Inga Sæland með galsa á þingi í nótt Lovísa Arnardóttir skrifar 9. júlí 2025 11:01 Þórarinn og Þórunn áttu erfitt með sig vegna galsa í Ingu á þingi í nótt. Alþingi Þórarinn Ingi Þórarinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gat varla haldið áfram með ræðu sína í þingi rétt um klukkan miðnætti í nótt vegna galsa í Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra. Í myndbandi sést Inga ræða við Þórunni Sveinbjarnardóttur, forseta þingsins, sem hlær og vísar henni frá á meðan hann er í pontu. Fyrir það, mátti sjá þau bæði líta stöðugt til hægri. Stuttu síðar kemur Inga inn í mynd til að ræða við Þórunni. Á þeim tíma er Þórarinn Ingi að halda ræðu um arð í sjávarútvegi. Þegar Inga gengur frá pontu og forseta byrjar hann að hlæja og tekur sér hlé frá ræðunni. „Það þarf að gefa þingmönnum frið, í fleiri en einni merkingu, þegar þeir hafa orðið,“ segir Þórunn um leið og hún slær í bjöllu Alþingis og horfir fram í salinn. Á sama tíma byrjar Þórarinn Ingi að skælbrosa og hlæja og segist ekki ætla að minnast á það sem á sér stað í salnum. Þórunn þakkar honum fyrir það. Getur ekki haldið áfram Þórarinn á svo afar erfitt með að halda áfram með ræðuna. „Ja, hérna,“ segir hann og biður forseta afsökunar á töfum. Þórunn segist sýna því skilning. Þórarinn Ingi heldur svo áfram að hlæja. „Þetta var nú alveg merkilegt,“ segir hann næst og hlær og segir svo alltaf gott að geta hlegið aðeins. Eftir það tekst honum, nokkuð áfallalaust, að halda áfram með ræðuna. Sá að Þórarinn var orðinn þreyttur Þórarinn Ingi segir um uppákomuna í textaskilaboðum að Inga hafi tekið nokkur dansspor. „Það var bara smá galsi í Ingu, tók nokkur létt dansspor. Fékk okkur til að hlæja inní nóttina.“ „Ég sá að hann var orðinn þreyttur í pontunni. Ég veit ekki hvort þessi elska var í fimmtugustu ræðunni eða eitthvað svoleiðis. Þegar ég var að labba út brosti ég fallega að honum og tók nokkur létt Ingu-dansspor,“ segir Inga um atvikið í samtali við fréttastofu. Inga ræddi við Þórunni sem vísaði henni frá. Eftir það átti Þórarinn mjög erfitt með að halda áfram með ræðu sína. Alþingi Hún segir það hafa tekið skamma stund og hún hafi ekki búist við því að það myndi vekja svona mikla lukku. Þórarinn hafi ekki vitað hvernig hann hafi átt að vera eftir það og alltaf litið á Þórunni sem sjálf hafi ekki almennilega vitað hvernig hún átti að vera. „Þegar forseti sagðist sýna því skilning þá tapaði hann sér endanlega.“ Inga segir gott að geta haft gaman líka, sérstaklega þegar fólk er búið að vera lengi að. „Við erum alltaf fín, það er þessi ræðustóll og svo erum við altlaf bestu mátar þegar því sleppir.“ Alþingi Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira
Í myndbandi sést Inga ræða við Þórunni Sveinbjarnardóttur, forseta þingsins, sem hlær og vísar henni frá á meðan hann er í pontu. Fyrir það, mátti sjá þau bæði líta stöðugt til hægri. Stuttu síðar kemur Inga inn í mynd til að ræða við Þórunni. Á þeim tíma er Þórarinn Ingi að halda ræðu um arð í sjávarútvegi. Þegar Inga gengur frá pontu og forseta byrjar hann að hlæja og tekur sér hlé frá ræðunni. „Það þarf að gefa þingmönnum frið, í fleiri en einni merkingu, þegar þeir hafa orðið,“ segir Þórunn um leið og hún slær í bjöllu Alþingis og horfir fram í salinn. Á sama tíma byrjar Þórarinn Ingi að skælbrosa og hlæja og segist ekki ætla að minnast á það sem á sér stað í salnum. Þórunn þakkar honum fyrir það. Getur ekki haldið áfram Þórarinn á svo afar erfitt með að halda áfram með ræðuna. „Ja, hérna,“ segir hann og biður forseta afsökunar á töfum. Þórunn segist sýna því skilning. Þórarinn Ingi heldur svo áfram að hlæja. „Þetta var nú alveg merkilegt,“ segir hann næst og hlær og segir svo alltaf gott að geta hlegið aðeins. Eftir það tekst honum, nokkuð áfallalaust, að halda áfram með ræðuna. Sá að Þórarinn var orðinn þreyttur Þórarinn Ingi segir um uppákomuna í textaskilaboðum að Inga hafi tekið nokkur dansspor. „Það var bara smá galsi í Ingu, tók nokkur létt dansspor. Fékk okkur til að hlæja inní nóttina.“ „Ég sá að hann var orðinn þreyttur í pontunni. Ég veit ekki hvort þessi elska var í fimmtugustu ræðunni eða eitthvað svoleiðis. Þegar ég var að labba út brosti ég fallega að honum og tók nokkur létt Ingu-dansspor,“ segir Inga um atvikið í samtali við fréttastofu. Inga ræddi við Þórunni sem vísaði henni frá. Eftir það átti Þórarinn mjög erfitt með að halda áfram með ræðu sína. Alþingi Hún segir það hafa tekið skamma stund og hún hafi ekki búist við því að það myndi vekja svona mikla lukku. Þórarinn hafi ekki vitað hvernig hann hafi átt að vera eftir það og alltaf litið á Þórunni sem sjálf hafi ekki almennilega vitað hvernig hún átti að vera. „Þegar forseti sagðist sýna því skilning þá tapaði hann sér endanlega.“ Inga segir gott að geta haft gaman líka, sérstaklega þegar fólk er búið að vera lengi að. „Við erum alltaf fín, það er þessi ræðustóll og svo erum við altlaf bestu mátar þegar því sleppir.“
Alþingi Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira