Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2025 08:32 CrossFit kappinn Jack Monaghan tók slæma ákvörðun og má ekki keppa aftur í CrossFit fyrr en hann er orðin þrítugur. @jack_mona99 CrossFit kappinn Jack Monaghan er hættur við að áfrýja banni sínu og ákvað frekar að viðurkenna sök og taka sinni refsingu. Monaghan féll á lyfjaprófi á undanúrslitamóti fyrir heimsleikana og CrossFit hefur sett hann í bann. Prófið var tekið á Torian Pro mótinu í Ástralíu þar sem Monaghan endaði í sjötta sæti. Það dugði þó ekki til að tryggja honum sæti á heimsleikunum því aðeins tvö sæti voru í boði. Þegar fréttist af því að Monaghan hefði fallið á lyfjaprófi þá tilkynnti hann strax að hann ætlaði að áfrýja dómnum og hreinsa mannorð sitt. Sterar höfðu fundist í sýni hans. Nú tveimur vikum síðar hefur hann ákveðið að hætta þeirri baráttu. Monaghan er þar með kominn í fjögurra ára bann frá CrossFit íþróttinni. Monaghan útskýrði stöðu sína á samfélagsmiðlum og sagði að andlegar og líkamlegar kröfur að keppa á hæsta stigi hafi verið of miklar fyrir hann. „Þessi pressa átti þátt í þessari slæmu ákvörðunartöku minni. Það er samt enginn annar en ég sem ber ábyrgðina,“ sagði Jack Monaghan. Það fylgdi líka sögunni að hann varð fyrir því að fótbrotna í aðdraganda mótsins sem gerði það enn erfiðara fyrir hann að koma sér í sitt besta form. Hann segir það þó ekki vera neina afsökun. View this post on Instagram A post shared by The Barbell Spin (@thebarbellspin) CrossFit Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Fótbolti Fleiri fréttir Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Sjá meira
Monaghan féll á lyfjaprófi á undanúrslitamóti fyrir heimsleikana og CrossFit hefur sett hann í bann. Prófið var tekið á Torian Pro mótinu í Ástralíu þar sem Monaghan endaði í sjötta sæti. Það dugði þó ekki til að tryggja honum sæti á heimsleikunum því aðeins tvö sæti voru í boði. Þegar fréttist af því að Monaghan hefði fallið á lyfjaprófi þá tilkynnti hann strax að hann ætlaði að áfrýja dómnum og hreinsa mannorð sitt. Sterar höfðu fundist í sýni hans. Nú tveimur vikum síðar hefur hann ákveðið að hætta þeirri baráttu. Monaghan er þar með kominn í fjögurra ára bann frá CrossFit íþróttinni. Monaghan útskýrði stöðu sína á samfélagsmiðlum og sagði að andlegar og líkamlegar kröfur að keppa á hæsta stigi hafi verið of miklar fyrir hann. „Þessi pressa átti þátt í þessari slæmu ákvörðunartöku minni. Það er samt enginn annar en ég sem ber ábyrgðina,“ sagði Jack Monaghan. Það fylgdi líka sögunni að hann varð fyrir því að fótbrotna í aðdraganda mótsins sem gerði það enn erfiðara fyrir hann að koma sér í sitt besta form. Hann segir það þó ekki vera neina afsökun. View this post on Instagram A post shared by The Barbell Spin (@thebarbellspin)
CrossFit Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Fótbolti Fleiri fréttir Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Sjá meira