Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Siggeir Ævarsson skrifar 16. júlí 2025 19:18 Húsatóftavöllur í Grindavík. Í fjarska ofarlega hægra megin á myndinni má sjá eina af hraunbreiðunum sem runnu í kringum bæinn Facebook Golfklúbbur Grindavíkur Grindvískir kylfingar eru að sögn orðnir öllu vanir þegar kemur að glímunni við náttúruöflin. Þeir urðu að vísu að játa sig sigraða í dag og fresta fyrirhuguðu meistaramóti en ætla ekki að láta deigan síga og hefja leik á morgun. Eldgos hófst í nótt við Litla-Skógfell, töluvert langt norður af Grindavík og enn lengra frá golfvellinum á Húsatóftum, sem er suðvestan megin við bæinn. Bærinn var engu að síður rýmdur í varúðarskyni og því ekkert annað í stöðunni en að fresta byrjun meistaramóts Golfklúbbs Grindavíkur en mótið er það fjölmennasta í sögu klúbbsins. Íþróttadeild Vísis ræddi við Helga Dan Steinsson, framkvæmdastjóri GG í morgun sem var bjartsýnn þrátt fyrir allt: „Þetta setur smá strik í reikninginn hjá okkur, en þó ekki meira en það að við spilum þrjá daga í staðinn fyrir fjóra. Það er ef við fáum leyfi til þess að fara inn seinni partinn í dag eða á morgun. Þetta er ekki stærra mál en það.“ Nú er orðið ljóst að Grindvíkingar munu hefja leik í fyrramálið og halda ótrauðir sínu striki. Töluverð loftmengun hefur verið á Reykjanesi í dag af völdum gossins en vindáttin er hagstæð fyrir Grindvíkinga og feykir hún allri mengun frá Grindavík og yfir nágranna þeirra í Reykjanesbæ. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Golf Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Haukar á toppinn Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Tíu íslensk mörk í öruggum sigri Magdeburg | Arnór hafði betur í Íslendingaslag Handbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Eldgos hófst í nótt við Litla-Skógfell, töluvert langt norður af Grindavík og enn lengra frá golfvellinum á Húsatóftum, sem er suðvestan megin við bæinn. Bærinn var engu að síður rýmdur í varúðarskyni og því ekkert annað í stöðunni en að fresta byrjun meistaramóts Golfklúbbs Grindavíkur en mótið er það fjölmennasta í sögu klúbbsins. Íþróttadeild Vísis ræddi við Helga Dan Steinsson, framkvæmdastjóri GG í morgun sem var bjartsýnn þrátt fyrir allt: „Þetta setur smá strik í reikninginn hjá okkur, en þó ekki meira en það að við spilum þrjá daga í staðinn fyrir fjóra. Það er ef við fáum leyfi til þess að fara inn seinni partinn í dag eða á morgun. Þetta er ekki stærra mál en það.“ Nú er orðið ljóst að Grindvíkingar munu hefja leik í fyrramálið og halda ótrauðir sínu striki. Töluverð loftmengun hefur verið á Reykjanesi í dag af völdum gossins en vindáttin er hagstæð fyrir Grindvíkinga og feykir hún allri mengun frá Grindavík og yfir nágranna þeirra í Reykjanesbæ.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Golf Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Haukar á toppinn Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Tíu íslensk mörk í öruggum sigri Magdeburg | Arnór hafði betur í Íslendingaslag Handbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira