Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar 9. júlí 2025 16:33 Á árum áður helguðu margar konur líf sitt heimilisstörfum og uppeldi barna sinna af alúð og ástríðu, unnu kannski hluta úr degi utan heimilisins eða voru ekki á almennum vinnumarkaði yfir höfuð. Þegar þessar konur eru komnar á efri ár njóta þær lítilla sem engra lífeyrisréttinda. Samfélagið ætti hins vegar að umbuna þeim fyrir störf þeirra inni á heimilunum og tryggja efnahagslegt öryggi þeirra á efri árum. Raunveruleikinn hefur því miður verið allt annar. Margar þessara kvenna búa við fátækt. Stór hópur fyrrverandi heimavinnandi húsmæðra á sér lítil sem engin lífeyrisréttindi og þarf að reiða sig alfarið á almannatryggingakerfið. Þrátt fyrir að 62. grein laga um almannatryggingar kveði skýrt á um að lífeyrisgreiðslur skuli árlega taka mið af launaþróun, en þó aldrei hækka minna en sem nemur verðbólgu, hefur framkvæmdin verið önnur. Í reynd hefur lífeyrir aðeins hækkað í takt við verðlag þegar laun hafa hækkað mun meira. Þetta hefur leitt til stöðugrar kjaragliðnunar. Eldri borgarar, öryrkjar og aðrir sem fá greiðslur úr almannatryggingum hafa setið eftir á meðan launafólk nýtur bættra lífskjara. Á sama tíma og framfærslukostnaður eykst er þeim öldruðu, veiku og efnaminni í samfélaginu ýtt út á jaðarinn. Nú hillir loks undir réttlæti með núverandi ríkisstjórn. Frumvarp Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra mun tryggja að lífeyrisþegar dragist ekki aftur úr í launaþróun. Með breytingunni er horfið frá þeirri túlkun laganna sem hefur viðgengist og tryggt að ráðstöfunartekjur öryrkja og eldri borgara fylgi launaþróun. Rétt eins og upphaflega var ætlunin þegar reglan var sett árið 1997. Þetta frumvarp, sem hefur lengi verið baráttumál bæði LEB og ÖBÍ er nú á lokametrunum á Alþingi. Því miður virðist stjórnarandstaðan; Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Miðflokkurinn ákveðin í að koma í veg fyrir þetta réttlætismál með fordæmalausu málþófi. Þannig er lýðræðið tekið í gíslingu og okkar heimavinnandi húsmæður, aldraðir og öryrkjar neydd til að bíða enn lengur eftir löngu tímabæru réttlæti. Vilji meirihluta þjóðarinnar og stjórnarmeirihlutans er sterkari en málþóf minnihluta þingmanna. Við skulum því láta í okkur heyra og krefjast þess að réttlætið nái fram að ganga. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Alþingi Eldri borgarar Jónína Björk Óskarsdóttir Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Á árum áður helguðu margar konur líf sitt heimilisstörfum og uppeldi barna sinna af alúð og ástríðu, unnu kannski hluta úr degi utan heimilisins eða voru ekki á almennum vinnumarkaði yfir höfuð. Þegar þessar konur eru komnar á efri ár njóta þær lítilla sem engra lífeyrisréttinda. Samfélagið ætti hins vegar að umbuna þeim fyrir störf þeirra inni á heimilunum og tryggja efnahagslegt öryggi þeirra á efri árum. Raunveruleikinn hefur því miður verið allt annar. Margar þessara kvenna búa við fátækt. Stór hópur fyrrverandi heimavinnandi húsmæðra á sér lítil sem engin lífeyrisréttindi og þarf að reiða sig alfarið á almannatryggingakerfið. Þrátt fyrir að 62. grein laga um almannatryggingar kveði skýrt á um að lífeyrisgreiðslur skuli árlega taka mið af launaþróun, en þó aldrei hækka minna en sem nemur verðbólgu, hefur framkvæmdin verið önnur. Í reynd hefur lífeyrir aðeins hækkað í takt við verðlag þegar laun hafa hækkað mun meira. Þetta hefur leitt til stöðugrar kjaragliðnunar. Eldri borgarar, öryrkjar og aðrir sem fá greiðslur úr almannatryggingum hafa setið eftir á meðan launafólk nýtur bættra lífskjara. Á sama tíma og framfærslukostnaður eykst er þeim öldruðu, veiku og efnaminni í samfélaginu ýtt út á jaðarinn. Nú hillir loks undir réttlæti með núverandi ríkisstjórn. Frumvarp Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra mun tryggja að lífeyrisþegar dragist ekki aftur úr í launaþróun. Með breytingunni er horfið frá þeirri túlkun laganna sem hefur viðgengist og tryggt að ráðstöfunartekjur öryrkja og eldri borgara fylgi launaþróun. Rétt eins og upphaflega var ætlunin þegar reglan var sett árið 1997. Þetta frumvarp, sem hefur lengi verið baráttumál bæði LEB og ÖBÍ er nú á lokametrunum á Alþingi. Því miður virðist stjórnarandstaðan; Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Miðflokkurinn ákveðin í að koma í veg fyrir þetta réttlætismál með fordæmalausu málþófi. Þannig er lýðræðið tekið í gíslingu og okkar heimavinnandi húsmæður, aldraðir og öryrkjar neydd til að bíða enn lengur eftir löngu tímabæru réttlæti. Vilji meirihluta þjóðarinnar og stjórnarmeirihlutans er sterkari en málþóf minnihluta þingmanna. Við skulum því láta í okkur heyra og krefjast þess að réttlætið nái fram að ganga. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun