„Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. júlí 2025 11:47 Ívar Örn býst við baráttu í Krikanum í dag. Vísir/Diego „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál í Kaplakrika. Menn eru alvöru gíraðir í þetta,“ segir Ívar Örn Árnason, fyrirliði KA, um leik hans manna við FH í Bestu deild karla síðdegis í dag. Ívar var nýlentur á höfuðstaðnum þegar Vísir náði tali af honum í morgun. Hann segist spenntur fyrir leik dagsins. „Þetta leggst rosalega vel í mig. Við erum að koma undan góðri frammistöðu í síðasta leik og hópurinn er allur að taka betri mynd á sig núna.“ Barátta í háloftum og um seinni bolta KA hafði tapað þremur leikjum í röð þegar liðið mætti KR síðustu helgi, þar á meðal fyrir toppbaráttuliðum Víkings og Vals. KA vann afar sterkan 2-1 sigur á KR þar sem þéttleiki og barátta einkenndi leik liðsins og segir Ívar léttari stemningu hafa einkennt nýliðna æfingaviku eftir langþráðan sigur. „Heldur betur. Það er margoft búið að ræða að Valsleikurinn var one-off og Víkingsleikurinn þar áður var ágætis frammistaða. Það var bara farið aftur í grunngildin gegn KR, línurnar þéttar saman. Við sóttum mjög mikilvæg stig í þeim leik,“ „Leikurinn í dag verður klárlega barátta um seinni boltann. FH vill spila mikið í háloftunum en svo sem rennandi blautur grasvöllur sem bíður okkar í dag og við Akureyringar eru m mjög hlynntir því að spila á grasi og gerðum það flestir leikmenn lengi vel á grasi. Okkur líður ennþá best þar,“ segir Ívar en býst hann þá við því að þurfa að skalla marga bolta í dag? „Eftir greiningu á FH-ingunum eru þeir með mjög skýrt upplegg og eru mjög góðir í því sem þeir gera. Þar er það baráttan um annan boltann, þeir eru oftar en ekki yfir í þeirri baráttu. Við þurfum að matcha það, ef ekki gera betur, ef við ætlum að fá eitthvað út úr þessum leik í dag. Það er bara þannig.“ Sex stiga leikur Liðin tvö eru jöfn að stigum fyrir leik dagsins, eins og ÍBV, öll þrjú lið eru með 15 stig. KA situr í fallsæti vegna markatölu en FH er í 9. sætinu fyrir ofan áðurnefnd liðin tvö. Það má því segja að um sex stiga leik sé að ræða. „Þetta er rosalega þéttur pakki. Það eru þrjú lið jöfn að stigum þar sem markatalan greinri á milli. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að fá þrjú stigin og ýta okkur aðeins upp úr þessu fallsæti. Við erum núna bara farnir að horfa upp á við.“ Leikur FH og KA hefst klukkan 16:00 og verður sýndur beint á Sýn Sport. Besta deild karla KA FH Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira
Ívar var nýlentur á höfuðstaðnum þegar Vísir náði tali af honum í morgun. Hann segist spenntur fyrir leik dagsins. „Þetta leggst rosalega vel í mig. Við erum að koma undan góðri frammistöðu í síðasta leik og hópurinn er allur að taka betri mynd á sig núna.“ Barátta í háloftum og um seinni bolta KA hafði tapað þremur leikjum í röð þegar liðið mætti KR síðustu helgi, þar á meðal fyrir toppbaráttuliðum Víkings og Vals. KA vann afar sterkan 2-1 sigur á KR þar sem þéttleiki og barátta einkenndi leik liðsins og segir Ívar léttari stemningu hafa einkennt nýliðna æfingaviku eftir langþráðan sigur. „Heldur betur. Það er margoft búið að ræða að Valsleikurinn var one-off og Víkingsleikurinn þar áður var ágætis frammistaða. Það var bara farið aftur í grunngildin gegn KR, línurnar þéttar saman. Við sóttum mjög mikilvæg stig í þeim leik,“ „Leikurinn í dag verður klárlega barátta um seinni boltann. FH vill spila mikið í háloftunum en svo sem rennandi blautur grasvöllur sem bíður okkar í dag og við Akureyringar eru m mjög hlynntir því að spila á grasi og gerðum það flestir leikmenn lengi vel á grasi. Okkur líður ennþá best þar,“ segir Ívar en býst hann þá við því að þurfa að skalla marga bolta í dag? „Eftir greiningu á FH-ingunum eru þeir með mjög skýrt upplegg og eru mjög góðir í því sem þeir gera. Þar er það baráttan um annan boltann, þeir eru oftar en ekki yfir í þeirri baráttu. Við þurfum að matcha það, ef ekki gera betur, ef við ætlum að fá eitthvað út úr þessum leik í dag. Það er bara þannig.“ Sex stiga leikur Liðin tvö eru jöfn að stigum fyrir leik dagsins, eins og ÍBV, öll þrjú lið eru með 15 stig. KA situr í fallsæti vegna markatölu en FH er í 9. sætinu fyrir ofan áðurnefnd liðin tvö. Það má því segja að um sex stiga leik sé að ræða. „Þetta er rosalega þéttur pakki. Það eru þrjú lið jöfn að stigum þar sem markatalan greinri á milli. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að fá þrjú stigin og ýta okkur aðeins upp úr þessu fallsæti. Við erum núna bara farnir að horfa upp á við.“ Leikur FH og KA hefst klukkan 16:00 og verður sýndur beint á Sýn Sport.
Besta deild karla KA FH Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira