United boðið að skrapa botninn á tunnunni Siggeir Ævarsson skrifar 9. júlí 2025 20:18 Callum Wilson skoraði núll mörk í 18 deildarleikjum í vetur EPA-EFE/PETER POWELL Eftir mikið vonbrigðatímabil í ensku úrvalsdeildinni hjá Manchester United hefur sumarið heldur ekki verið upp á marga fiska en liðið er aðeins búið að klára ein stór kaup og þá hefur enginn leikmaður verið seldur. Ruben Amorim, stjóri United, hefur verið mjög afdráttarlaus um að hann vilji losa ákveðna leikmenn úr hópnum en það virðist vera lítið að frétta á þeim bænum en þó virðist Jadon Sancho mögulega þokast nær því að ganga í raðir Juventus. United leita logandi ljósi að sóknarmanni en liðið skoraði aðeins 44 mörk í deildinni í fyrra. Liðið hefur ítrekað reynt að klára kaup á Bryan Mbeumo frá Brentford en viðræður á milli liðanna sigla ítrekað í strand. Það er aðeins rúmur mánuður í að enska deildin byrji og stuðningsmenn United eru margir hverjir farnir að ókyrrast og eflaust er eitthvað stress byrjað að gera vart við sig á skrifstofu liðsins. Nýjustu vendingar eru þær að United standi til boða þrír sóknarmenn sem allir eru samningslausir og kæmu þá á frjálsri sölu. Það eru þeir Jamie Vardy, Dominic Calvert-Lewin og Callum Wilson. Það verður áhugavert að sjá hvort United muni taka sénsinn á einhverjum af þessum leikmönnum en það er ekki beinlínis hægt að segja að þetta séu feitustu bitarnir á markaðnum. Vardy er 38 ára og skoraði níu mörk á síðasta tímabili fyrir Leicester. Calvert-Lewin skoraði þrjú mörk fyrir Everton og hefur ekki skorað yfir tíu mörk síðan 2020-21 og Callum Wilson skoraði ekki eitt einasta mark í þeim 18 leikjum sem hann spilaði fyrir Newcastle í fyrra. Nýjustu fréttir af Mbeumo gætu þó gefið United mönnum ástæðu til bjartsýni en það er ekkert fast í hendi enn. Manchester United are hoping that they will be able to secure a deal for Brentford forward Bryan Mbeumo before their pre-season tour of the USA begins 👀🔴 pic.twitter.com/KoJAFuGPd8— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 9, 2025 Enski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira
Ruben Amorim, stjóri United, hefur verið mjög afdráttarlaus um að hann vilji losa ákveðna leikmenn úr hópnum en það virðist vera lítið að frétta á þeim bænum en þó virðist Jadon Sancho mögulega þokast nær því að ganga í raðir Juventus. United leita logandi ljósi að sóknarmanni en liðið skoraði aðeins 44 mörk í deildinni í fyrra. Liðið hefur ítrekað reynt að klára kaup á Bryan Mbeumo frá Brentford en viðræður á milli liðanna sigla ítrekað í strand. Það er aðeins rúmur mánuður í að enska deildin byrji og stuðningsmenn United eru margir hverjir farnir að ókyrrast og eflaust er eitthvað stress byrjað að gera vart við sig á skrifstofu liðsins. Nýjustu vendingar eru þær að United standi til boða þrír sóknarmenn sem allir eru samningslausir og kæmu þá á frjálsri sölu. Það eru þeir Jamie Vardy, Dominic Calvert-Lewin og Callum Wilson. Það verður áhugavert að sjá hvort United muni taka sénsinn á einhverjum af þessum leikmönnum en það er ekki beinlínis hægt að segja að þetta séu feitustu bitarnir á markaðnum. Vardy er 38 ára og skoraði níu mörk á síðasta tímabili fyrir Leicester. Calvert-Lewin skoraði þrjú mörk fyrir Everton og hefur ekki skorað yfir tíu mörk síðan 2020-21 og Callum Wilson skoraði ekki eitt einasta mark í þeim 18 leikjum sem hann spilaði fyrir Newcastle í fyrra. Nýjustu fréttir af Mbeumo gætu þó gefið United mönnum ástæðu til bjartsýni en það er ekkert fast í hendi enn. Manchester United are hoping that they will be able to secure a deal for Brentford forward Bryan Mbeumo before their pre-season tour of the USA begins 👀🔴 pic.twitter.com/KoJAFuGPd8— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 9, 2025
Enski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira