„Við erum bara happí og heimilislaus“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. júlí 2025 11:08 Sósíalistaflokknum var bolað úr Bolholtinu á dögunum. Sósíalistaflokkurinn Sósíalistaflokkurinn er enn heimilislaus en flokknum var vísað úr húsnæðinu í Bolholti fyrr í mánuðinum. Varaformaður framkvæmdastjórnar flokksins segir flokkinn enn ekki hafa fengið innbúið úr Bolholtinu. „Við erum ennþá bara happí og heimilislaus,“ segir Sigrún Unnsteinsdóttir varaformaður framkvæmdastjórnar flokksins í samtali við fréttastofu. Skaffaði mublum á sínum tíma „Það er ekki nóg með að við höfum verið læst úti heldur höfum við ekki fengið neitt sem er þarna inni, sem er nánast allt okkar dót,“ segir Sigrún. Hún hafi persónulega gefið stóran hluta innbúsins, húsgögn og fleira, þegar hún stóð í því að koma starfinu fyrir í húsnæðinu á sínum tíma. „Við ætlum að fá það, þó við þurfum að borga fyrir geymslupláss, af því að flokkurinn á þetta. En við verðum að vera komin í hús fyrir veturinn, það er svona planið.“ Athygli vakti fyrr í mánuðinum þegar Sósíalistaflokknum var gert að flytja úr Bolholtinu, hvar hann hefur verið til húsa undanfarin ár. Í Facebook færslu óskaði flokkurinn eftir ábendingum að húsnæði sem henti stjórnmálaflokki. Skömmu áður hafði Vorstjarnan, styrktarfélag Sósíalistaflokksins sem skipað er félagsmönnum úr röðum síðustu framkvæmdastjórnar, skipt um lás á húsnæðinu. „Sósíalistaflokkurinn er lokaður frá eigin húsnæði,“ sagði Karl Héðinn Kristjánsson, meðlimur í framkvæmdastjórn flokksins. Innleiddu lýðræðisleg fundarsköp Sigrún segir stjórnina á leið í ferðalag um landið til að efna kosningaloforð nýrrar stjórnar frá kosningunum í maí um að herja á landsbyggðina í júlímánuði. Í næsta mánuði fari hún að leita nýs húsnæðis, sem verði í þetta skiptið einfaldara þar sem ekki þurfi að hýsa myndver líkt og fyrr. „Það er fullt af lausu plássi út um allt, þannig að við erum bara slök.“ Mikið hefur gustað um flokkinn og tengdum honum undanfarna mánuði frá því að hallarbylting varð á aðalfundi flokksins í maí. Sigrún, sem hélt sínu sæti í framkvæmdastjórninni, segir mikinn mun á andanum í fyrrverandi og núverandi stjórn. „Þetta er mjög samstilltur hópur, það er enginn yfir annan hafinn. Við innleiddum lýðræðisleg fundarsköp þar sem allir fá að tjá sig. Þetta er eins og svart og hvítt,“ segir Sigrún en hún sat í framkvæmdastjórn með Gunnari Smára Egilssyni fyrrverandi formanni flokksins í þrjú ár. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu kom fram að ferð framkvæmdastjórnarinnar hafi verið kosningaloforð í síðustu Alþingiskosningum en rétt er að hún var kosningaloforð nýrrar framkvæmdastjórnar í foystukjöri flokksins í maí. Sósíalistaflokkurinn Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
„Við erum ennþá bara happí og heimilislaus,“ segir Sigrún Unnsteinsdóttir varaformaður framkvæmdastjórnar flokksins í samtali við fréttastofu. Skaffaði mublum á sínum tíma „Það er ekki nóg með að við höfum verið læst úti heldur höfum við ekki fengið neitt sem er þarna inni, sem er nánast allt okkar dót,“ segir Sigrún. Hún hafi persónulega gefið stóran hluta innbúsins, húsgögn og fleira, þegar hún stóð í því að koma starfinu fyrir í húsnæðinu á sínum tíma. „Við ætlum að fá það, þó við þurfum að borga fyrir geymslupláss, af því að flokkurinn á þetta. En við verðum að vera komin í hús fyrir veturinn, það er svona planið.“ Athygli vakti fyrr í mánuðinum þegar Sósíalistaflokknum var gert að flytja úr Bolholtinu, hvar hann hefur verið til húsa undanfarin ár. Í Facebook færslu óskaði flokkurinn eftir ábendingum að húsnæði sem henti stjórnmálaflokki. Skömmu áður hafði Vorstjarnan, styrktarfélag Sósíalistaflokksins sem skipað er félagsmönnum úr röðum síðustu framkvæmdastjórnar, skipt um lás á húsnæðinu. „Sósíalistaflokkurinn er lokaður frá eigin húsnæði,“ sagði Karl Héðinn Kristjánsson, meðlimur í framkvæmdastjórn flokksins. Innleiddu lýðræðisleg fundarsköp Sigrún segir stjórnina á leið í ferðalag um landið til að efna kosningaloforð nýrrar stjórnar frá kosningunum í maí um að herja á landsbyggðina í júlímánuði. Í næsta mánuði fari hún að leita nýs húsnæðis, sem verði í þetta skiptið einfaldara þar sem ekki þurfi að hýsa myndver líkt og fyrr. „Það er fullt af lausu plássi út um allt, þannig að við erum bara slök.“ Mikið hefur gustað um flokkinn og tengdum honum undanfarna mánuði frá því að hallarbylting varð á aðalfundi flokksins í maí. Sigrún, sem hélt sínu sæti í framkvæmdastjórninni, segir mikinn mun á andanum í fyrrverandi og núverandi stjórn. „Þetta er mjög samstilltur hópur, það er enginn yfir annan hafinn. Við innleiddum lýðræðisleg fundarsköp þar sem allir fá að tjá sig. Þetta er eins og svart og hvítt,“ segir Sigrún en hún sat í framkvæmdastjórn með Gunnari Smára Egilssyni fyrrverandi formanni flokksins í þrjú ár. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu kom fram að ferð framkvæmdastjórnarinnar hafi verið kosningaloforð í síðustu Alþingiskosningum en rétt er að hún var kosningaloforð nýrrar framkvæmdastjórnar í foystukjöri flokksins í maí.
Sósíalistaflokkurinn Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira