Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 10. júlí 2025 07:03 Vægast sagt mjög sérstakt er að heyra forystumenn Viðreisnar tala um það að þjóðin eigi að fá sanngjarna greiðslu fyrir afnot af auðlind Íslandsmiða á sama tíma og meginmarkmið flokksins er að Ísland gangi í Evrópusambandið sem meðal annars fæli í sér að valdið yfir sjávarútvegsmálum okkar Íslendinga færðist til stofnana þess. Þar á meðal ákvarðanir um það hverjir mættu veiða á miðunum í kringum landið sem yrðu þar með aðeins hluti af sameiginlegri lögsögu sambandsins. Kæmi til inngöngu Íslands í Evrópusambandið tækju möguleikar okkar Íslendinga á því að hafa áhrif á ákvarðanatöku innan þess einkum mið af íbúafjölda landsins. Þar á meðal um sjávarútvegsmál. Þannig yrði vægi okkar á þingi sambandsins á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði síðan margfalt verri í ráðherraráðinu, valdamestu stofnun Evrópusambandsins, þar sem vægi Íslands yrði allajafna einungis á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Þetta yrði svonefnt sæti við borðið. Með öðrum orðum stenzt málflutningur Viðreisnar í þessum efnum ljóslega enga skoðun. Vangaveltur voru fyrir vikið uppi í umræðum á Alþingi á dögunum hvort frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og þingmanns Viðreisnar, um veiðigjöld tengdust þessu meginstefnumáli flokksins. Hvort markmiðið með frumvarpinu væri að grafa undan rekstri sjávarútvegsfyrirtækja svo auðveldara yrði að sannfæra landsmenn um að ganga í Evrópusambandið. Vangaveltur í þessum efnum eru ekki aðeins skiljanlegar í ljósi þess hversu illa hefur augljóslega verið staðið að frumvarpi ráðherrans þegar kemur að efnahagslegum forsendum þess, í því skyni að reyna að réttlæta stóraukna skattlagningu á sjávarútvegsfyrirtæki, heldur einnig í ljósi þess að Evrópusambandssinnar hafa lengi litið á efnahagslegt mikilvægi sjávarútvegarins sem stóra hindrun í vegi þess að hægt verði að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Til að mynda hlökkuðu ófáir Evrópusambandssinnar beinlínis yfir því í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008 þegar vægi fjármálageirans fyrir þjóðarbúið varð um tíma meira en sjávarútvegarins. Var rætt opinskátt um það í þeirra röðum að ganga myndi betur að koma Íslandi inn í Evrópusambandið þar sem sjávarútvegurinn hefði minna efnahagslegt vægi en áður. Ekki þótti skemma fyrir að svonefndir útrásarvíkingar voru upp til hópa hlynntir inngöngu í sambandið. Hafa má í huga í þessu sambandi að sjávarútvegsfyrirtæki innan Evrópusambandsins greiða engin veiðigjöld. Þvert á móti er ósjálfbær rekstur þeirra styrktur úr vösum skattgreiðenda. Hugsunin virðist vera sú að veikari rekstrargrundvöllur íslenzks sjávarútvegs muni mögulega gera hann ginnkeyptari fyrir því að verða hluti af niðurgreiddum sjávarútvegi sambandsins. Eins og reynt hefur til dæmis verið að freista landbúnaðarins með vísan til niðurgreiðslna innan þess. Mikilvægt er í öllu falli að hafa ávallt í huga þegar Viðreisn er annars vegar að flokkurinn var beinlínis stofnaður í þeim tilgangi að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Öll önnur stefnumál hans taka mið af því. Þá annað hvort sem liður í því að greiða fyrir inngöngu í sambandið eða standa allavega ekki í vegi hennar. Landbúnaðarstefna Viðreisnar gengur til dæmis út á aðlögum að fyrirkomulagi Evrópusambandsins og sama á við um stefnu flokksins í sjávarútvegsmálum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Sjávarútvegur Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Sjá meira
Vægast sagt mjög sérstakt er að heyra forystumenn Viðreisnar tala um það að þjóðin eigi að fá sanngjarna greiðslu fyrir afnot af auðlind Íslandsmiða á sama tíma og meginmarkmið flokksins er að Ísland gangi í Evrópusambandið sem meðal annars fæli í sér að valdið yfir sjávarútvegsmálum okkar Íslendinga færðist til stofnana þess. Þar á meðal ákvarðanir um það hverjir mættu veiða á miðunum í kringum landið sem yrðu þar með aðeins hluti af sameiginlegri lögsögu sambandsins. Kæmi til inngöngu Íslands í Evrópusambandið tækju möguleikar okkar Íslendinga á því að hafa áhrif á ákvarðanatöku innan þess einkum mið af íbúafjölda landsins. Þar á meðal um sjávarútvegsmál. Þannig yrði vægi okkar á þingi sambandsins á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði síðan margfalt verri í ráðherraráðinu, valdamestu stofnun Evrópusambandsins, þar sem vægi Íslands yrði allajafna einungis á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Þetta yrði svonefnt sæti við borðið. Með öðrum orðum stenzt málflutningur Viðreisnar í þessum efnum ljóslega enga skoðun. Vangaveltur voru fyrir vikið uppi í umræðum á Alþingi á dögunum hvort frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og þingmanns Viðreisnar, um veiðigjöld tengdust þessu meginstefnumáli flokksins. Hvort markmiðið með frumvarpinu væri að grafa undan rekstri sjávarútvegsfyrirtækja svo auðveldara yrði að sannfæra landsmenn um að ganga í Evrópusambandið. Vangaveltur í þessum efnum eru ekki aðeins skiljanlegar í ljósi þess hversu illa hefur augljóslega verið staðið að frumvarpi ráðherrans þegar kemur að efnahagslegum forsendum þess, í því skyni að reyna að réttlæta stóraukna skattlagningu á sjávarútvegsfyrirtæki, heldur einnig í ljósi þess að Evrópusambandssinnar hafa lengi litið á efnahagslegt mikilvægi sjávarútvegarins sem stóra hindrun í vegi þess að hægt verði að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Til að mynda hlökkuðu ófáir Evrópusambandssinnar beinlínis yfir því í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008 þegar vægi fjármálageirans fyrir þjóðarbúið varð um tíma meira en sjávarútvegarins. Var rætt opinskátt um það í þeirra röðum að ganga myndi betur að koma Íslandi inn í Evrópusambandið þar sem sjávarútvegurinn hefði minna efnahagslegt vægi en áður. Ekki þótti skemma fyrir að svonefndir útrásarvíkingar voru upp til hópa hlynntir inngöngu í sambandið. Hafa má í huga í þessu sambandi að sjávarútvegsfyrirtæki innan Evrópusambandsins greiða engin veiðigjöld. Þvert á móti er ósjálfbær rekstur þeirra styrktur úr vösum skattgreiðenda. Hugsunin virðist vera sú að veikari rekstrargrundvöllur íslenzks sjávarútvegs muni mögulega gera hann ginnkeyptari fyrir því að verða hluti af niðurgreiddum sjávarútvegi sambandsins. Eins og reynt hefur til dæmis verið að freista landbúnaðarins með vísan til niðurgreiðslna innan þess. Mikilvægt er í öllu falli að hafa ávallt í huga þegar Viðreisn er annars vegar að flokkurinn var beinlínis stofnaður í þeim tilgangi að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Öll önnur stefnumál hans taka mið af því. Þá annað hvort sem liður í því að greiða fyrir inngöngu í sambandið eða standa allavega ekki í vegi hennar. Landbúnaðarstefna Viðreisnar gengur til dæmis út á aðlögum að fyrirkomulagi Evrópusambandsins og sama á við um stefnu flokksins í sjávarútvegsmálum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun