Halda áfram að ræða veiðigjöldin Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 11. júlí 2025 07:30 Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra lagði fram frumvarp um breytingu á veiðigjöldum. Vísir/Vilhelm Þingfundur hefur verið boðaður á Alþingi klukkan tíu dag þar sem eina málið á dagskrá er frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjöldin. Fundurinn kemur í kjölfar viðburðaríks þingfundar gærdagsins. Ekkert annað frumvarp hefur verið jafn lengi til umræðu á þinginu en þingmenn ríkisstjórnarflokkanna brugðust harkalega við þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og varaforseti Alþingis, lauk þingfundi á miðvikudagskvöld rétt fyrir miðnætti. Hún var gagnrýnd fyrir að fresta fundi án samráðs við forseta þingsins. Í gær flutti Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra óvænta yfirlýsingu þar sem hún sakaði þingmenn minnihlutans um að viðurkenna ekki umboð meirihlutans og standa í veg fyrir lýðræðislegri afgreiðslu mála. „Við munum verja lýðveldið Ísland. Við munum verja stjórnskipan landsins og heiður Alþingis,“ sagði hún fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Orð Kristrúnar fóru misvel í þingmennina og til dæmis sagði Hildur orð Kristrúnar um sig vera ógeðfelld. Umdeilda umslagið Seinnipartinn funduðu formenn allra flokka á Alþingi í von um að stilla til friðar. Þá funduðu þingflokksformenn seinna um kvöldið en ekkert varð úr því. Þingfundi var svo slitið án árangurs klukkan níu í gærkvöldi. Kristrún sagði við fréttastofu í gær að minnihlutinn hefði lagt fram sína eigin tillögu um veiðigjaldafrumvarpið í lokuðu umslagi og krafist þess að ríkisstjórnin myndi samþykkja hana og leggja fram sem sitt eigið. Í yfirlýsingu stjórnarandstöðunnar hafna þau því að flokkarnir hafi lagt fram tillögur „í lokuðu umslagi yfir borðið.“ Í samtali við Vísi sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, að stjórnarandstaðan hefði lagt fram „mýkri“ tillögu en frumvarpið um veiðigjöldin sem liggur fyrir núna. Hann segir þreifingar hafi verið í gangi á fundi formannanna. Samkvæmt heimildum Vísis var lagt til eins prósentustiga hækkun á veiðigjaldi yfir næstu fimm ár en Sigurður Ingi vildi ekki tjá sig um hana. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Ekkert annað frumvarp hefur verið jafn lengi til umræðu á þinginu en þingmenn ríkisstjórnarflokkanna brugðust harkalega við þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og varaforseti Alþingis, lauk þingfundi á miðvikudagskvöld rétt fyrir miðnætti. Hún var gagnrýnd fyrir að fresta fundi án samráðs við forseta þingsins. Í gær flutti Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra óvænta yfirlýsingu þar sem hún sakaði þingmenn minnihlutans um að viðurkenna ekki umboð meirihlutans og standa í veg fyrir lýðræðislegri afgreiðslu mála. „Við munum verja lýðveldið Ísland. Við munum verja stjórnskipan landsins og heiður Alþingis,“ sagði hún fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Orð Kristrúnar fóru misvel í þingmennina og til dæmis sagði Hildur orð Kristrúnar um sig vera ógeðfelld. Umdeilda umslagið Seinnipartinn funduðu formenn allra flokka á Alþingi í von um að stilla til friðar. Þá funduðu þingflokksformenn seinna um kvöldið en ekkert varð úr því. Þingfundi var svo slitið án árangurs klukkan níu í gærkvöldi. Kristrún sagði við fréttastofu í gær að minnihlutinn hefði lagt fram sína eigin tillögu um veiðigjaldafrumvarpið í lokuðu umslagi og krafist þess að ríkisstjórnin myndi samþykkja hana og leggja fram sem sitt eigið. Í yfirlýsingu stjórnarandstöðunnar hafna þau því að flokkarnir hafi lagt fram tillögur „í lokuðu umslagi yfir borðið.“ Í samtali við Vísi sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, að stjórnarandstaðan hefði lagt fram „mýkri“ tillögu en frumvarpið um veiðigjöldin sem liggur fyrir núna. Hann segir þreifingar hafi verið í gangi á fundi formannanna. Samkvæmt heimildum Vísis var lagt til eins prósentustiga hækkun á veiðigjaldi yfir næstu fimm ár en Sigurður Ingi vildi ekki tjá sig um hana.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira