Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 11. júlí 2025 11:53 Ólafur Þ. Harðarson er prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði segir það fordæmalaust að svokölluðu kjarnorkuákvæði sé beitt gegn málþófi á Alþingi. Ekki sé algengt að jafn þung orð séu látin falla í þinginu líkt og síðustu daga. Of snemmt sé að segja til um áhrifin sem beiting ákvæðisins geti haft á þingið en möguleiki er á að það málþófshefðir íslenskra þingmanna breytist til muna. „Það er sögulegt en ekki óvænt eftir það sem að forystukonur ríkisstjórnarinnar sögðu á þinginu í gær. Málþófið er núna búið að standa í fjórar venjulegar vinnuvikur svo það gat eiginlega ekki haldið áfram,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Að beita 71. grein þingskapalaga, stundum kallað kjarnorkuákvæðið, þýðir að forseti Alþingis getur sett þinginu tímamörk þegar kemur að umræðum um ákveðin mál. Það gerðist nú í morgun þegar Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, lagði til að umræðum yrði hætt þegar í stað og eftir atkvæðagreiðslu um tillöguna verður nú gengið til efnislegrar atkvæðagreiðslu um veiðigjaldafrumvarpið. „Þetta þýðir að meirihlutinn hefur gert það alveg skýrt að minnihlutinn ræður ekki niðurstöðu þingmála. Ýmsir hafa talið og haldið því fram að ef að þessu ákvæði yrði beitt þá yrði allt vitlaust í þinginu, það yrði slíkar hefndaraðgerðir að allt þingið væri óstarfhæft. Það verður ákaflega fróðlegt að fylgjast með því hvað gerist núna í framhaldinu og hvernig stjórnarandstaðan bregst við,“ segir Ólafur. Hann segir enga leið til að segja til um hvernig framhaldið verður. „Það veltur á því hve miklu stjórnin hyggst koma í gegn á þessu þingi og ekki síður á því hver viðbrögð stjórnarandstöðunnar verða við öðrum málum sem stjórnin vill koma í gegn. Það er í fullkominni óvissu eins og stendur.“ Ekki algengt að svo þung orð séu látin falla Málið varðar breytingar á veiðigjöldum en hafa umræður um frumvarp atvinnuvegaráðherrans staðið í rúmar 158 klukkustundir. Mikið gekk á í þinginu í gær og sökuðu þingmenn hvorn annan um einræðistilburði og valdarán. Ólafur segir þung orð líkt og þau hafa verið notuð áður en það sé ekki algengt. „Stóryrði voru sérstaklega mikið notuð varðandi deilurnar um aðild að Atlantshafsbandalaginu og herstöðinni í Keflavík. Þá voru landráðabrigsl algeng en sem betur fer er orðbragð af þessu tagi ekki algengt í samtímanum.“ Aðspurður hvort að um óvenjulega harkalega byrjun á kjörtímabili sé að ræða segist Ólafur ekki viss. „Það hafa náttúrulega stundum verið mjög harkalegar deilur í þinginu en þetta hefur verði með harkalegasta móti. Þetta gríðarlega langa málþóf og síðan það úrræði að beita 71. greininni það er auðvitað fordæmalaust.“ Of snemmt að segja til um áhrifin Ólafur segir ákvörðun forseta Alþingis ekki hafa komið á óvart. „Við höfum búið við málþófshefð þó að aldrei hefur gerst áður að menn séu að ræða eitt mál í fjórar venjulegar vinnuvikur. Þetta er óþekkt hér í nágrannalöndunum. Miðað við allan aðdragandann kemur mér ekki á óvart að þessu ákveði hafi verið beitt núna,“ segir hann. Óvíst er hvernig þingmenn stjórnarandstöðunnar bregðist við ákvörðun ríkisstjórnarflokkanna. Of snemmt sé að segja til um hvort Alþingi verði aldrei samt eftir þetta. „Það er of snemmt að segja til um það en það að stoppa málþóf með þessum hætti gæti vel þýtt að Alþingi verði aldrei samt aftur, það er að segja að málþóf af þessu tagi verði ekki framar liðið. Vonandi gerist það með því að þingmenn komi sér saman um breytingar á þingskapalögum en séu ekki í endalausum skærum í þinginu,“ segir Ólafur. Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
„Það er sögulegt en ekki óvænt eftir það sem að forystukonur ríkisstjórnarinnar sögðu á þinginu í gær. Málþófið er núna búið að standa í fjórar venjulegar vinnuvikur svo það gat eiginlega ekki haldið áfram,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Að beita 71. grein þingskapalaga, stundum kallað kjarnorkuákvæðið, þýðir að forseti Alþingis getur sett þinginu tímamörk þegar kemur að umræðum um ákveðin mál. Það gerðist nú í morgun þegar Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, lagði til að umræðum yrði hætt þegar í stað og eftir atkvæðagreiðslu um tillöguna verður nú gengið til efnislegrar atkvæðagreiðslu um veiðigjaldafrumvarpið. „Þetta þýðir að meirihlutinn hefur gert það alveg skýrt að minnihlutinn ræður ekki niðurstöðu þingmála. Ýmsir hafa talið og haldið því fram að ef að þessu ákvæði yrði beitt þá yrði allt vitlaust í þinginu, það yrði slíkar hefndaraðgerðir að allt þingið væri óstarfhæft. Það verður ákaflega fróðlegt að fylgjast með því hvað gerist núna í framhaldinu og hvernig stjórnarandstaðan bregst við,“ segir Ólafur. Hann segir enga leið til að segja til um hvernig framhaldið verður. „Það veltur á því hve miklu stjórnin hyggst koma í gegn á þessu þingi og ekki síður á því hver viðbrögð stjórnarandstöðunnar verða við öðrum málum sem stjórnin vill koma í gegn. Það er í fullkominni óvissu eins og stendur.“ Ekki algengt að svo þung orð séu látin falla Málið varðar breytingar á veiðigjöldum en hafa umræður um frumvarp atvinnuvegaráðherrans staðið í rúmar 158 klukkustundir. Mikið gekk á í þinginu í gær og sökuðu þingmenn hvorn annan um einræðistilburði og valdarán. Ólafur segir þung orð líkt og þau hafa verið notuð áður en það sé ekki algengt. „Stóryrði voru sérstaklega mikið notuð varðandi deilurnar um aðild að Atlantshafsbandalaginu og herstöðinni í Keflavík. Þá voru landráðabrigsl algeng en sem betur fer er orðbragð af þessu tagi ekki algengt í samtímanum.“ Aðspurður hvort að um óvenjulega harkalega byrjun á kjörtímabili sé að ræða segist Ólafur ekki viss. „Það hafa náttúrulega stundum verið mjög harkalegar deilur í þinginu en þetta hefur verði með harkalegasta móti. Þetta gríðarlega langa málþóf og síðan það úrræði að beita 71. greininni það er auðvitað fordæmalaust.“ Of snemmt að segja til um áhrifin Ólafur segir ákvörðun forseta Alþingis ekki hafa komið á óvart. „Við höfum búið við málþófshefð þó að aldrei hefur gerst áður að menn séu að ræða eitt mál í fjórar venjulegar vinnuvikur. Þetta er óþekkt hér í nágrannalöndunum. Miðað við allan aðdragandann kemur mér ekki á óvart að þessu ákveði hafi verið beitt núna,“ segir hann. Óvíst er hvernig þingmenn stjórnarandstöðunnar bregðist við ákvörðun ríkisstjórnarflokkanna. Of snemmt sé að segja til um hvort Alþingi verði aldrei samt eftir þetta. „Það er of snemmt að segja til um það en það að stoppa málþóf með þessum hætti gæti vel þýtt að Alþingi verði aldrei samt aftur, það er að segja að málþóf af þessu tagi verði ekki framar liðið. Vonandi gerist það með því að þingmenn komi sér saman um breytingar á þingskapalögum en séu ekki í endalausum skærum í þinginu,“ segir Ólafur.
Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira