Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Rakel Sveinsdóttir skrifar 17. júlí 2025 07:03 Nýtt trend er að sýna sig mjög glöggt erlendis, skilgreint á ensku sem ,,fractional leadership." Þar sem forstjórar og framkvæmdastjórar velja að vinna fyrir mörg fyrirtæki í staðinn fyrir eitt og rækta þannig betur sitt eigið líf eða lífstíl. Vísir/Getty Það hefur ótrúlega margt breyst í atvinnulífinu um allan heim síðustu árin. Ekki aðeins vegna tækniþróunar heldur er það smátt og smátt að verða raunveruleiki að það að vinna frá níu til fimm á einhverjum vinnustað er hægt og rólega að hverfa sem „normið.“ Frá Covid hefur fjarvinna orðið að stærri raunveruleika en nokkru sinni fyrr og nú telst það ekkert nýtt lengur þótt vinnustaðir bjóði upp á blandað fyrirkomulag; Að vinna að hluta til í fjarvinnu en að hluta til á staðnum. Á litla Íslandi hefur það líka færst í aukana að fólk velur að starfa sjálfstætt sem einhvers konar ráðgjafar. Og hér hefur það líka færst í aukana að fyrirtæki fá starfsfólk í hlutastarf frá ráðgjafafyrirtækjum. Til dæmis að sinna mannauðsstjórastarfi í fyrirtæki, sem hlutastarf því viðkomandi er fyrst og fremst að starfa fyrir sitt eigið – eða annað - ráðgjafafyrirtæki. En nú er nýtt trend að sýna sig úti í hinum stóra heimi. Og það verður áhugavert að fylgjast með því á næstu árum, hvort sama þróun mun sýna sig hér. Þetta nýja trend kallast á ensku „fractional leadership.“ Sem í raun felur í sér að æðstu stjórnendur fyrirtækja, þeir sem áður hafa starfað sem forstjórar eða framkvæmdastjórar, eru nú að ráða sig í stórnendastörf hjá mörgum fyrirtækjum. Já; Þið lásuð rétt. Sami stjórnandinn er að vinna fyrir mörg fyrirtæki. Sem í raun er ekkert ólíkt því sem sjálfstætt starfandi ráðgjafar gera. Nema að það sem telst víst nýtt í þessu að sífellt fleiri æðstu stjórnendur eru að velja að venda sínu kvæði í kross og hætta að vinna sem æðsti stjórnandi hjá einu fyrirtæki. Velja þess í stað að vinna fyrir mörg fyrirtæki. Hvernig gengur það fyrir sig? Jú, það sem þetta þýðir er að viðkomandi stjórnandi ræður sig í hlutastörf fyrir nokkur fyrirtæki. Oft þannig að það styrkir ímynd fyrirtækisins að viðkomandi sé nú innanborðs. Sumsé; Stjórnandinn gefur fyrirtækinu ákveðnu vægi vegna fyrri reynslu og starfa. Þessir stjórnendur sérhæfa sig á ólíkum sviðum. Allt frá fjármálum og rekstri yfir í markaðsmál eða tækni. Þar sem fyrirtækin sem gera samninga við þá, eru annars vegar að nýta sér reynsluna og þekkinguna sem viðkomandi býr yfir en hins vegar að brúa bilið á meðan fyrirtækið er ekki með bolmagn til að ráða einstakling af sama kaliber í fullt starf sjálft. Að mörgu leyti hljómar þetta ekkert ólíkt því sem við á Íslandi höfum verið að sjá síðustu árin varðandi val á stjórnarmönnum fyrirtækja. Þar sem oft er verið að seilast í ákveðinn nöfn og ásýnd; Að sýna styrk félagsins með sterkum leiðtogum í stjórn og svo framvegis. Þetta er hins vegar ekki það sama að því leytinu til að hér eru það helst eldri stjórnendur sem eru að velja sér þann vettvang að starfa sem stjórnarmenn, nánast komnir á starfslokaaldur sjálfir eða í það minnsta í kringum sextugt. Erlendis er trendið hins vegar það að forystufólk í atvinnulífinu, sem á fjöldamörg ár eftir til starfsloka, er að velja sér þessa leið til að hafa meira frelsi, meiri sveigjanleika, aukið jafnvægi einkalífs og vinnu og svo framvegis. Nýja áherslan er: Ég ætla að rækta mig og mitt líf. Mun þetta breyta einhverju? Já, svo segja sérfræðingar. Því nú þegar gervigreindin er við það að fara að leysa úr svo mörgum hlutverkum, vilja sérfræðingar meina að það að leiðtogar velji í auknum mæli að starfa fyrir mörg fyrirtæki í einu, sé af hinu góða. Því það sem þessir stjórnendur geta hjálpað fyrirtækjum að gera er að efla sig inn á við í allri þeirri mannlegu færni sem gervigreindin ræður ekki við. Og þeir sem fyrrum stjórnendur hafa góða reynslu af að getur skipt sköpum; Tæknin einfaldlega getur ekki leyst öll mál! Vel má vera að íslenskt samfélag sé of lítið til að þessi þróun verði sýnileg hér. Nema þá með áframhaldandi fjölgun á sjálfstætt starfandi ráðgjöfum eða einstaklingum sem sérhæfa sig í að sitja í stjórnum fyrirtækja. Hins vegar verður áhugavert að fylgjast með því hvernig þessi þróun mun sýna sig erlendis á næstu árum eða áratug, sér í lagi þegar gervigreindin fer að sýna okkur enn betur, hvernig tæknin er við það að fara að breyta nánast öllu sem áður við þekktum. Stjórnun Vinnumarkaður Starfsframi Tengdar fréttir Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Það er alltaf jafn eftirsótt að komast á lista VR yfir Fyrirtæki ársins, enda er það mat byggt á viðhorfi starfsfólks, sem síðan reiknast upp í eina heildareinkunn. 1. júlí 2025 07:03 Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” „Í ár leggjum við áherslu á mikilvægi þess að stjórnendur átti sig á því að stjórnun þurfi að breytast. Ekki bara breytast heldur „gerbreytast.” Í dag þarf að stjórna á allt annan hátt, fyrst og fremst vegna þróunar í upplýsingatækni og menningu fyrirtækja,” segir Adriana Karolina Pétursdóttir formaður Mannauðs um áherslur Alþjóðlega mannauðsdagsins sem haldinn er hátíðlegur í dag. 20. maí 2025 07:02 Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best „Á næstu tíu árum er verið að tala um að um 40% fyrirtækja sem nú eru á lista S&P500 stærstu fyrirtækja heims verði skipt út. Það sem þetta segir okkur er að fyrirtæki þurfa alvarlega að fara að skoða hvernig þau geta innleitt nýsköpun sem eðlilegan hluta af sinni starfsemi,“ segir Davor Culjak stofnandi Resonate Digital. 8. maí 2025 07:00 Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Það hefur löngum verið horft til þess að atvinnulífið geti lært margt af íþróttum. Þar sem þjálfarar blása fólki byr í brjóst, efla liðsheildina og hvetja til dáða svo það er nánast leit að öðru eins. 29. apríl 2025 07:01 „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Flöskuhálsinn eru ríki og sveitarfélög ekki einkageirinn. Því einkageirinn er alveg búinn að fatta þetta að miklu leiti,“ segir Tómas Hilmar Ragnarz hjá Regus skrifstofuhúsnæði. 15. janúar 2025 07:00 Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Um forvitna yfirmanninn Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Fordómar: „Mætti halda að á Íslandi væri ekkert sölustarf til“ „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Að leysa hratt og vel úr málum í stað þess að pirrast Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Bissnessinn í tónlist: „Þetta er ekki lengur eins og þetta var í gamla daga“ Á erfitt með að tapa fyrir eiginmanninum í skrafli Að takast á við sjokkerandi breytingar í vinnunni Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn „Ég hef þó aldrei kunnað vel við titilinn framkvæmdastjóri“ Fjórar týpur af yfirmönnum sem eru sjálfir að drukkna í vinnu Segir mun á launum stjórnarmanna sláandi Íslenskir kvenstjórnendur: Bjartsýnar en með áhyggjur af stríði Lausnamiðuð ferilskrá og að þora Sjá meira
Frá Covid hefur fjarvinna orðið að stærri raunveruleika en nokkru sinni fyrr og nú telst það ekkert nýtt lengur þótt vinnustaðir bjóði upp á blandað fyrirkomulag; Að vinna að hluta til í fjarvinnu en að hluta til á staðnum. Á litla Íslandi hefur það líka færst í aukana að fólk velur að starfa sjálfstætt sem einhvers konar ráðgjafar. Og hér hefur það líka færst í aukana að fyrirtæki fá starfsfólk í hlutastarf frá ráðgjafafyrirtækjum. Til dæmis að sinna mannauðsstjórastarfi í fyrirtæki, sem hlutastarf því viðkomandi er fyrst og fremst að starfa fyrir sitt eigið – eða annað - ráðgjafafyrirtæki. En nú er nýtt trend að sýna sig úti í hinum stóra heimi. Og það verður áhugavert að fylgjast með því á næstu árum, hvort sama þróun mun sýna sig hér. Þetta nýja trend kallast á ensku „fractional leadership.“ Sem í raun felur í sér að æðstu stjórnendur fyrirtækja, þeir sem áður hafa starfað sem forstjórar eða framkvæmdastjórar, eru nú að ráða sig í stórnendastörf hjá mörgum fyrirtækjum. Já; Þið lásuð rétt. Sami stjórnandinn er að vinna fyrir mörg fyrirtæki. Sem í raun er ekkert ólíkt því sem sjálfstætt starfandi ráðgjafar gera. Nema að það sem telst víst nýtt í þessu að sífellt fleiri æðstu stjórnendur eru að velja að venda sínu kvæði í kross og hætta að vinna sem æðsti stjórnandi hjá einu fyrirtæki. Velja þess í stað að vinna fyrir mörg fyrirtæki. Hvernig gengur það fyrir sig? Jú, það sem þetta þýðir er að viðkomandi stjórnandi ræður sig í hlutastörf fyrir nokkur fyrirtæki. Oft þannig að það styrkir ímynd fyrirtækisins að viðkomandi sé nú innanborðs. Sumsé; Stjórnandinn gefur fyrirtækinu ákveðnu vægi vegna fyrri reynslu og starfa. Þessir stjórnendur sérhæfa sig á ólíkum sviðum. Allt frá fjármálum og rekstri yfir í markaðsmál eða tækni. Þar sem fyrirtækin sem gera samninga við þá, eru annars vegar að nýta sér reynsluna og þekkinguna sem viðkomandi býr yfir en hins vegar að brúa bilið á meðan fyrirtækið er ekki með bolmagn til að ráða einstakling af sama kaliber í fullt starf sjálft. Að mörgu leyti hljómar þetta ekkert ólíkt því sem við á Íslandi höfum verið að sjá síðustu árin varðandi val á stjórnarmönnum fyrirtækja. Þar sem oft er verið að seilast í ákveðinn nöfn og ásýnd; Að sýna styrk félagsins með sterkum leiðtogum í stjórn og svo framvegis. Þetta er hins vegar ekki það sama að því leytinu til að hér eru það helst eldri stjórnendur sem eru að velja sér þann vettvang að starfa sem stjórnarmenn, nánast komnir á starfslokaaldur sjálfir eða í það minnsta í kringum sextugt. Erlendis er trendið hins vegar það að forystufólk í atvinnulífinu, sem á fjöldamörg ár eftir til starfsloka, er að velja sér þessa leið til að hafa meira frelsi, meiri sveigjanleika, aukið jafnvægi einkalífs og vinnu og svo framvegis. Nýja áherslan er: Ég ætla að rækta mig og mitt líf. Mun þetta breyta einhverju? Já, svo segja sérfræðingar. Því nú þegar gervigreindin er við það að fara að leysa úr svo mörgum hlutverkum, vilja sérfræðingar meina að það að leiðtogar velji í auknum mæli að starfa fyrir mörg fyrirtæki í einu, sé af hinu góða. Því það sem þessir stjórnendur geta hjálpað fyrirtækjum að gera er að efla sig inn á við í allri þeirri mannlegu færni sem gervigreindin ræður ekki við. Og þeir sem fyrrum stjórnendur hafa góða reynslu af að getur skipt sköpum; Tæknin einfaldlega getur ekki leyst öll mál! Vel má vera að íslenskt samfélag sé of lítið til að þessi þróun verði sýnileg hér. Nema þá með áframhaldandi fjölgun á sjálfstætt starfandi ráðgjöfum eða einstaklingum sem sérhæfa sig í að sitja í stjórnum fyrirtækja. Hins vegar verður áhugavert að fylgjast með því hvernig þessi þróun mun sýna sig erlendis á næstu árum eða áratug, sér í lagi þegar gervigreindin fer að sýna okkur enn betur, hvernig tæknin er við það að fara að breyta nánast öllu sem áður við þekktum.
