Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. júlí 2025 06:59 Trump virðist vera kominn aftur í lið með Evrópu... í bili að minnsta kosti. Hér eru hann og Selenskí með Emmanuel Macron og Keir Starmer þegar útför páfa fór fram í apríl síðastliðnum. Getty/Forsetaskrifstofa Úkraínu Stjórnvöld í Úkraínu fagna mjög ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að selja Úkraínumönnum vopn í gegnum Atlantshafsbandalagsríkin, sem munu greiða fyrir og senda vopnin gegn því að fá nýjar birgðir frá Bandaríkjunum. „Ég er þakklátur Trump fyrir vilja hans til að styðja við okkur í að vernda þjóð okkar,“ sagði Vólódímír Selenskí í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi. Forsetinn sagðist hafa átt góðar viðræður við Keith Kellogg, sendifulltrúa Bandaríkjanna í Úkraínu, og þá hefði hann rætt við bæði Trump og Mark Rutte, framkvæmdastjóra Nató. Viðbrögð við hótun Trump gagnvart Rússum; að gefa þeim 50 daga til að láta af stríðsrekstrinum ellegar sæta refsiaðgerðum, hafa hins vegar verið lágstemmdari. Rússar virðast sjálfir hafa takmarkaðar áhyggjur en Konstantin Kosachev, áhrifamikill rússneskur þingmaður, sagði til að mynda á Telegram að afarkostir Trump væru ekkert annað en „heitt loft“. „Margt getur gerst á 50 dögum; á vígvellinum og í huga þeirra sem eru við völd, bæði í Bandaríkjunum og í Nató,“ sagði hann. Þá benti Yuri Podolyaka, vinsæll hernaðarbloggari, á að Trump ætti það til að sveiflast fram og til baka og skipta um skoðun. Ef marka má orð Trump síðustu daga virðist hann hins vegar orðinn vel meðvitaður um það að Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir eitt og gerir annað. „Ég kem heim og segi við forsetafrúna: Veistu, ég talaði við Vladimír í dag. Við áttum dásamlegt samtal,“ sagði Trump í gær. „Og hún segir: Ó, er það? Það var verið að gera árás á aðra borg.“ Rússland Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður NATO Donald Trump Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Sjá meira
„Ég er þakklátur Trump fyrir vilja hans til að styðja við okkur í að vernda þjóð okkar,“ sagði Vólódímír Selenskí í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi. Forsetinn sagðist hafa átt góðar viðræður við Keith Kellogg, sendifulltrúa Bandaríkjanna í Úkraínu, og þá hefði hann rætt við bæði Trump og Mark Rutte, framkvæmdastjóra Nató. Viðbrögð við hótun Trump gagnvart Rússum; að gefa þeim 50 daga til að láta af stríðsrekstrinum ellegar sæta refsiaðgerðum, hafa hins vegar verið lágstemmdari. Rússar virðast sjálfir hafa takmarkaðar áhyggjur en Konstantin Kosachev, áhrifamikill rússneskur þingmaður, sagði til að mynda á Telegram að afarkostir Trump væru ekkert annað en „heitt loft“. „Margt getur gerst á 50 dögum; á vígvellinum og í huga þeirra sem eru við völd, bæði í Bandaríkjunum og í Nató,“ sagði hann. Þá benti Yuri Podolyaka, vinsæll hernaðarbloggari, á að Trump ætti það til að sveiflast fram og til baka og skipta um skoðun. Ef marka má orð Trump síðustu daga virðist hann hins vegar orðinn vel meðvitaður um það að Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir eitt og gerir annað. „Ég kem heim og segi við forsetafrúna: Veistu, ég talaði við Vladimír í dag. Við áttum dásamlegt samtal,“ sagði Trump í gær. „Og hún segir: Ó, er það? Það var verið að gera árás á aðra borg.“
Rússland Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður NATO Donald Trump Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent