Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Lovísa Arnardóttir skrifar 18. júlí 2025 09:03 Bresku tónlistarmennirnir Sean Booth og Rob Brown hafa undir merkjum Autechre verið leiðandi afl í framúrstefnulegri raftónlist í áratugi Autechre Raftónlistardúettinn Autechre stígur á svið í Silfurbergi í Hörpu þann 15. ágúst næstkomandi. Örlygur Steinar Arnalds er mikill aðdáandi hljómsveitarinnar. Hann hefur séð hana tvisvar á tónleikum og segir það mikinn heiður að hita upp fyrir þá með hljómsveit sinni, raftónlistartríóinu, sideproject. Tónlistarkonan Hekla mun einnig hita upp fyrir Autechre. Bresku tónlistarmennirnir Sean Booth og Rob Brown hafa undir merkjum Autechre verið leiðandi afl í framúrstefnulegri raftónlist í áratugi. Þeir eru meðal áhrifamestu en jafnframt dularfyllstu nafna í raftónlistarsenunni í dag og hafa byggt upp sérstöðu með tilraunakenndum hljóðheimum, mögnuðum taktfléttum og ófyrirsjáanlegri tónlistarsköpun. Það sem gerir tónleika þeirra einstaka er að þeir fara fram í myrkvuðum sal, þar sem tónlistin fær að stjórna rýminu og skynfærin eru tekin á nýjar slóðir. „Ég býst ekki við því að við verðum í myrkri líka, heldur verði ljósin slökkt áður en þeir byrja. Þetta er þeirra trademark. Það fer eftir staðsetningunni hversu dimmt getur orðið en stundum sést í exit ljós og eitthvað þannig. Þeir vilja hafa þetta eins dimmt og það getur orðið.“ Fyrir tónleika fá allir gestir upplýsingar í pósti um fyrirkomulagið, myrkrið og ýmis öryggisatriði. „En svo eru alltaf starfsmenn með nætursjóngleraugu og ef það er eitthvað sem kemur upp þá er fólki sagt að beina ljósi á símanum upp og þá koma starfsmenn þeim til aðstoðar.“ Hljómsveitin hefur verið starfandi í áratugi. Myndin er tekin 2003.Vísir/Getty Hann segir þetta ótrúlega upplifun. „Þetta setur miklu meiri fókus á hlustun og tekur athyglina af umhverfinu og öðru fólki. Maður hættir að pæla í öllum skynfærum nema hlustun.“ Hann segir hljómsveitina sprottna úr dans- og raftónlistarmenningu 10. áratugarins og það skapist eins konar klúbbastemning á tónleikunum, en þó án allra ljósa. „Þetta er svipað, en samt allt önnur upplifun. Það er enginn að taka upp eða neitt þannig. Ef þú ert með símann uppi taka allir eftir því og það er ekki væbið, og svo auðvitað sérðu ekkert, þannig það er ekkert að taka upp nema hljóðin.“ Ótrúlegt að fá að hita upp Hann segir geðveikt að hita upp fyrir þá. „Maður eiginlega trúir þessu ekki.Þeir hafa verið sterkir áhrifavaldar og eru að mínu mati bestir í þessu sem þeir eru að gera, og frá þessu tímabili. Þeir hafa haldið áfram að prófa sig og eru enn þá að þenja formið, þó þeir séu orðnir eldri.“ Hann segir tónleika fyrir allt áhugafólk um hljóð og hljóðupplifun. „Þetta er einstök upplifun. Sama hvort þú hlustar á rapptónlist, djass, kvikmyndatónlist eða nokkuð annað. Fyrir mig var þetta allavega mögnuð upplifun.“ Tónlistin er spiluð „live“ og því engir tónleikar í raun eins. „Þú ert ekkert að fara að heyra þetta aftur.“ Örlygur mælir með að kynna sér tónlist hljómsveitarinnar. Þeir hafi fært sig nær tilraunamennsku eftir því sem þeir hafa orðið eldri en alltaf haldið sig í sama bakgrunni raftónlistar. Platan Oversteps geti verið brú á milli þess gamla og nýja. Tónleikar á Íslandi Tónlist Menning Reykjavík Bretland Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fleiri fréttir Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Sjá meira
Bresku tónlistarmennirnir Sean Booth og Rob Brown hafa undir merkjum Autechre verið leiðandi afl í framúrstefnulegri raftónlist í áratugi. Þeir eru meðal áhrifamestu en jafnframt dularfyllstu nafna í raftónlistarsenunni í dag og hafa byggt upp sérstöðu með tilraunakenndum hljóðheimum, mögnuðum taktfléttum og ófyrirsjáanlegri tónlistarsköpun. Það sem gerir tónleika þeirra einstaka er að þeir fara fram í myrkvuðum sal, þar sem tónlistin fær að stjórna rýminu og skynfærin eru tekin á nýjar slóðir. „Ég býst ekki við því að við verðum í myrkri líka, heldur verði ljósin slökkt áður en þeir byrja. Þetta er þeirra trademark. Það fer eftir staðsetningunni hversu dimmt getur orðið en stundum sést í exit ljós og eitthvað þannig. Þeir vilja hafa þetta eins dimmt og það getur orðið.“ Fyrir tónleika fá allir gestir upplýsingar í pósti um fyrirkomulagið, myrkrið og ýmis öryggisatriði. „En svo eru alltaf starfsmenn með nætursjóngleraugu og ef það er eitthvað sem kemur upp þá er fólki sagt að beina ljósi á símanum upp og þá koma starfsmenn þeim til aðstoðar.“ Hljómsveitin hefur verið starfandi í áratugi. Myndin er tekin 2003.Vísir/Getty Hann segir þetta ótrúlega upplifun. „Þetta setur miklu meiri fókus á hlustun og tekur athyglina af umhverfinu og öðru fólki. Maður hættir að pæla í öllum skynfærum nema hlustun.“ Hann segir hljómsveitina sprottna úr dans- og raftónlistarmenningu 10. áratugarins og það skapist eins konar klúbbastemning á tónleikunum, en þó án allra ljósa. „Þetta er svipað, en samt allt önnur upplifun. Það er enginn að taka upp eða neitt þannig. Ef þú ert með símann uppi taka allir eftir því og það er ekki væbið, og svo auðvitað sérðu ekkert, þannig það er ekkert að taka upp nema hljóðin.“ Ótrúlegt að fá að hita upp Hann segir geðveikt að hita upp fyrir þá. „Maður eiginlega trúir þessu ekki.Þeir hafa verið sterkir áhrifavaldar og eru að mínu mati bestir í þessu sem þeir eru að gera, og frá þessu tímabili. Þeir hafa haldið áfram að prófa sig og eru enn þá að þenja formið, þó þeir séu orðnir eldri.“ Hann segir tónleika fyrir allt áhugafólk um hljóð og hljóðupplifun. „Þetta er einstök upplifun. Sama hvort þú hlustar á rapptónlist, djass, kvikmyndatónlist eða nokkuð annað. Fyrir mig var þetta allavega mögnuð upplifun.“ Tónlistin er spiluð „live“ og því engir tónleikar í raun eins. „Þú ert ekkert að fara að heyra þetta aftur.“ Örlygur mælir með að kynna sér tónlist hljómsveitarinnar. Þeir hafi fært sig nær tilraunamennsku eftir því sem þeir hafa orðið eldri en alltaf haldið sig í sama bakgrunni raftónlistar. Platan Oversteps geti verið brú á milli þess gamla og nýja.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Menning Reykjavík Bretland Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fleiri fréttir Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Sjá meira