Fótbolti

Trump fékk al­vöru bikarinn en Chelsea að­eins eftir­líkingu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Reece James gerir sig líklegan til að lyfta bikarnum og Donald Trump er ekkert á förum.
Reece James gerir sig líklegan til að lyfta bikarnum og Donald Trump er ekkert á förum. Getty/David Ramos

Donald Trump Bandaríkjaforseti montaði sig af því að hann hefði fengið að eiga bikarinn í heimsmeistarakeppni félagsliða.

Trump var heiðursgestur á úrslitaleik Chelsea og Paris Saint Germain í New York og afhenti bikarinn í leikslok.

Trump fór einnig í viðtal hjá DAZN sem sendi út leikinn.

Í þessu viðtali ræddi Trump þegar Gianni Infantino, forseti FIFA, mætti með bikarinn í Hvíta húsið. Þar kom fram að bikarinn hafði aldrei farið þaðan síðan.

„Þeir sögðu við mig: Getur þú geymt þennan bikar fyrir okkur í Oval Office? Ég spurði þá síðan hvenær þær ætluðu að sækja bikarinn en þeir svöruðu: Við ætlum aldrei að sækja hann, bikarinn má vera í Oval Office um alla tíð,“ sagði Donad Trump.

„Þeir bjuggu því til nýjan bikar en hinn er enn í Oval Office. Það er mjög spennandi,“ sagði Trump.

Chelsea fékk því ekki frumgerð bikarsins afhentan á sunnudagskvöldið heldur aðeins eftirlíkingu.

Trump var svo ánægður upp á verðlaunapallinum að hann neitaði að yfirgefa hann þegar leikmenn Chelsea lyftu bikarnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×