Íslands. Gróðureldarnir í nágreninu eru nú metnir mesta hættan í byggð, skrifa almannavarnir, en mengun frá þeim mælist ekki á brennisteinsdíoxíðmælum og endurspeglast ekki í núverandi mengunarspá. Samhæfingarstöð almannavarna var virkjuð upp úr miðnætti og neyðarstigi síðar lýst yfir. Gosið er norðan við upptök skjálftahrinunnar á milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells. Búið er að rýma tjaldsvæðið í Grindavík og Bláa Lónið og samkvæmt almannavörnum hefur rýming gengið vel í Grindavíkurbæ. Tólfta eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni hófst klukkan 03:55 fyrr í morgun þann 16. júlí. Eldgosið átti upptök suðaustan við Litla-Skógfell. Athuganir í dag sýna að gosið er ekki lengur bundið við eina sprungu. Stærri sprungan við Sundhnúkagígaröðina er metin um 2,4 km löng. Þá hefur einnig opnast minni sprunga vestar við Fagradalsfjall. Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni heldur áfram en samkvæmt mælingum á gosóróa hefur dregið úr krafti þess síðan í morgun. Veðurstofan uppfærði fyrirliggjandi hættumat fyrir svæðið fyrr í dag. Hættumatið gildir til klukkan 15.00 á morgun, 18. júlí, að öllu óbreyttu. Hætta í Grindavík og Svartsengi er metin nokkur. Hættan fyrir Voga er metin lítil eða mjög lítil. Hættan fyrir Reykjanesbæ, Keflavíkurflugvöll og Reykjanesvirkjun er einnig metin nokkur. Hættumatskortið lýsir hættum sem eru nú þegar til staðar á svæðinu, sem og þeim sem gætu skapast við áframhaldandi virkni í Svartsengiskerfinu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira