„Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Smári Jökull Jónsson skrifar 15. júlí 2025 19:36 Ljósabekkur. Myndin tengist ekki fréttinni beint. Þörf er á átaki gegn notkun ljósabekkja að sögn húðlæknis sem vill að þeir verði einfaldlega bannaðir. Rannsóknir sýni að bekkirnir valdi fleiri krabbameinum en sígarettur. Samkvæmt niðurstöðum úr könnun sem birtar voru á síðasta ári höfðu 14% ungmenna á aldrinum 15-17 ára farið í ljósabekk síðustu tólf mánuði þar á undan en notkun bekkjanna hér á landi er bönnuð þeim sem eru yngri en 18 ára. Notkun slíkra bekkja er alfarið bönnuð í þremur löndum en yfir 90% af húðkrabbameinum orsakast af útfljólubláum geislum hvort sem það er frá sólinni eða ljósabekkjum. Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir segir augljóst að grípa þurfi inn í. „Þegar við sjáum aukna tíðni á sortuæxlum sem er alveg samfara aukinni tíðni á ljósabekkjanotkun, þá vorum við með fyrstu löndum að banna ljósabekki undir 18 ára. Ég held það sé kominn tími til að alveg að banna þetta,“ sagði Jenna í viðtali sem birtist í kvöldfréttum Sýnar. Tíu sinnum meiri geislun en frá sólinni Hún segir það varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól og hún hafi þá orðið fyrir skaða. „Á góðum sólardegi eins og var í gær þegar sólin er sem sterkust, að fara í einn ljósatíma þá ertu að fá 10x meiri geislun á 10 mínútum heldur en frá sólinni. Það er alveg klárt að þessi útfljólubláa geislun er skaðleg.“ Jenna segir að þörf sé á átaki heilbrigðisyfirvalda líkt og farið var í um aldamótin þegar tíðni sortuæxla jókst. Hún segir rannsóknir sýna að hjá 97% kvenna sem greinist með sortuæxli sé saga um notkun ljósabekkja. „Rannsóknir sýna að ljósabekkir eru að valda fleiri húðkrabbameinum heldur en sígarettur lungnakrabbameini. Þetta er mjög krabbameinsvaldandi efni. Ef það er ekki hægt að banna þetta þá þarf að setja einhverjar álögur á þetta, tolla eða skatta því þetta er aukið álag á heilbrigðiskerfið.“ Sólin Heilbrigðismál Ljósabekkir Kvöldfréttir Tengdar fréttir Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Það er varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól, segir Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir. Þannig sé mikið brún húð í mikilli vörn. Hún segir fáránlegt að ekki sé búið að banna ljósabekki á Íslandi. 15. júlí 2025 10:23 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum úr könnun sem birtar voru á síðasta ári höfðu 14% ungmenna á aldrinum 15-17 ára farið í ljósabekk síðustu tólf mánuði þar á undan en notkun bekkjanna hér á landi er bönnuð þeim sem eru yngri en 18 ára. Notkun slíkra bekkja er alfarið bönnuð í þremur löndum en yfir 90% af húðkrabbameinum orsakast af útfljólubláum geislum hvort sem það er frá sólinni eða ljósabekkjum. Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir segir augljóst að grípa þurfi inn í. „Þegar við sjáum aukna tíðni á sortuæxlum sem er alveg samfara aukinni tíðni á ljósabekkjanotkun, þá vorum við með fyrstu löndum að banna ljósabekki undir 18 ára. Ég held það sé kominn tími til að alveg að banna þetta,“ sagði Jenna í viðtali sem birtist í kvöldfréttum Sýnar. Tíu sinnum meiri geislun en frá sólinni Hún segir það varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól og hún hafi þá orðið fyrir skaða. „Á góðum sólardegi eins og var í gær þegar sólin er sem sterkust, að fara í einn ljósatíma þá ertu að fá 10x meiri geislun á 10 mínútum heldur en frá sólinni. Það er alveg klárt að þessi útfljólubláa geislun er skaðleg.“ Jenna segir að þörf sé á átaki heilbrigðisyfirvalda líkt og farið var í um aldamótin þegar tíðni sortuæxla jókst. Hún segir rannsóknir sýna að hjá 97% kvenna sem greinist með sortuæxli sé saga um notkun ljósabekkja. „Rannsóknir sýna að ljósabekkir eru að valda fleiri húðkrabbameinum heldur en sígarettur lungnakrabbameini. Þetta er mjög krabbameinsvaldandi efni. Ef það er ekki hægt að banna þetta þá þarf að setja einhverjar álögur á þetta, tolla eða skatta því þetta er aukið álag á heilbrigðiskerfið.“
Sólin Heilbrigðismál Ljósabekkir Kvöldfréttir Tengdar fréttir Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Það er varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól, segir Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir. Þannig sé mikið brún húð í mikilli vörn. Hún segir fáránlegt að ekki sé búið að banna ljósabekki á Íslandi. 15. júlí 2025 10:23 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Það er varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól, segir Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir. Þannig sé mikið brún húð í mikilli vörn. Hún segir fáránlegt að ekki sé búið að banna ljósabekki á Íslandi. 15. júlí 2025 10:23