Stjórnun Vinnumarkaður Starfsframi Tengdar fréttir Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Það er alltaf jafn eftirsótt að komast á lista VR yfir Fyrirtæki ársins, enda er það mat byggt á viðhorfi starfsfólks, sem síðan reiknast upp í eina heildareinkunn. 1. júlí 2025 07:03 Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” „Í ár leggjum við áherslu á mikilvægi þess að stjórnendur átti sig á því að stjórnun þurfi að breytast. Ekki bara breytast heldur „gerbreytast.” Í dag þarf að stjórna á allt annan hátt, fyrst og fremst vegna þróunar í upplýsingatækni og menningu fyrirtækja,” segir Adriana Karolina Pétursdóttir formaður Mannauðs um áherslur Alþjóðlega mannauðsdagsins sem haldinn er hátíðlegur í dag. 20. maí 2025 07:02 Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best „Á næstu tíu árum er verið að tala um að um 40% fyrirtækja sem nú eru á lista S&P500 stærstu fyrirtækja heims verði skipt út. Það sem þetta segir okkur er að fyrirtæki þurfa alvarlega að fara að skoða hvernig þau geta innleitt nýsköpun sem eðlilegan hluta af sinni starfsemi,“ segir Davor Culjak stofnandi Resonate Digital. 8. maí 2025 07:00 Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Það hefur löngum verið horft til þess að atvinnulífið geti lært margt af íþróttum. Þar sem þjálfarar blása fólki byr í brjóst, efla liðsheildina og hvetja til dáða svo það er nánast leit að öðru eins. 29. apríl 2025 07:01 „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Flöskuhálsinn eru ríki og sveitarfélög ekki einkageirinn. Því einkageirinn er alveg búinn að fatta þetta að miklu leiti,“ segir Tómas Hilmar Ragnarz hjá Regus skrifstofuhúsnæði. 15. janúar 2025 07:00 Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Um forvitna yfirmanninn Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Fordómar: „Mætti halda að á Íslandi væri ekkert sölustarf til“ „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Að leysa hratt og vel úr málum í stað þess að pirrast Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Bissnessinn í tónlist: „Þetta er ekki lengur eins og þetta var í gamla daga“ Á erfitt með að tapa fyrir eiginmanninum í skrafli Að takast á við sjokkerandi breytingar í vinnunni Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn „Ég hef þó aldrei kunnað vel við titilinn framkvæmdastjóri“ Fjórar týpur af yfirmönnum sem eru sjálfir að drukkna í vinnu Segir mun á launum stjórnarmanna sláandi Íslenskir kvenstjórnendur: Bjartsýnar en með áhyggjur af stríði Lausnamiðuð ferilskrá og að þora Sjá meira
Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Það er alltaf jafn eftirsótt að komast á lista VR yfir Fyrirtæki ársins, enda er það mat byggt á viðhorfi starfsfólks, sem síðan reiknast upp í eina heildareinkunn. 1. júlí 2025 07:03
Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” „Í ár leggjum við áherslu á mikilvægi þess að stjórnendur átti sig á því að stjórnun þurfi að breytast. Ekki bara breytast heldur „gerbreytast.” Í dag þarf að stjórna á allt annan hátt, fyrst og fremst vegna þróunar í upplýsingatækni og menningu fyrirtækja,” segir Adriana Karolina Pétursdóttir formaður Mannauðs um áherslur Alþjóðlega mannauðsdagsins sem haldinn er hátíðlegur í dag. 20. maí 2025 07:02
Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best „Á næstu tíu árum er verið að tala um að um 40% fyrirtækja sem nú eru á lista S&P500 stærstu fyrirtækja heims verði skipt út. Það sem þetta segir okkur er að fyrirtæki þurfa alvarlega að fara að skoða hvernig þau geta innleitt nýsköpun sem eðlilegan hluta af sinni starfsemi,“ segir Davor Culjak stofnandi Resonate Digital. 8. maí 2025 07:00
Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Það hefur löngum verið horft til þess að atvinnulífið geti lært margt af íþróttum. Þar sem þjálfarar blása fólki byr í brjóst, efla liðsheildina og hvetja til dáða svo það er nánast leit að öðru eins. 29. apríl 2025 07:01
„Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Flöskuhálsinn eru ríki og sveitarfélög ekki einkageirinn. Því einkageirinn er alveg búinn að fatta þetta að miklu leiti,“ segir Tómas Hilmar Ragnarz hjá Regus skrifstofuhúsnæði. 15. janúar 2025 07:00
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent